Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. desember 2021 10:01 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið í stafni í baráttunni við Covid-19. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 443 greindust smitaðir innanlands í gær og 51 á landamærum. Kári á von á að stærstur hluti sé með ómíkronafbrigði veirunnar en raðgreining liggur ekki fyrir. „Þetta er bara það sem mátti búast við. Þetta hefur verið að vaxa í veldisvexti undanfarna daga og þetta er að haga sér samkvæmt því sem mátti búast við,“ segir Kári. Hann á von á að álagið á heilbrigðiskerfið muni aukast hratt. „Ég hugsa að þetta þýði að eftir viku verði kominn ansi stór hópur inn á spítala.“ Þá telur hann að tölurnar muni halda áfram að hækka næstu daga en engu að síður er hann sannfærður um að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við álagið. „Við komust í gegnum þetta. Þetta heilbrigðiskerfi okkar er miklu betra en menn gefa því kredit fyrir.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gerði byrjendamistök að sögn Kára.Vísir/Vilhelm Kári telur að þær undanþágur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi veitt veitingamönnum í gær hafi verið mistök. Tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í dag og veitti ráðherrann, í framhaldi til undanþága tveggja tónleikahaldara, veitingastöðum undanþágu frá þeim á einum stærsta degi ársins hjá þeim. „Þetta eru ansi stór mistök. Mistök í þessari stöðu eru býsna alvarlegri heldur en þegar menn eru fótboltaþjálfarar,“ segir Kári. Willum Þór er fyrrverandi knattspyrnuþjálfari. Kári á von á að ráðherrann átti sig á því að undanþágurnar hafi ekki verið skynsamlegar. „Ég held að þetta séu byrjunarmistök hjá góðum manni sem er allt í einu orðinn heilbrigðisráðherra. Það var ekkert verra hægt að gera heldur en að gefa undanþágu fyrir vínveitingastaði í dag. Þetta er akkurat sá dagur sem menn safnast saman.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
443 greindust smitaðir innanlands í gær og 51 á landamærum. Kári á von á að stærstur hluti sé með ómíkronafbrigði veirunnar en raðgreining liggur ekki fyrir. „Þetta er bara það sem mátti búast við. Þetta hefur verið að vaxa í veldisvexti undanfarna daga og þetta er að haga sér samkvæmt því sem mátti búast við,“ segir Kári. Hann á von á að álagið á heilbrigðiskerfið muni aukast hratt. „Ég hugsa að þetta þýði að eftir viku verði kominn ansi stór hópur inn á spítala.“ Þá telur hann að tölurnar muni halda áfram að hækka næstu daga en engu að síður er hann sannfærður um að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við álagið. „Við komust í gegnum þetta. Þetta heilbrigðiskerfi okkar er miklu betra en menn gefa því kredit fyrir.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gerði byrjendamistök að sögn Kára.Vísir/Vilhelm Kári telur að þær undanþágur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi veitt veitingamönnum í gær hafi verið mistök. Tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í dag og veitti ráðherrann, í framhaldi til undanþága tveggja tónleikahaldara, veitingastöðum undanþágu frá þeim á einum stærsta degi ársins hjá þeim. „Þetta eru ansi stór mistök. Mistök í þessari stöðu eru býsna alvarlegri heldur en þegar menn eru fótboltaþjálfarar,“ segir Kári. Willum Þór er fyrrverandi knattspyrnuþjálfari. Kári á von á að ráðherrann átti sig á því að undanþágurnar hafi ekki verið skynsamlegar. „Ég held að þetta séu byrjunarmistök hjá góðum manni sem er allt í einu orðinn heilbrigðisráðherra. Það var ekkert verra hægt að gera heldur en að gefa undanþágu fyrir vínveitingastaði í dag. Þetta er akkurat sá dagur sem menn safnast saman.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38