„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2021 11:56 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. Þríeykið sneri aftur á skjái landsmanna á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma yfir stöðuna vegna Covid-19, en metfjöldi smita greindist í gær. Omíkron-afbrigðið er að taka yfir. Alma fór yfir sviðið hvað varðar Landspítalann og sagði hún að tölur frá Danmörku gæfu til kynna að veikindi vegna omíkron væru minni, og innlagningarhlutfall á heilbrigðisstofnanir þar í landi væru lægri, sem stendur. Allar legudeildir nema Covid-legudeildin fullar, og vel það Álagið á Landspítalann væri hins vegar mikið sem ekki væri hægt að kenna Covid eingöngu um. „Allar legudeildir nema Covid-legudeildin eru fullar og vel það. Mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildunum síðustu vikurnar þrátt fyrir að álag af völdum Covid verið viðráðanlegt. Þá hefur staðan á bráðamóttökunni verið óásættanleg til lengri tíma,“ sagði Alma. Ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðuna, verið væri að fjölga legurýmum og hjúkrunarrýmum svo dæmmi séu tekin. Engu að síður væri staðan þung á Landspítalanum. „Þessi þunga staða á Landspítalanum er uppi þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. Þess vegna höfum við áhyggjur af þessari stóru bylgju af omíkron-smitum. Ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda innlagna,“ sagði Alma. Verið væri að leita allra leiða til að undirbúa kerfið undir slíka stöðu. Þar væri lykilatriði að styrkja Covid-göngudeildina, meðal annars með sjálfvirknivæðingu til að létta á álagi á starfsfólki. Þá væri verið að skoða aukna aðkomu annarra heilbrigðisstofnaa við að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Alma var einnig spurð út í mönnunarstöðu Landspítalans, í ljósi mikillar fjölgunar þeirra sem greinst hafa með Covid-19 að undanförnu. „Auðvitað þegar samfélagslegt smit er svona útbreitt þá kemur það niður á starfsfólki Landspítalans eins og annars staðar. Núna eru tæplega 40 í einangrun af starfsfólkinu og eitthvað álíka í sóttkví en gæti átt eftir að fjölga,“ sagði Alma. „Mönnunin er Akkilesar-hællinn. Þess vegna er verið að leita allra leiða til að létta álagi af Landspítalanum til að sjálfvirknivæða vinnuna á Covid-göngudeildinna. Síðan kemur til álita að flytja sjúklinga annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58 Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Þríeykið sneri aftur á skjái landsmanna á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma yfir stöðuna vegna Covid-19, en metfjöldi smita greindist í gær. Omíkron-afbrigðið er að taka yfir. Alma fór yfir sviðið hvað varðar Landspítalann og sagði hún að tölur frá Danmörku gæfu til kynna að veikindi vegna omíkron væru minni, og innlagningarhlutfall á heilbrigðisstofnanir þar í landi væru lægri, sem stendur. Allar legudeildir nema Covid-legudeildin fullar, og vel það Álagið á Landspítalann væri hins vegar mikið sem ekki væri hægt að kenna Covid eingöngu um. „Allar legudeildir nema Covid-legudeildin eru fullar og vel það. Mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildunum síðustu vikurnar þrátt fyrir að álag af völdum Covid verið viðráðanlegt. Þá hefur staðan á bráðamóttökunni verið óásættanleg til lengri tíma,“ sagði Alma. Ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðuna, verið væri að fjölga legurýmum og hjúkrunarrýmum svo dæmmi séu tekin. Engu að síður væri staðan þung á Landspítalanum. „Þessi þunga staða á Landspítalanum er uppi þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. Þess vegna höfum við áhyggjur af þessari stóru bylgju af omíkron-smitum. Ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda innlagna,“ sagði Alma. Verið væri að leita allra leiða til að undirbúa kerfið undir slíka stöðu. Þar væri lykilatriði að styrkja Covid-göngudeildina, meðal annars með sjálfvirknivæðingu til að létta á álagi á starfsfólki. Þá væri verið að skoða aukna aðkomu annarra heilbrigðisstofnaa við að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Alma var einnig spurð út í mönnunarstöðu Landspítalans, í ljósi mikillar fjölgunar þeirra sem greinst hafa með Covid-19 að undanförnu. „Auðvitað þegar samfélagslegt smit er svona útbreitt þá kemur það niður á starfsfólki Landspítalans eins og annars staðar. Núna eru tæplega 40 í einangrun af starfsfólkinu og eitthvað álíka í sóttkví en gæti átt eftir að fjölga,“ sagði Alma. „Mönnunin er Akkilesar-hællinn. Þess vegna er verið að leita allra leiða til að létta álagi af Landspítalanum til að sjálfvirknivæða vinnuna á Covid-göngudeildinna. Síðan kemur til álita að flytja sjúklinga annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58 Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27
443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58
Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01