Fram kemur í bréfi til starfsfólks að unnið hafi verið að því verkefni, í samvinnu dagskrárdeildar sjónvarps og fréttastofu að móta nýtt Kastljós sem verður á dagskrá þegar á nýju ári.

Stefán tilkynnir að um það verkefni hafi Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri Rásar 2 haldið utan um og muni hann frá áramótum láta af störfum sem dagskrárstjóri og þess að vera yfirmaður þess sem Stefán kallar „númiðla“; sem á við um umsvif Ríkisútvarpsins á vefnum, og muni hann taka við sem ritstjóri hins nýja Kastljóss.
Þá boðar Stefán að Baldvin Þór muni einnig leiða verkefni sem gengur undir nafninu „nýr ruv.is“ en það er í fullum gangi, að sögn útvarpsstjóra. Baldvin Þór mun móta tillögur um framtíðarfyrirkomulag vefritstjórnar og vefmála í samvinnu við alla þá sem að þeim málum stofnunarinnar koma.