Alan Soutar kom til baka og sló hinn blíða úr leik | De Sousa bjargaði sér fyrir horn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 17:21 Alan Soutar mætir José de Sousa í 32-manna úrslitum. Luke Walker/Getty Images Skotinn Alan Soutar snéri taflinu við og vann 3-2 sigur gegn Mensur „The Gentle“ Suljovic á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag. Suljovic er í 26. sæti heimslista PDC og hann virtist ætla að fara auðveldlega áfram. Hann vann fyrsta settið 3-1 og 3-0 sigur í öðru setti þýddi að einn sigur í viðbót myndi tryggja honum sæti í 32-manna úrslitum. Soutar bjargaði sér hins vegar fyrir horn með 3-2 sigri í þriðja setti og fjórða settið vann hann einnig með minnsta mun. Suljovic náði 2-0 forystu í úrslitasettinu og virtist ætla að klára leikinn. Aftur kom Soutar til baka og náði 3-2 forystu, en vinna þarf með tveimur leggjum í úrslitasettinu til að sigra leikinn. Að lokum var það Skotinn Alan Soutar sem hafði taugarnar til að klára viðureignina, en 6-4 sigur í úrslitasettinu tryggði honum sæti í 32-manna úrslitum. 𝗦𝗢𝗢𝗧𝗦 𝗪𝗜𝗡𝗦 𝗜𝗧 𝗜𝗡 𝗦𝗧𝗬𝗟𝗘! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Fyrr í dag vann Ástralinn Damon Heta 3-1 sigur gegn Englendingnum Luke Woodhouse og hinn 23 ára Callan Rydz gerði sér lítið fyrir og sló Brendan Dolan úr leik með 3-0 sigri. Í lokaviðureign dagsins áður en keppni hefst í kvöld bjargaði José de Sousa sér fyrir horn gegn Jason Lowe. De Sousa er í sjöunda sæti heimslistans, en Lowe situr í 53. sæti. Lowe byrjaði vel og vann fyrstu tvö settin með minnsta mun og þar með var de Sousa kominn með bakið upp við vegg. Portúgalinn sýndi þó úr hverju hann er gerður í seinni hluta viðureignarinnar og vann að lokum 3-2 sigur. 𝗖𝗢𝗠𝗘𝗕𝗔𝗖𝗞 𝗖𝗢𝗠𝗣𝗟𝗘𝗧𝗘! 🇵🇹It's a special comeback from The Special One, coming from 2-0 down to defeat Jason Lowe in a deciding set!De Sousa sealing it with a huge 124 finish!#WHDarts pic.twitter.com/AkMjUUOmCU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Keppni heldur áfram í kvöld, en bein útsending frá viðureignum kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3. Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez Pílukast Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Suljovic er í 26. sæti heimslista PDC og hann virtist ætla að fara auðveldlega áfram. Hann vann fyrsta settið 3-1 og 3-0 sigur í öðru setti þýddi að einn sigur í viðbót myndi tryggja honum sæti í 32-manna úrslitum. Soutar bjargaði sér hins vegar fyrir horn með 3-2 sigri í þriðja setti og fjórða settið vann hann einnig með minnsta mun. Suljovic náði 2-0 forystu í úrslitasettinu og virtist ætla að klára leikinn. Aftur kom Soutar til baka og náði 3-2 forystu, en vinna þarf með tveimur leggjum í úrslitasettinu til að sigra leikinn. Að lokum var það Skotinn Alan Soutar sem hafði taugarnar til að klára viðureignina, en 6-4 sigur í úrslitasettinu tryggði honum sæti í 32-manna úrslitum. 𝗦𝗢𝗢𝗧𝗦 𝗪𝗜𝗡𝗦 𝗜𝗧 𝗜𝗡 𝗦𝗧𝗬𝗟𝗘! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Fyrr í dag vann Ástralinn Damon Heta 3-1 sigur gegn Englendingnum Luke Woodhouse og hinn 23 ára Callan Rydz gerði sér lítið fyrir og sló Brendan Dolan úr leik með 3-0 sigri. Í lokaviðureign dagsins áður en keppni hefst í kvöld bjargaði José de Sousa sér fyrir horn gegn Jason Lowe. De Sousa er í sjöunda sæti heimslistans, en Lowe situr í 53. sæti. Lowe byrjaði vel og vann fyrstu tvö settin með minnsta mun og þar með var de Sousa kominn með bakið upp við vegg. Portúgalinn sýndi þó úr hverju hann er gerður í seinni hluta viðureignarinnar og vann að lokum 3-2 sigur. 𝗖𝗢𝗠𝗘𝗕𝗔𝗖𝗞 𝗖𝗢𝗠𝗣𝗟𝗘𝗧𝗘! 🇵🇹It's a special comeback from The Special One, coming from 2-0 down to defeat Jason Lowe in a deciding set!De Sousa sealing it with a huge 124 finish!#WHDarts pic.twitter.com/AkMjUUOmCU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Keppni heldur áfram í kvöld, en bein útsending frá viðureignum kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3. Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez
Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez
Pílukast Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn