Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 18:18 Brynjar er brattur eftir aðgerðina og þakkar starfsmönnum Landspítalans fyrir vel unnin störf. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. Brynjar greinir frá fréttunum í færslu á Facebook síðu sinni en hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar hann fékk heiftarlegt nýrnasteinakast í miðri kosningabaráttu. Í kjölfarið féll hann svo af rafskútu og afleiðingarnar af þeim hremmingum urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein. Brynjar hélt rakleiðis í myndatöku og þá kom í ljós að æxli væri í neðsta hluta lungans. „Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið röntgen- og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti hluti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar,“ segir Brynjar í Facebook færslunni. „Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri,“ heldur Brynjar áfram. Sleppur við heimilisstörfin að mestu Fréttastofa náði tali af Brynjari sem var brattur miðað við aðstæður en viðurkennir að vera aðeins lemstraður eftir aðgerðina. Skera hafi þurft hluta af lunganu sem er talsvert inngrip en hann segist feginn að ekki hafi þurft að taka meira af lunganu. Fyrir aðgerðina var ekki ljóst hvort að um illkynja eða góðkynja æxli væri að ræða en þegar búið var að fjarlægja hlutann kom loks í ljós að æxlið væri góðkynja - blessunarlega. Brynjar var að vonum feginn þegar Tómas Guðbjartsson, eða Lækna-Tómas, færði honum fréttirnar fyrr í dag. Brynjar segist ætla að taka því rólega yfir hátíðarnar og gerir ráð fyrir því að það taki líklega nokkra daga að jafna sig: Það var helvíti gott að fá miðann frá þeim [læknunum] að ég mætti ekki vinna mikið heimilisstörf. Það var alveg lykilatriði,“ segir Brynjar hress: „Þetta voru mjög góðar fréttir fyrir jól.“ Rafhlaupahjól Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Brynjar greinir frá fréttunum í færslu á Facebook síðu sinni en hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar hann fékk heiftarlegt nýrnasteinakast í miðri kosningabaráttu. Í kjölfarið féll hann svo af rafskútu og afleiðingarnar af þeim hremmingum urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein. Brynjar hélt rakleiðis í myndatöku og þá kom í ljós að æxli væri í neðsta hluta lungans. „Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið röntgen- og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti hluti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar,“ segir Brynjar í Facebook færslunni. „Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri,“ heldur Brynjar áfram. Sleppur við heimilisstörfin að mestu Fréttastofa náði tali af Brynjari sem var brattur miðað við aðstæður en viðurkennir að vera aðeins lemstraður eftir aðgerðina. Skera hafi þurft hluta af lunganu sem er talsvert inngrip en hann segist feginn að ekki hafi þurft að taka meira af lunganu. Fyrir aðgerðina var ekki ljóst hvort að um illkynja eða góðkynja æxli væri að ræða en þegar búið var að fjarlægja hlutann kom loks í ljós að æxlið væri góðkynja - blessunarlega. Brynjar var að vonum feginn þegar Tómas Guðbjartsson, eða Lækna-Tómas, færði honum fréttirnar fyrr í dag. Brynjar segist ætla að taka því rólega yfir hátíðarnar og gerir ráð fyrir því að það taki líklega nokkra daga að jafna sig: Það var helvíti gott að fá miðann frá þeim [læknunum] að ég mætti ekki vinna mikið heimilisstörf. Það var alveg lykilatriði,“ segir Brynjar hress: „Þetta voru mjög góðar fréttir fyrir jól.“
Rafhlaupahjól Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira