Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 18:18 Brynjar er brattur eftir aðgerðina og þakkar starfsmönnum Landspítalans fyrir vel unnin störf. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. Brynjar greinir frá fréttunum í færslu á Facebook síðu sinni en hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar hann fékk heiftarlegt nýrnasteinakast í miðri kosningabaráttu. Í kjölfarið féll hann svo af rafskútu og afleiðingarnar af þeim hremmingum urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein. Brynjar hélt rakleiðis í myndatöku og þá kom í ljós að æxli væri í neðsta hluta lungans. „Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið röntgen- og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti hluti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar,“ segir Brynjar í Facebook færslunni. „Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri,“ heldur Brynjar áfram. Sleppur við heimilisstörfin að mestu Fréttastofa náði tali af Brynjari sem var brattur miðað við aðstæður en viðurkennir að vera aðeins lemstraður eftir aðgerðina. Skera hafi þurft hluta af lunganu sem er talsvert inngrip en hann segist feginn að ekki hafi þurft að taka meira af lunganu. Fyrir aðgerðina var ekki ljóst hvort að um illkynja eða góðkynja æxli væri að ræða en þegar búið var að fjarlægja hlutann kom loks í ljós að æxlið væri góðkynja - blessunarlega. Brynjar var að vonum feginn þegar Tómas Guðbjartsson, eða Lækna-Tómas, færði honum fréttirnar fyrr í dag. Brynjar segist ætla að taka því rólega yfir hátíðarnar og gerir ráð fyrir því að það taki líklega nokkra daga að jafna sig: Það var helvíti gott að fá miðann frá þeim [læknunum] að ég mætti ekki vinna mikið heimilisstörf. Það var alveg lykilatriði,“ segir Brynjar hress: „Þetta voru mjög góðar fréttir fyrir jól.“ Rafhlaupahjól Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Brynjar greinir frá fréttunum í færslu á Facebook síðu sinni en hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar hann fékk heiftarlegt nýrnasteinakast í miðri kosningabaráttu. Í kjölfarið féll hann svo af rafskútu og afleiðingarnar af þeim hremmingum urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein. Brynjar hélt rakleiðis í myndatöku og þá kom í ljós að æxli væri í neðsta hluta lungans. „Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið röntgen- og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti hluti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar,“ segir Brynjar í Facebook færslunni. „Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri,“ heldur Brynjar áfram. Sleppur við heimilisstörfin að mestu Fréttastofa náði tali af Brynjari sem var brattur miðað við aðstæður en viðurkennir að vera aðeins lemstraður eftir aðgerðina. Skera hafi þurft hluta af lunganu sem er talsvert inngrip en hann segist feginn að ekki hafi þurft að taka meira af lunganu. Fyrir aðgerðina var ekki ljóst hvort að um illkynja eða góðkynja æxli væri að ræða en þegar búið var að fjarlægja hlutann kom loks í ljós að æxlið væri góðkynja - blessunarlega. Brynjar var að vonum feginn þegar Tómas Guðbjartsson, eða Lækna-Tómas, færði honum fréttirnar fyrr í dag. Brynjar segist ætla að taka því rólega yfir hátíðarnar og gerir ráð fyrir því að það taki líklega nokkra daga að jafna sig: Það var helvíti gott að fá miðann frá þeim [læknunum] að ég mætti ekki vinna mikið heimilisstörf. Það var alveg lykilatriði,“ segir Brynjar hress: „Þetta voru mjög góðar fréttir fyrir jól.“
Rafhlaupahjól Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira