„Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 11:34 Gylfi segir að mikið af ferðamönnum sé á landinu um þessar mundir og erfitt sé að finna hús sem henti undir starfsemina. Vísir/Egill Staðan í farsóttarhúsum landsins er orðin verulega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í farsóttarhúsum en tæplega sex þúsund manns verða í einangrun yfir hátíðarnar fjarri fjölskyldu og vinum. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær og forstöðumaður farsóttarhúsanna segir að nú þurfi að velja og hafna. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir óvíst hvað til bragðs sé að taka. Sárafá herbergi eru eftir og enn er unnið að því að klára þær beiðnir sem bárust um innlagnir í gær. Fjöldi beiðna fer hækkandi eftir því sem deginum vindur áfram. „Það eru sárafá herbergi eftir og það eru nokkur hótel orðin full. Það er eitthvað laust á Rauðarárstíg en Reykjavík Lights á Suðurlandsbraut er orðið fullt. En við eigum svona herbergi á stangli á Rauðarárstíg,“ segir Gylfi Þór og telur að um þrjátíu herbergi séu eftir í heildina. Meta hverjir þurfa mest á dvölinni að halda Aðspurður segir Gylfi að nú þurfi að meta hverjir mest þurfi á herbergi að halda. Hann segist þurfa að treysta því að fólk óski ekki eftir því að fá að dvelja í farsóttarhúsi ef það á í önnur hús að vernda. Matið geti oft og tíðum verið erfitt. „Við metum þetta þannig að þeir sem hafa í engin hús að vernda, til dæmis ferðamenn sem hér verða strandaglópar vegna Covid, við reynum að láta þá ganga fyrir. Svo eru það einstaklingar sem búa til dæmis með fólki með hættulega undirliggjandi sjúkdóma. Svo reynum að skoða hvort viðkomandi sé í jaðarhóp og þurfi húsaskjól þess vegna. Það eru ýmis atriði sem við þurfum að meta en oft er þetta erfitt,“ segir Gylfi Þór. En hvað gerist núna þegar það fyllist allt? „Það er nefnilega stóra spurningin. Þetta er nefnilega svolítið erfitt við að eiga. Flest hótel eru full eða í notkun en ég hef vilyrði fyrir hóteli núna í byrjun janúar. Annaðhvort verðum við að reyna að þreyja þorrann þangað til, með einhverjum hætti, eða þá grípa til einhverra aðgerða milli jóla og nýárs. Það verður svolítið að koma í ljós.“ „Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Aðspurður segist hann vona að fólk fari að útskrifast í millitíðinni en telur að fjöldi útskrifta verði aldrei svo margar miðað við fjölda smita og innlagna síðustu daga. Starfsfólk farsóttarhúsanna verður á fullu í dag á hlaupum með pakka til gesta og reyni sitt allra besta til að létta gestum á farsóttarhúsum lundina. „Við erum komin með núna yfir 200 gesti og þeim mun fara fjölgandi í dag. Það eru núna 205 og fleiri á leiðinni. Þau [herbergin] eru bara af mjög skornum skammti. Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir. Eitthvað svoleiðis,“ segir Gylfi Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14 Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir óvíst hvað til bragðs sé að taka. Sárafá herbergi eru eftir og enn er unnið að því að klára þær beiðnir sem bárust um innlagnir í gær. Fjöldi beiðna fer hækkandi eftir því sem deginum vindur áfram. „Það eru sárafá herbergi eftir og það eru nokkur hótel orðin full. Það er eitthvað laust á Rauðarárstíg en Reykjavík Lights á Suðurlandsbraut er orðið fullt. En við eigum svona herbergi á stangli á Rauðarárstíg,“ segir Gylfi Þór og telur að um þrjátíu herbergi séu eftir í heildina. Meta hverjir þurfa mest á dvölinni að halda Aðspurður segir Gylfi að nú þurfi að meta hverjir mest þurfi á herbergi að halda. Hann segist þurfa að treysta því að fólk óski ekki eftir því að fá að dvelja í farsóttarhúsi ef það á í önnur hús að vernda. Matið geti oft og tíðum verið erfitt. „Við metum þetta þannig að þeir sem hafa í engin hús að vernda, til dæmis ferðamenn sem hér verða strandaglópar vegna Covid, við reynum að láta þá ganga fyrir. Svo eru það einstaklingar sem búa til dæmis með fólki með hættulega undirliggjandi sjúkdóma. Svo reynum að skoða hvort viðkomandi sé í jaðarhóp og þurfi húsaskjól þess vegna. Það eru ýmis atriði sem við þurfum að meta en oft er þetta erfitt,“ segir Gylfi Þór. En hvað gerist núna þegar það fyllist allt? „Það er nefnilega stóra spurningin. Þetta er nefnilega svolítið erfitt við að eiga. Flest hótel eru full eða í notkun en ég hef vilyrði fyrir hóteli núna í byrjun janúar. Annaðhvort verðum við að reyna að þreyja þorrann þangað til, með einhverjum hætti, eða þá grípa til einhverra aðgerða milli jóla og nýárs. Það verður svolítið að koma í ljós.“ „Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Aðspurður segist hann vona að fólk fari að útskrifast í millitíðinni en telur að fjöldi útskrifta verði aldrei svo margar miðað við fjölda smita og innlagna síðustu daga. Starfsfólk farsóttarhúsanna verður á fullu í dag á hlaupum með pakka til gesta og reyni sitt allra besta til að létta gestum á farsóttarhúsum lundina. „Við erum komin með núna yfir 200 gesti og þeim mun fara fjölgandi í dag. Það eru núna 205 og fleiri á leiðinni. Þau [herbergin] eru bara af mjög skornum skammti. Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir. Eitthvað svoleiðis,“ segir Gylfi Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14 Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14
Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29