Innlent

Stappað á Suður­lands­braut: „Það er fátt sem öskrar jólin meira en þetta“

Viktor Örn Ásgeirsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Covid sýnataka á Suðurlandsbraut hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. 
Covid sýnataka á Suðurlandsbraut hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.  Vísir/Vilhelm

Múgur og margmenni safnaðist saman við Suðurlandsbraut í dag til að fara í Covid-próf. Flestir voru þó í jólaskapi þó að sumir væru stressaðir fyrir því að vera smitaðir og þurfa að verja jólunum einir.

Fréttamaður lagði leið sína á Suðurlandsbraut í morgun þar sem fjölmargir biðu þess að komast í Covid-próf fyrir jólin. Metfjöldi greindist smitaður í gær og fólk flykktist í sýnatöku í morgun.

Bjóstu við að þurfa að fara í hraðpróf svona á aðfangadegi?

„Það er geðveikt gaman. Það er fátt sem öskrar jólin meira en þetta,“ sagði Kári Sighvatsson viðmælandi fréttamanns, líklega í kaldhæðni, og kvaðst vera á leið í sýnatöku til öryggis.

Flestir sögðust hafa lagt leið sína í sýnatöku til að hafa varann og væru jafnvel á leið í fjölskylduboð en aðrir þurftu að ferðast.

„Ég er í vondum málum. Ég þarf að ferðast. Pabbi minn er veikur og ég þarf að fara í próf. Ég er þrí-bólusett, ótrúlegt. Ég bý á Íslandi en ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég þarf að fara í próf en mér finnst þetta of mikið,“ sagði Billy sem var í sýnatökuröðinni á Suðurlandsbraut í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×