Skreyttustu hús bæjarins: „Þetta er bara okkar fyllerí“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Árni Sæberg skrifa 25. desember 2021 22:30 Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Stöð 2 Íbúar Hafnarfjarðar og Kópavogs hafa margir gengið alla leið í jólaskreytingunum í ár. Við kíktum á nokkur hús þar sem engu hefur verið til sparað. Jólaskreytingar eru ekki fyrir alla en þær virðast sannarlega fyrir íbúa á Völlunum í Hafnarfirði sem hafa gengið ansi langt í jólaskreytingunum. Sumir ganga lengra en aðrir, á Völlunum ríkir mikil ljósadýrð sem sést langar leiðir. Stærðarinnar snjókallar og aðrar upplýstar skreytingar, bláar, grænar og rauðar seríur lýsa upp alla götuna. Snjókarlar eru velkomnir á Vellina í Hafnarfirði.Stöð 2 Þar má meira að segja finna frumlegar skreytingar en sjálfur jólasveinninn situr rólegur í bíl, upplýstum af jólaseríum, fyrir utan hús eitt. Þessi jólasveinn hefur skipt sleðanum út fyrir hefðbundinn fjölskyldubíl.Stöð 2 Jólahöll í Kópavogi Kópavogsbúar eru enginn eftirbátur Hafnfirðinga þegar kemur að jólaskreytingum. Þegar keyrt er inn í Lindahverfið tekur á móti manni sannkölluð jólahöll. Höllin er skreytt smekklegum hvítum jólaljósum og greni. Á stétt við húsið taka myndarleg jólahreindýr á móti gestum. Jólahöllin er smekklega skreytt.Stöð 2 Í hverfinu er mikið lagt upp úr jólaskreytingum og í miðjum tökum greip fréttamaður sjálfan trölla sem reynir að stela jólaseríum sem metnaðarfullir íbúar hafa sett upp við bílskúrinn sinn. Þó var ákveðið að skipta sér ekki af honum. Trölli er samur við sig og reynir að stela jólunum.Stöð 2 Bjórpeningur fer í jólaskraut Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Þau búa á Digranesvegi og hafa dundað sér við að setja upp jólaljós ásamt afabarni sínu síðustu daga. Samtals eru um tólf þúsund perur í garðinum og sex þúsund inni í húsinu. Hjónin telja fjármunum betur varið í jólaskraut en sígarettur og áfengi.Stöð 2 Í samtali við fréttastofu segjast þau hafa farið hægt af stað í jólaskreytingum en þær hafi undið upp á sig í gegn um árin. „Alltaf bætt í á hverju ári og það er bara komið upp í þetta. Við bara elskum þetta jólastúss,“ segja þau. Þau neita ekki að svo íburðarmiklar jólaskreytingar kosti sinn skilding. Fjármunum sem annars væri varið í eitthvað annað og verra sé eytt í skreytingarnar. „ Jú, við lítum á það svoleiðis að við reykjum ekki og við drekkum ekki. Og þetta er bara okkar fyllerí getum við sagt,“ segir Helgi. Jól Jólaskraut Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jólaskreytingar eru ekki fyrir alla en þær virðast sannarlega fyrir íbúa á Völlunum í Hafnarfirði sem hafa gengið ansi langt í jólaskreytingunum. Sumir ganga lengra en aðrir, á Völlunum ríkir mikil ljósadýrð sem sést langar leiðir. Stærðarinnar snjókallar og aðrar upplýstar skreytingar, bláar, grænar og rauðar seríur lýsa upp alla götuna. Snjókarlar eru velkomnir á Vellina í Hafnarfirði.Stöð 2 Þar má meira að segja finna frumlegar skreytingar en sjálfur jólasveinninn situr rólegur í bíl, upplýstum af jólaseríum, fyrir utan hús eitt. Þessi jólasveinn hefur skipt sleðanum út fyrir hefðbundinn fjölskyldubíl.Stöð 2 Jólahöll í Kópavogi Kópavogsbúar eru enginn eftirbátur Hafnfirðinga þegar kemur að jólaskreytingum. Þegar keyrt er inn í Lindahverfið tekur á móti manni sannkölluð jólahöll. Höllin er skreytt smekklegum hvítum jólaljósum og greni. Á stétt við húsið taka myndarleg jólahreindýr á móti gestum. Jólahöllin er smekklega skreytt.Stöð 2 Í hverfinu er mikið lagt upp úr jólaskreytingum og í miðjum tökum greip fréttamaður sjálfan trölla sem reynir að stela jólaseríum sem metnaðarfullir íbúar hafa sett upp við bílskúrinn sinn. Þó var ákveðið að skipta sér ekki af honum. Trölli er samur við sig og reynir að stela jólunum.Stöð 2 Bjórpeningur fer í jólaskraut Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Þau búa á Digranesvegi og hafa dundað sér við að setja upp jólaljós ásamt afabarni sínu síðustu daga. Samtals eru um tólf þúsund perur í garðinum og sex þúsund inni í húsinu. Hjónin telja fjármunum betur varið í jólaskraut en sígarettur og áfengi.Stöð 2 Í samtali við fréttastofu segjast þau hafa farið hægt af stað í jólaskreytingum en þær hafi undið upp á sig í gegn um árin. „Alltaf bætt í á hverju ári og það er bara komið upp í þetta. Við bara elskum þetta jólastúss,“ segja þau. Þau neita ekki að svo íburðarmiklar jólaskreytingar kosti sinn skilding. Fjármunum sem annars væri varið í eitthvað annað og verra sé eytt í skreytingarnar. „ Jú, við lítum á það svoleiðis að við reykjum ekki og við drekkum ekki. Og þetta er bara okkar fyllerí getum við sagt,“ segir Helgi.
Jól Jólaskraut Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira