„Ég þurfti svona frammistöðu. Ég lagði hart að mér og er ánægður með eigin frammistöðu. Ég reyndi að vera meira á hreyfingu og þetta var frábær fyrirgjöf,“ sagði Lukaku um markið sitt.
Hann stangaði þá fyrirgjöf Callum Hudson-Odoi í netið og skildi Tyrone Mings, miðvörð Villa, eftir þefandi af grasinu.
„Mitt uppáhald er að hlaupa inn í svæðið, nota þannig hraða minn og kraft.“
„Við erum veiðimennirnir núna, síðustu leikir hafa ekki farið eins og við vildum. Nú þurfum við bara að elta toppliðið. Við þurfum að fara inn í hvern einasta leik eins og hann sé úrslitaleikur, við unnum í dag og verðum að halda því áfram,“ sagði Lukaku að endingu.