Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 10:32 Allt að sex klukkustunda bið hefur verið eftir því að komast í covid-próf í Ástralíu undanfarna daga. EPA-EFE/DANNY CASEY Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar. Maðurinn sem lést í gær var á áttræðisaldri og glímdi við önnur heilsufarsvandamál. Hann er sá fyrst sem vitað er um að látist af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Ástralíu, sem stefnir nú á afléttinga sóttvarnaaðgerða í skrefum. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem sérfræðingar segja smitast hraðar en valda vægari sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar, fór að dreifast um Ástralíu þegar ferðatakmörkunum milli fylkja landsins hafði verið aflétt og sóttkví Ástrala, sem sneru heim að utan, var sömuleiðis hætt. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni í Ástralíu en nú, sem hefur undanfarin tvö ár eins og flest ríki viðhaldið einhvers konar takmörkunum vegna sóttarinnar. Maðurinn sem lést smitaðist af veirunni á elliheimili og lést á sjúkrahúsi í Sydney. Hann var einn sjö manna sem létust vegna Covid-19 í Ástralíu í gær en sá eini sem staðfest er að hafi látist vegna ómíkron. 10.186 greindust smitaðir af veirunni í Ástralíu í gær, sem er fyrsta skipti sem fleiri en tíu þúsund greinast smitaðir á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Flestir greindust smitaðir í Nýju Suður-Wales og Viktoríu. Svo virðist þó vera sem alvarleg veikindi vegna ómíkron séu fá í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Í Queensland greindust til að mynda 784 smitaðir af veirunni í gær en fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna hennar. Mikið álag er á prófunarstöðum í Ástralíu þessa dagana og er til að mynda sex klukkustunda bið eftir PCR-prófum fyrir þá sem ætla að ferðast. Þá hefur víða verið gripið til hertari aðgerða, þó enn sé stefnt að afléttingum. Nýja Suður-Wales hefur til að mynda endurvakið þá reglu að fólk þurfi að skrá sig inn á almenningssvæði með QR-kóðum og víða annars staðar hefur grímuskylda verið sett á á ný innandyra. Þá hefur biðtími eftir örvunarskömmtum bóluefna verið styttur úr sex mánuðum niður í fjóra og stefnt er að því að biðtíminn verði styttur í þrjá mánuði innan tíðar. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Maðurinn sem lést í gær var á áttræðisaldri og glímdi við önnur heilsufarsvandamál. Hann er sá fyrst sem vitað er um að látist af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Ástralíu, sem stefnir nú á afléttinga sóttvarnaaðgerða í skrefum. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem sérfræðingar segja smitast hraðar en valda vægari sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar, fór að dreifast um Ástralíu þegar ferðatakmörkunum milli fylkja landsins hafði verið aflétt og sóttkví Ástrala, sem sneru heim að utan, var sömuleiðis hætt. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni í Ástralíu en nú, sem hefur undanfarin tvö ár eins og flest ríki viðhaldið einhvers konar takmörkunum vegna sóttarinnar. Maðurinn sem lést smitaðist af veirunni á elliheimili og lést á sjúkrahúsi í Sydney. Hann var einn sjö manna sem létust vegna Covid-19 í Ástralíu í gær en sá eini sem staðfest er að hafi látist vegna ómíkron. 10.186 greindust smitaðir af veirunni í Ástralíu í gær, sem er fyrsta skipti sem fleiri en tíu þúsund greinast smitaðir á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Flestir greindust smitaðir í Nýju Suður-Wales og Viktoríu. Svo virðist þó vera sem alvarleg veikindi vegna ómíkron séu fá í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Í Queensland greindust til að mynda 784 smitaðir af veirunni í gær en fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna hennar. Mikið álag er á prófunarstöðum í Ástralíu þessa dagana og er til að mynda sex klukkustunda bið eftir PCR-prófum fyrir þá sem ætla að ferðast. Þá hefur víða verið gripið til hertari aðgerða, þó enn sé stefnt að afléttingum. Nýja Suður-Wales hefur til að mynda endurvakið þá reglu að fólk þurfi að skrá sig inn á almenningssvæði með QR-kóðum og víða annars staðar hefur grímuskylda verið sett á á ný innandyra. Þá hefur biðtími eftir örvunarskömmtum bóluefna verið styttur úr sex mánuðum niður í fjóra og stefnt er að því að biðtíminn verði styttur í þrjá mánuði innan tíðar.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent