„Ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 13:01 Jürgen Klopp og Jordan Henderson eru meðal þeirra sem bent hafa á að leikjaálagið er afar mikið hjá leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin. EPA/Peter Powell Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, segir Pep Guardiola, Jürgen Klopp og fleirum að hætta að kvarta yfir miklu álagi á leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta yfir jólavertíðina. „Nú er nóg komið. Spilið leikina og sinnið ykkar vinnu. Þið fáið allt of mikið borgað,“ sagði Simon Jordan sem lét vaða á súðum í hlaðvarpsþætti Talksport eftir ummæli nokkurra af aðalsöguhetjum enska boltans í aðdraganda jóla. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafði til að mynda sagt að enginn virtist hugsa um heilsu leikmanna. Guardiola mun samkvæmt Daily Mail hafa stungið upp á því á félagafundi að leikmenn færu í verkfall til að mótmæla leikjaálaginu um jól, og Klopp hefur síðustu sex ár bent á að ekki sé hugsað um heilsu leikmanna með leikjaflóðinu um jól. Mun fleiri hafa gagnrýnt fyrirkomulagið. Simon Jordan er harður á því að stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar ættu ekki að veigra sér við því að mæta til vinnu um jólin og frekar að vera þakklátar fyrir hlutskipti sitt. „Ég veit ekki hvers konar fólk við erum að ala upp en það er í léttivigt. Ég þoli þetta ekki lengur. Sýnið smá karakter. Harkið af ykkur. Menn eru til í alla kostina sem þessu fylgja, sættið ykkur við gallana,“ sagði Jordan. Btw nothing wrong with #MCDONALDS . I was referring to the money rather than the job value https://t.co/I5fQvfvmRx— Simon Jordan (@Sjopinion10) December 23, 2021 „Fótbolti byggir á einhverri menningu þar sem fólk er alltaf að búa til afsakanir. Ég er þó sammála því, og það er þeim að kenna að hafa ekki kosið með því, er að leyfa fimm skiptingar. En ef þeir fá fimm, þá munu þeir vilja sjö. Og ef þeir fá sjö skiptingar þá vilja þeir tíu,“ sagði Jordan. „Það er sama hvað maður gefur fólki, það er aldrei nóg. Hvað með að spá í hvað maður hefur það gott? Hvað með að klípa sig til að skilja hversu ótrúlega heppinn maður er? Því ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds,“ sagði Jordan. Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
„Nú er nóg komið. Spilið leikina og sinnið ykkar vinnu. Þið fáið allt of mikið borgað,“ sagði Simon Jordan sem lét vaða á súðum í hlaðvarpsþætti Talksport eftir ummæli nokkurra af aðalsöguhetjum enska boltans í aðdraganda jóla. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafði til að mynda sagt að enginn virtist hugsa um heilsu leikmanna. Guardiola mun samkvæmt Daily Mail hafa stungið upp á því á félagafundi að leikmenn færu í verkfall til að mótmæla leikjaálaginu um jól, og Klopp hefur síðustu sex ár bent á að ekki sé hugsað um heilsu leikmanna með leikjaflóðinu um jól. Mun fleiri hafa gagnrýnt fyrirkomulagið. Simon Jordan er harður á því að stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar ættu ekki að veigra sér við því að mæta til vinnu um jólin og frekar að vera þakklátar fyrir hlutskipti sitt. „Ég veit ekki hvers konar fólk við erum að ala upp en það er í léttivigt. Ég þoli þetta ekki lengur. Sýnið smá karakter. Harkið af ykkur. Menn eru til í alla kostina sem þessu fylgja, sættið ykkur við gallana,“ sagði Jordan. Btw nothing wrong with #MCDONALDS . I was referring to the money rather than the job value https://t.co/I5fQvfvmRx— Simon Jordan (@Sjopinion10) December 23, 2021 „Fótbolti byggir á einhverri menningu þar sem fólk er alltaf að búa til afsakanir. Ég er þó sammála því, og það er þeim að kenna að hafa ekki kosið með því, er að leyfa fimm skiptingar. En ef þeir fá fimm, þá munu þeir vilja sjö. Og ef þeir fá sjö skiptingar þá vilja þeir tíu,“ sagði Jordan. „Það er sama hvað maður gefur fólki, það er aldrei nóg. Hvað með að spá í hvað maður hefur það gott? Hvað með að klípa sig til að skilja hversu ótrúlega heppinn maður er? Því ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds,“ sagði Jordan.
Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira