Yngsti þingmaðurinn: „Engar áhyggjur mamma og pabbi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2021 13:18 Gunnhildur Fríða undirritaði drengskaparheit sín í dag. Yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur sæti á Alþingi í dag, aðeins nítján ára að aldri. Hún segir langþráðan draum vera að rætast, þó foreldrum hennar hafi ekki litist á blikuna í fyrstu. Hún brennur fyrir loftslagsmálum og vill uppræta spillingu í samfélaginu. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd í maí árið 2002 og er því aðeins nítján ára gömul, sem gerir hana að yngsta varaþingmanni Íslandssögunnar, en hún tekur í dag sæti fyrir Pírata. Fyrra met átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tæplega 21 árs þegar hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður. Lenya Rún Taha Karim tekur sömuleiðis sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag en hún er 21 árs. Gunnhildur Fríða segist vera spennt enda sé langþráður draumur að rætast. „Þetta er algjör heiður að fá að sjá og taka þátt í þessu starfi,“ segir hún. „Daginn sem ég varð sextán ára skráði ég mig í VG og ætlaði að byrja að taka þátt. Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á stjórnmálum sem fræðum en meira stjórnmálaumhverfinu til þess að ná fram breytingum og samfélagsbreytingum, sem er það sem ég brenn fyrir.“ Gunnhildur Fríða hyggst beita sér í loftslagsmálum. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 11 í morgun þar sem önnur umræða um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 verður meðal annars á dagskrá. Þá mun Gunnhildur Fríða flytja jómfrúarræðu sína, en loftslagsmál og ný stjórnarskrá er á meðal þess sem hún hyggst beita sér fyrir. „Loftslagsmálin eru stærstu mál samtímans, að takast á við spillingu og bæta stjórnkerfið hér sem er ótrúlega mikilvægt.“ Gunnhildur Fríða er nemandi við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám við umhverfisverkfræði. Hún segir að þingsetan hafi komið bandarískum skólafélögum mikið á óvart en vinir hennar á Íslandi hafi búist við þessu. Hins vegar hafi hún þurft að sannfæra foreldrana um að þetta væri góð hugmynd. „Þau vildu bara að ég myndi einbeita mér að náminu, sem ég skil alveg líka, en ég mun líka einbeita mér að því. Þannig að engar áhyggjur mamma og pabbi,“ segir Gunnhildur Fríða og hlær. Alþingi Píratar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd í maí árið 2002 og er því aðeins nítján ára gömul, sem gerir hana að yngsta varaþingmanni Íslandssögunnar, en hún tekur í dag sæti fyrir Pírata. Fyrra met átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tæplega 21 árs þegar hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður. Lenya Rún Taha Karim tekur sömuleiðis sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag en hún er 21 árs. Gunnhildur Fríða segist vera spennt enda sé langþráður draumur að rætast. „Þetta er algjör heiður að fá að sjá og taka þátt í þessu starfi,“ segir hún. „Daginn sem ég varð sextán ára skráði ég mig í VG og ætlaði að byrja að taka þátt. Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á stjórnmálum sem fræðum en meira stjórnmálaumhverfinu til þess að ná fram breytingum og samfélagsbreytingum, sem er það sem ég brenn fyrir.“ Gunnhildur Fríða hyggst beita sér í loftslagsmálum. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 11 í morgun þar sem önnur umræða um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 verður meðal annars á dagskrá. Þá mun Gunnhildur Fríða flytja jómfrúarræðu sína, en loftslagsmál og ný stjórnarskrá er á meðal þess sem hún hyggst beita sér fyrir. „Loftslagsmálin eru stærstu mál samtímans, að takast á við spillingu og bæta stjórnkerfið hér sem er ótrúlega mikilvægt.“ Gunnhildur Fríða er nemandi við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám við umhverfisverkfræði. Hún segir að þingsetan hafi komið bandarískum skólafélögum mikið á óvart en vinir hennar á Íslandi hafi búist við þessu. Hins vegar hafi hún þurft að sannfæra foreldrana um að þetta væri góð hugmynd. „Þau vildu bara að ég myndi einbeita mér að náminu, sem ég skil alveg líka, en ég mun líka einbeita mér að því. Þannig að engar áhyggjur mamma og pabbi,“ segir Gunnhildur Fríða og hlær.
Alþingi Píratar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira