Yngsti þingmaðurinn: „Engar áhyggjur mamma og pabbi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2021 13:18 Gunnhildur Fríða undirritaði drengskaparheit sín í dag. Yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur sæti á Alþingi í dag, aðeins nítján ára að aldri. Hún segir langþráðan draum vera að rætast, þó foreldrum hennar hafi ekki litist á blikuna í fyrstu. Hún brennur fyrir loftslagsmálum og vill uppræta spillingu í samfélaginu. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd í maí árið 2002 og er því aðeins nítján ára gömul, sem gerir hana að yngsta varaþingmanni Íslandssögunnar, en hún tekur í dag sæti fyrir Pírata. Fyrra met átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tæplega 21 árs þegar hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður. Lenya Rún Taha Karim tekur sömuleiðis sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag en hún er 21 árs. Gunnhildur Fríða segist vera spennt enda sé langþráður draumur að rætast. „Þetta er algjör heiður að fá að sjá og taka þátt í þessu starfi,“ segir hún. „Daginn sem ég varð sextán ára skráði ég mig í VG og ætlaði að byrja að taka þátt. Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á stjórnmálum sem fræðum en meira stjórnmálaumhverfinu til þess að ná fram breytingum og samfélagsbreytingum, sem er það sem ég brenn fyrir.“ Gunnhildur Fríða hyggst beita sér í loftslagsmálum. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 11 í morgun þar sem önnur umræða um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 verður meðal annars á dagskrá. Þá mun Gunnhildur Fríða flytja jómfrúarræðu sína, en loftslagsmál og ný stjórnarskrá er á meðal þess sem hún hyggst beita sér fyrir. „Loftslagsmálin eru stærstu mál samtímans, að takast á við spillingu og bæta stjórnkerfið hér sem er ótrúlega mikilvægt.“ Gunnhildur Fríða er nemandi við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám við umhverfisverkfræði. Hún segir að þingsetan hafi komið bandarískum skólafélögum mikið á óvart en vinir hennar á Íslandi hafi búist við þessu. Hins vegar hafi hún þurft að sannfæra foreldrana um að þetta væri góð hugmynd. „Þau vildu bara að ég myndi einbeita mér að náminu, sem ég skil alveg líka, en ég mun líka einbeita mér að því. Þannig að engar áhyggjur mamma og pabbi,“ segir Gunnhildur Fríða og hlær. Alþingi Píratar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd í maí árið 2002 og er því aðeins nítján ára gömul, sem gerir hana að yngsta varaþingmanni Íslandssögunnar, en hún tekur í dag sæti fyrir Pírata. Fyrra met átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tæplega 21 árs þegar hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður. Lenya Rún Taha Karim tekur sömuleiðis sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag en hún er 21 árs. Gunnhildur Fríða segist vera spennt enda sé langþráður draumur að rætast. „Þetta er algjör heiður að fá að sjá og taka þátt í þessu starfi,“ segir hún. „Daginn sem ég varð sextán ára skráði ég mig í VG og ætlaði að byrja að taka þátt. Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á stjórnmálum sem fræðum en meira stjórnmálaumhverfinu til þess að ná fram breytingum og samfélagsbreytingum, sem er það sem ég brenn fyrir.“ Gunnhildur Fríða hyggst beita sér í loftslagsmálum. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 11 í morgun þar sem önnur umræða um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 verður meðal annars á dagskrá. Þá mun Gunnhildur Fríða flytja jómfrúarræðu sína, en loftslagsmál og ný stjórnarskrá er á meðal þess sem hún hyggst beita sér fyrir. „Loftslagsmálin eru stærstu mál samtímans, að takast á við spillingu og bæta stjórnkerfið hér sem er ótrúlega mikilvægt.“ Gunnhildur Fríða er nemandi við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám við umhverfisverkfræði. Hún segir að þingsetan hafi komið bandarískum skólafélögum mikið á óvart en vinir hennar á Íslandi hafi búist við þessu. Hins vegar hafi hún þurft að sannfæra foreldrana um að þetta væri góð hugmynd. „Þau vildu bara að ég myndi einbeita mér að náminu, sem ég skil alveg líka, en ég mun líka einbeita mér að því. Þannig að engar áhyggjur mamma og pabbi,“ segir Gunnhildur Fríða og hlær.
Alþingi Píratar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira