Spice fer að narta í hælana á kannabisi hjá Foreldrahúsi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 22:20 Sigríður Björk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Hún segir foreldra áhyggjufulla yfir aukinni neyslu efnisins. Vísir/Sigurjón Aukning hefur orðið á neyslu unglinga á eiturlyfinu Spice á síðustu tveimur árum. Grunnskólar hafa margir orðið varir við neyslu meðal nemenda sinna en erfitt er að ná utan um umfang vandamálsins því krakkarnir eiga auðvelt með að fela hana. Spice er tiltölulega nýtt eiturlyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist verulega síðustu árin. Það er einna vinsælast meðal fanga og innan hópa ungmenna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum. Margir grunnskólar landsins hafa orðið varir við neyslu nemenda sinna á efninu, sem er svipað í útliti og kannabisefni en er í raun verksmiðjuframleitt og afar sterkt mun hættulegra. Margir foreldrar vita ekki af stöðunni Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktarlaust og aðeins nýlega komu á markað heimapróf sem greina efnið í sýnum. Foreldrar eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Það eru mjög margir foreldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í umræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir foreldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við fráhvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Það er litla aðstoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráðamóttökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“ Bæði lögregla á höfuðborgarsvæðinu og Foreldrahús, sem aðstoða foreldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum. Foreldrafundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garðaskóla fyrr í ár eftir að skólayfirvöld höfðu orðið var við neyslu nokkurra nemenda. „Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri forvarnafræðslu. Svona efni kemur svolítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða foreldra um þetta,“ segir Sigríður Björk. Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu Að sögn Foreldrahúss er Spice nú orðið annað stærsta vandamál krakka sem leita til þeirra á eftir kannabisefni. „Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig félagsleg einangrun í samkomubanni hafi ýtt undir neyslu þeirra. Foreldrar segja faraldurinn hafa farið illa í mörg börn. „Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu aðstæðurnar. Við höfum miklar áhyggjur af því. Sérstaklega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum aðstæðum. Mjög slæmt,“ segir Sigríður Björk. Fíkn Fíkniefnabrot Grunnskólar Reykjavík Garðabær Börn og uppeldi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Spice er tiltölulega nýtt eiturlyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist verulega síðustu árin. Það er einna vinsælast meðal fanga og innan hópa ungmenna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum. Margir grunnskólar landsins hafa orðið varir við neyslu nemenda sinna á efninu, sem er svipað í útliti og kannabisefni en er í raun verksmiðjuframleitt og afar sterkt mun hættulegra. Margir foreldrar vita ekki af stöðunni Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktarlaust og aðeins nýlega komu á markað heimapróf sem greina efnið í sýnum. Foreldrar eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Það eru mjög margir foreldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í umræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir foreldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við fráhvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Það er litla aðstoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráðamóttökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“ Bæði lögregla á höfuðborgarsvæðinu og Foreldrahús, sem aðstoða foreldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum. Foreldrafundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garðaskóla fyrr í ár eftir að skólayfirvöld höfðu orðið var við neyslu nokkurra nemenda. „Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri forvarnafræðslu. Svona efni kemur svolítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða foreldra um þetta,“ segir Sigríður Björk. Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu Að sögn Foreldrahúss er Spice nú orðið annað stærsta vandamál krakka sem leita til þeirra á eftir kannabisefni. „Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig félagsleg einangrun í samkomubanni hafi ýtt undir neyslu þeirra. Foreldrar segja faraldurinn hafa farið illa í mörg börn. „Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu aðstæðurnar. Við höfum miklar áhyggjur af því. Sérstaklega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum aðstæðum. Mjög slæmt,“ segir Sigríður Björk.
Fíkn Fíkniefnabrot Grunnskólar Reykjavík Garðabær Börn og uppeldi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira