Mbappé og Lewandowski ekki hrifnir af því að halda HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 18:00 Robert Lewandowski er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að halda HM á tveggja ára fresti. Aurelien Meunier/Getty Images Kylian Mbappé, framherji Paris Saint-Germain, og Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafa lýst yfir áhyggjum sínum á þeirri hugmynd að HM í fótbolta verði haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Eins og áður hefur verið rætt og ritað um hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stungið upp á þeirri hugmynd að halfa HM í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Sambandið sagði fulltrúum á leiðtogafundi FIFA frá því að ef HM yrði haldið á tveggja ára fresti myndi það skila allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur yfir fjögurra ára tímabil, heldur en ef mótið myndi halda sama sniði og nú. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og það suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, hefur hins vegar sagst styðja hugmyndina. Nú hafa markahrókarnir Kylian Mbappé og Robert Lewandowski sagt sína skoðun á málinu. „Þetta er besta keppni í heimi,“ sagði Mbappé sem varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. „Ef þú heldur mótið á tveggja ára fresti þá fer það að verða venjulegur hlutur. Ég vill meina að þetta sé ekkert venjulegt. Þetta á að vera eitthvað alveg magnað.“ Auk þess að hafa áhyggjur af því að mótið myndi missa sjarmann sinn hefur Frakkinn ungi einnig áhyggjur af leikjaálaginu sem fylgir. „Við spilum meira en 60 leiki á ári. Við höfum EM, HM og Þjóðadeildina - hrikalega margar keppnir. Við erum auðvitað glaðir með það að spila, en þegar þetta er of mikið, þá er það allt of mikið. Við þurfum að ná endurheimt og halda ró okkar.“ „Ef fólk vill sjá gæði í leiknum, ástríðuna og það sem gerir fótbolta svona fallegan, þá held ég að við þurfum að bera virðingu fyrir heilsu leikmanna.“ Kylian Mbappé varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Robert Lewandowski, framherji Bayern München, tók í sama streng varðandi álag á leikmenn, en leikmennirnir ræddu þessi málefni á Globe knattspyrnuverðlaunahátíðinni. „Við spilum svo marga leiki á ári, og þetta eru svo margar erfiðar vikur, ekki bara leikirnir sjálfir heldur undirbúningstímabilið og undirbúningur fyrir stórmótin.“ „Ef að þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt, eitthvað öðruvísi, þá þurfum við að fá pásur. Ef við höldum HM á tveggja ára fresti þá vænti ég þess að gæðin muni minnka. Það er líkamlega og andlega ómögulegt að halda sömu gæðum,“ sagði Pólverjinn að lokum. FIFA Fótbolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Eins og áður hefur verið rætt og ritað um hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stungið upp á þeirri hugmynd að halfa HM í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Sambandið sagði fulltrúum á leiðtogafundi FIFA frá því að ef HM yrði haldið á tveggja ára fresti myndi það skila allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur yfir fjögurra ára tímabil, heldur en ef mótið myndi halda sama sniði og nú. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og það suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, hefur hins vegar sagst styðja hugmyndina. Nú hafa markahrókarnir Kylian Mbappé og Robert Lewandowski sagt sína skoðun á málinu. „Þetta er besta keppni í heimi,“ sagði Mbappé sem varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. „Ef þú heldur mótið á tveggja ára fresti þá fer það að verða venjulegur hlutur. Ég vill meina að þetta sé ekkert venjulegt. Þetta á að vera eitthvað alveg magnað.“ Auk þess að hafa áhyggjur af því að mótið myndi missa sjarmann sinn hefur Frakkinn ungi einnig áhyggjur af leikjaálaginu sem fylgir. „Við spilum meira en 60 leiki á ári. Við höfum EM, HM og Þjóðadeildina - hrikalega margar keppnir. Við erum auðvitað glaðir með það að spila, en þegar þetta er of mikið, þá er það allt of mikið. Við þurfum að ná endurheimt og halda ró okkar.“ „Ef fólk vill sjá gæði í leiknum, ástríðuna og það sem gerir fótbolta svona fallegan, þá held ég að við þurfum að bera virðingu fyrir heilsu leikmanna.“ Kylian Mbappé varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Robert Lewandowski, framherji Bayern München, tók í sama streng varðandi álag á leikmenn, en leikmennirnir ræddu þessi málefni á Globe knattspyrnuverðlaunahátíðinni. „Við spilum svo marga leiki á ári, og þetta eru svo margar erfiðar vikur, ekki bara leikirnir sjálfir heldur undirbúningstímabilið og undirbúningur fyrir stórmótin.“ „Ef að þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt, eitthvað öðruvísi, þá þurfum við að fá pásur. Ef við höldum HM á tveggja ára fresti þá vænti ég þess að gæðin muni minnka. Það er líkamlega og andlega ómögulegt að halda sömu gæðum,“ sagði Pólverjinn að lokum.
FIFA Fótbolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira