Nýgengi mest hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2021 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. Vísir/Egill Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. Hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda þeirra sem hafa greinst með Covid-19 síðustu vikuna, lang flestir með omíkron afbrigði veirunnar. Í gær greindust 893 og hafa aldrei verið fleiri. Nýgengi innanlandssmita er 1359 og hefur líka aldrei verið hærra. Það er hærra en í Danmörku þar sem nýgengið hefur verið einna hæst í Evrópu en nýgengið þar er nú 1301 á hverja 100 þúsund íbúa. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að tölur smitaðra haldi eitthvað áfram að hækka næstu daga. „Við erum að sjá að það er aukning í öllum hópum, hjá óbólusettum, bólusettum og þeim sem hafa fengið örvunarskammt. Þetta er á mestri uppleið hjá þeim sem hafa fengið tvær sprautur en nýgengið er langlægst hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn þannig að ég vil áfram hvetja alla til að fara í örvunarskammt sem virðist ætla að minnka verulega líkur á alvarlegum veikindum af völdum omikron,“ segir Þórólfur. 3% landsmanna í sóttkví eða einangrun Tæplega sextíu prósent þeirra sem greindust innanlands í gær voru utan sóttkvíar. Alls eru um fimm þúsund manns nú í einangrun og ríflega sjöþúsund í sóttkví. Um 500 í skimunarsóttkví. Það samsvarar því að um 3% landsmanna séu ýmist í sóttkví eða einangrun. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna hafi fólk lítil sem engin einkenni og hægt sé að stytta sóttkvíartíma. Þá er mælt með að þríbólusett fólk sleppi við sóttkví en sé með grímu. Þórólfur segir að litið verði til þessa í framhaldinu. „Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er áreiðanleg stofnun og við tökum mark á þeirra niðurstöðum og við munum skoða þetta með opnum huga eins og alltaf þegar við fáum nýjar upplýsingar.“ segir hann. Hann segir ekkert nýtt minnisblað á leiðinni en það fari algjörlega eftir stöðunni á Landspítala sem hefur nú verið færður á neyðarstig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda þeirra sem hafa greinst með Covid-19 síðustu vikuna, lang flestir með omíkron afbrigði veirunnar. Í gær greindust 893 og hafa aldrei verið fleiri. Nýgengi innanlandssmita er 1359 og hefur líka aldrei verið hærra. Það er hærra en í Danmörku þar sem nýgengið hefur verið einna hæst í Evrópu en nýgengið þar er nú 1301 á hverja 100 þúsund íbúa. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að tölur smitaðra haldi eitthvað áfram að hækka næstu daga. „Við erum að sjá að það er aukning í öllum hópum, hjá óbólusettum, bólusettum og þeim sem hafa fengið örvunarskammt. Þetta er á mestri uppleið hjá þeim sem hafa fengið tvær sprautur en nýgengið er langlægst hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn þannig að ég vil áfram hvetja alla til að fara í örvunarskammt sem virðist ætla að minnka verulega líkur á alvarlegum veikindum af völdum omikron,“ segir Þórólfur. 3% landsmanna í sóttkví eða einangrun Tæplega sextíu prósent þeirra sem greindust innanlands í gær voru utan sóttkvíar. Alls eru um fimm þúsund manns nú í einangrun og ríflega sjöþúsund í sóttkví. Um 500 í skimunarsóttkví. Það samsvarar því að um 3% landsmanna séu ýmist í sóttkví eða einangrun. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna hafi fólk lítil sem engin einkenni og hægt sé að stytta sóttkvíartíma. Þá er mælt með að þríbólusett fólk sleppi við sóttkví en sé með grímu. Þórólfur segir að litið verði til þessa í framhaldinu. „Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er áreiðanleg stofnun og við tökum mark á þeirra niðurstöðum og við munum skoða þetta með opnum huga eins og alltaf þegar við fáum nýjar upplýsingar.“ segir hann. Hann segir ekkert nýtt minnisblað á leiðinni en það fari algjörlega eftir stöðunni á Landspítala sem hefur nú verið færður á neyðarstig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28