Flestir með ómíkron en fæstir á spítala Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. desember 2021 23:22 Runólfur Pálsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans. Stöð 2 Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir að flestir sem liggi inni á spítala séu veikir af völdum delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Rúm áttatíu prósent smitaðra síðustu daga hafa greinst með ómíkron-afbrigði veirunnar en þrír sem greinst hafa með afbrigðið hafa þurft á spítalainnlögn að halda. 21 er inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir að gera megi ráð fyrir því að alvarleiki veikinda vegna ómíkrons-afbrigðis verði minni ef völdum annarra afbrigða ef litið er til reynslu annarra landa. „Það eru ekki nema um þrír held ég þegar ég vissi síðast, sem reynst hafa [verið með] ómíkron-afbrigðið af þeim sem liggja inni. Það eru á gjörgæsludeildunum held ég fimm einstaklingar sem stendur, þar af þrír í öndunarvél. En ég hygg að þeir hafi allir smitast af delta-afbrigðinu,“ segir Runólfur. Hann segir að þrátt fyrir að nýja afbrigðið virðist minna smitandi sé staðan á spítalanum mjög slæm. Þreyja þurfi þorran næstu fimm til sex vikurnar og mönnunarvandi verði líklega stærsta vandamál spítalans á næstu vikum. Um hundrað starfsmenn spítalans eru í einangrun og jafnmargir í sóttkví. „Við eigum fullt í fangi við með að veita þjónustu við ýmsum bráðum og misalvarlegum veikindum og það eru skurðaðgerðir sem eru mjög brýnar sem geta ekki beðið vegna lífshótandi sjúkdóma, krabbameina, hjartasjúkdóma og svo framvegis. Öllu þessu verðum við að sinna. Við verðum að forgangsraða þessu og nýta okkar starfskrafta eins og við mögulega getum,“ segir Runólfur. Runólfur fagnar því að fólk virðist síður veikjast af afbrigðinu en hefur þó áhyggjur af smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Fólk fari jafnvel hingað og þangað með lítil eða engin einkenni og geti smitað viðkvæma hópa. Staðan sé þó betri en áður enda margir bólusettir. „Við erum enn þá með þessa viðkvæmu hópa sem við þurfum að vernda og jafnvel þó að þeir einstaklingar séu bólusettir þá geta þeir veikst alvarlega og svo eru náttúrulega einhverjar þúsundir, kannski tuttugu, þrjátíu þúsund einstaklingar sem eru óbólusettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir að gera megi ráð fyrir því að alvarleiki veikinda vegna ómíkrons-afbrigðis verði minni ef völdum annarra afbrigða ef litið er til reynslu annarra landa. „Það eru ekki nema um þrír held ég þegar ég vissi síðast, sem reynst hafa [verið með] ómíkron-afbrigðið af þeim sem liggja inni. Það eru á gjörgæsludeildunum held ég fimm einstaklingar sem stendur, þar af þrír í öndunarvél. En ég hygg að þeir hafi allir smitast af delta-afbrigðinu,“ segir Runólfur. Hann segir að þrátt fyrir að nýja afbrigðið virðist minna smitandi sé staðan á spítalanum mjög slæm. Þreyja þurfi þorran næstu fimm til sex vikurnar og mönnunarvandi verði líklega stærsta vandamál spítalans á næstu vikum. Um hundrað starfsmenn spítalans eru í einangrun og jafnmargir í sóttkví. „Við eigum fullt í fangi við með að veita þjónustu við ýmsum bráðum og misalvarlegum veikindum og það eru skurðaðgerðir sem eru mjög brýnar sem geta ekki beðið vegna lífshótandi sjúkdóma, krabbameina, hjartasjúkdóma og svo framvegis. Öllu þessu verðum við að sinna. Við verðum að forgangsraða þessu og nýta okkar starfskrafta eins og við mögulega getum,“ segir Runólfur. Runólfur fagnar því að fólk virðist síður veikjast af afbrigðinu en hefur þó áhyggjur af smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Fólk fari jafnvel hingað og þangað með lítil eða engin einkenni og geti smitað viðkvæma hópa. Staðan sé þó betri en áður enda margir bólusettir. „Við erum enn þá með þessa viðkvæmu hópa sem við þurfum að vernda og jafnvel þó að þeir einstaklingar séu bólusettir þá geta þeir veikst alvarlega og svo eru náttúrulega einhverjar þúsundir, kannski tuttugu, þrjátíu þúsund einstaklingar sem eru óbólusettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39
Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18