Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2021 08:19 Sérfræðingar draga í efa að styttri einangrunatími muni gera það að verkum að fleiri fara að reglum um einangrun. Þá benda þeir á að fjöldi virði grímuskylduna að vettugi. epa/Justin Lane Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur ákveðið að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. New York Times hefur rætt við fjölda sérfræðinga, sem óttast að nýju fyrirmælin séu byggð á ótraustum forsendum og að þau muni verða til þess að fjöldi einstaklinga fari út í samfélagið á meðan þeir eru ennþá smitandi. „Fyrir mér þá virðist þetta hreinskilningslega sagt meira snúast um efnahagslegar forsendur en vísindi,“ segir Yonatan Grand, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum við Harvard. Hann og fleiri sögðu að svo virtist sem markmiðið væri öðrum þræði að tryggja mönnun framlínustarfa. Vísindamenn gagnrýna meðal annars þá ákvörðun CDC að krefjast ekki hraðprófs áður en fólk lætur af einangrun. Segja þeir hraðprófin einn besta mælikvarðann á það hvort fólk sé enn smitandi en ástæða þess að ekki sé gerð krafa um neikvætt hraðpróf sé líklega takmarkað aðgengi að prófunum víða í Bandaríkjunum. Varhugavert að nota gögn um delta fyrir ómíkron CDC hefur beðið fólk um að bera grímu í fimm daga eftir að það lætur af einangrun en þetta segja vísindamenn óraunhæfa lausn til að sporna við útbreiðslu. Ómíkron afbrigðið, sem er nú að verða allsráðandi, sé mun meira smitandi en delta og áhrifaríkustu grímurnar, N95, séu jafn ófáanlegar og hraðprófin. Sérfræðingarnir gagnrýna raunar að verið sé að taka ákvörðun um styttri einangrunartíma sem byggir á gögnum sem safnað var á meðan delta fór um samfélagið. „Ég myndi gjalda varhug við því að færa gögn um delta yfir á ómíkron,“ segir Stephen Goldstein, veirufræðingur við University of Utah. „Ég held að þetta muni gera illt verra og jafnvel hraða þróun faraldursins,“ segir hann. Einkenni ómíkron birtist fyrr NY Times hefur eftir ónæmisfræðingum að ábendingar séu uppi um að einstaklingar með ómíkron séu að sýna einkenni fyrr en þeir sem hefðu greinst með delta. Þetta hefði verulega þýðingu, þar sem fólk yrði fyrr vart við að það væri veikt og færi fyrr í skimun. Þannig hæfist einangrun fyrr í veikindunum en áður og endaði þá sömuleiðis fyrr. Læknar sem miðillinn ræddi við sögðu skilaboð yfirvalda ruglingsleg; þannig væri óljóst hvað átt væri við að fólk gæti látið af einangrun þegar einkennum væri að létta. Í mörgum tilvikum væru einkennin mjög mismikil bara á einum degi; þér gæti liðið illa eina stundina og betur aðra en versnað svo aftur. „Leiðbeiningarnar eru miklu ruglingslegri heldur en þær geta og ættu að vera,“ segir Megan Ranney, sérfræðingur í bráðalækningum við Brown University. „Þetta ætti fyrst og fremst að eiga við fólk sem er einkennalaust. Ef þú ert með einkenni þá áttu ekki að vera á meðal fólks.“ Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur ákveðið að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. New York Times hefur rætt við fjölda sérfræðinga, sem óttast að nýju fyrirmælin séu byggð á ótraustum forsendum og að þau muni verða til þess að fjöldi einstaklinga fari út í samfélagið á meðan þeir eru ennþá smitandi. „Fyrir mér þá virðist þetta hreinskilningslega sagt meira snúast um efnahagslegar forsendur en vísindi,“ segir Yonatan Grand, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum við Harvard. Hann og fleiri sögðu að svo virtist sem markmiðið væri öðrum þræði að tryggja mönnun framlínustarfa. Vísindamenn gagnrýna meðal annars þá ákvörðun CDC að krefjast ekki hraðprófs áður en fólk lætur af einangrun. Segja þeir hraðprófin einn besta mælikvarðann á það hvort fólk sé enn smitandi en ástæða þess að ekki sé gerð krafa um neikvætt hraðpróf sé líklega takmarkað aðgengi að prófunum víða í Bandaríkjunum. Varhugavert að nota gögn um delta fyrir ómíkron CDC hefur beðið fólk um að bera grímu í fimm daga eftir að það lætur af einangrun en þetta segja vísindamenn óraunhæfa lausn til að sporna við útbreiðslu. Ómíkron afbrigðið, sem er nú að verða allsráðandi, sé mun meira smitandi en delta og áhrifaríkustu grímurnar, N95, séu jafn ófáanlegar og hraðprófin. Sérfræðingarnir gagnrýna raunar að verið sé að taka ákvörðun um styttri einangrunartíma sem byggir á gögnum sem safnað var á meðan delta fór um samfélagið. „Ég myndi gjalda varhug við því að færa gögn um delta yfir á ómíkron,“ segir Stephen Goldstein, veirufræðingur við University of Utah. „Ég held að þetta muni gera illt verra og jafnvel hraða þróun faraldursins,“ segir hann. Einkenni ómíkron birtist fyrr NY Times hefur eftir ónæmisfræðingum að ábendingar séu uppi um að einstaklingar með ómíkron séu að sýna einkenni fyrr en þeir sem hefðu greinst með delta. Þetta hefði verulega þýðingu, þar sem fólk yrði fyrr vart við að það væri veikt og færi fyrr í skimun. Þannig hæfist einangrun fyrr í veikindunum en áður og endaði þá sömuleiðis fyrr. Læknar sem miðillinn ræddi við sögðu skilaboð yfirvalda ruglingsleg; þannig væri óljóst hvað átt væri við að fólk gæti látið af einangrun þegar einkennum væri að létta. Í mörgum tilvikum væru einkennin mjög mismikil bara á einum degi; þér gæti liðið illa eina stundina og betur aðra en versnað svo aftur. „Leiðbeiningarnar eru miklu ruglingslegri heldur en þær geta og ættu að vera,“ segir Megan Ranney, sérfræðingur í bráðalækningum við Brown University. „Þetta ætti fyrst og fremst að eiga við fólk sem er einkennalaust. Ef þú ert með einkenni þá áttu ekki að vera á meðal fólks.“ Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira