Van Gerwen afar ósáttur við mótshaldara: „Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2021 09:00 Michael van Gerwen er afar vonsvikinn eftir að hafa þurft að hætta keppni á HM í pílukasti. getty/Andrew Redington Michael van Gerwen sendi skipuleggjendum heimsmeistaramótsins í pílukasti tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Van Gerwen átti að mæta Chris Dobey í síðasta leik gærdagsins en ekkert varð af honum eftir að Hollendingurinn greindist með veiruna. Hann fær því ekki tækifæri til að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. Landi Van Gerwens, Vincent Van Der Voort, þurfti einnig að draga sig úr keppni eftir að hafa smitast af veirunni. Þá greindist þriðji Hollendingurinn, Raymond Van Barneweld, með veiruna eftir að hann féll úr keppni eftir tap fyrir Rob Cross. Van Gerwen lýsti vonbrigðum sínum yfir stöðu mála í samtali við hollenska miðilinn AD Sportwereld. „Auðvitað er heilsan það mikilvægasta en þú ert hérna til að vinna mótið. Ég átti ekki von á þessu. Við Vincent höfum varla farið neitt. Við fórum ekki einu sinni í morgunmat á hótelinu því okkur fannst of margir þar,“ sagði Van Gerwen. „Ég sá þetta öðruvísi fyrir mér. Þetta er versta martröðin. Ég prófa mig á hverjum degi. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta en við sitjum í súpunni.“ Van Gerwen finnst sem mótshaldarar geti gert meira til að hefta útbreiðslu veirunnar og lýsir Alexandra höllinni, þar sem HM fer fram, sem hálfgerðri gróðrastíu fyrir veiruna. „Þeir eiga að prófa alla við innganginn á hverjum einasta degi en gera það ekki. Samkvæmt fyrirmælum bresku ríkisstjórnarinnar er það ekki nauðsynlegt en til að verja samtökin okkar og mótið hefði það verið hjálplegt,“ sagði Van Gerwen. „PDC samtökin munu alltaf segja að þau hafi fylgt öllum reglum en þau hefðu getað gert þetta betur. Það hefur ekki verið nógu styrk stjórn. Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna og ég varð fyrir barðinu á því. Ég gerði ekkert sem gerir þetta enn meira svekkjandi.“ Dobey, sem átti að mæta Van Gerwen í gær, mætir annað hvort Dave Chisnall eða Luke Humphries í sextán manna úrslitum. Pílukast Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Van Gerwen átti að mæta Chris Dobey í síðasta leik gærdagsins en ekkert varð af honum eftir að Hollendingurinn greindist með veiruna. Hann fær því ekki tækifæri til að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. Landi Van Gerwens, Vincent Van Der Voort, þurfti einnig að draga sig úr keppni eftir að hafa smitast af veirunni. Þá greindist þriðji Hollendingurinn, Raymond Van Barneweld, með veiruna eftir að hann féll úr keppni eftir tap fyrir Rob Cross. Van Gerwen lýsti vonbrigðum sínum yfir stöðu mála í samtali við hollenska miðilinn AD Sportwereld. „Auðvitað er heilsan það mikilvægasta en þú ert hérna til að vinna mótið. Ég átti ekki von á þessu. Við Vincent höfum varla farið neitt. Við fórum ekki einu sinni í morgunmat á hótelinu því okkur fannst of margir þar,“ sagði Van Gerwen. „Ég sá þetta öðruvísi fyrir mér. Þetta er versta martröðin. Ég prófa mig á hverjum degi. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta en við sitjum í súpunni.“ Van Gerwen finnst sem mótshaldarar geti gert meira til að hefta útbreiðslu veirunnar og lýsir Alexandra höllinni, þar sem HM fer fram, sem hálfgerðri gróðrastíu fyrir veiruna. „Þeir eiga að prófa alla við innganginn á hverjum einasta degi en gera það ekki. Samkvæmt fyrirmælum bresku ríkisstjórnarinnar er það ekki nauðsynlegt en til að verja samtökin okkar og mótið hefði það verið hjálplegt,“ sagði Van Gerwen. „PDC samtökin munu alltaf segja að þau hafi fylgt öllum reglum en þau hefðu getað gert þetta betur. Það hefur ekki verið nógu styrk stjórn. Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna og ég varð fyrir barðinu á því. Ég gerði ekkert sem gerir þetta enn meira svekkjandi.“ Dobey, sem átti að mæta Van Gerwen í gær, mætir annað hvort Dave Chisnall eða Luke Humphries í sextán manna úrslitum.
Pílukast Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira