Ísland mætir Spáni í mars Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 11:07 Einn leikmanna íslenska landsliðsins spilar á Spáni en það er hinn ungi Andri Lucas Guðjohnsen sem leikur með varaliði Real Madrid. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir einu besta landsliði heims þegar liðið sækir Spánverja heim í lok mars. KSÍ greindi frá því í dag að samið hefði verið við Spánverja um að leika vináttulandsleik á Spáni þann 29. mars. Ekki hefur verið ákveðið á nákvæmlega hvaða leikvangi verður spilað. Spánverjar eru í 7. sæti heimslista FIFA, hafa einu sinni orðið heimsmeistarar og þrisvar sinnum Evrópumeistarar. Þeir komust í undanúrslit á EM síðasta sumar en töpuðu fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Gerðu jafntefli síðast þegar þau mættust Spánn og Ísland hafa níu sinnum áður mæst og hefur Ísland unnið einn af þeim leikjum, 2-0 á Laugardalsvelli í undankeppni EM 1992. Liðin gerðu 1-1 jafntefli síðast þegar þau mættust, í undankeppni EM 2008, þar sem Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslands. Spánn komst hins vegar á mótið og varð Evrópumeistari. KSÍ vinnur að því að fá annan vináttulandsleik í mars, til að nýta sem best landsleikjagluggann á dagatali FIFA. Í janúar mætir Ísland liðum Úganda og Suður-Kóreu í fyrsta sinn, en þá mun Arnar Þór Viðarsson ekki geta valið leikmenn nema að félög þeirra leyfi það, og því verður landsliðshópurinn þá að mestu skipaður leikmönnum af Norðurlöndum sem þá eru ekki á miðju keppnistímabili með sínu liði. Á árinu 2022 er ekki leikið í undankeppni stórmóts heldur er þá heil leiktíð í Þjóðadeildinni og svo lokakeppni HM í Katar sem fram fer í lok ársins. Ísland spilar í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Ísrael í fyrsta leik 2. júní, því næst Albaníu 6. júní og svo Rússlandi 10. júní. Liðið mætir svo Ísrael aftur 13. júní, Rússlandi 24. september og Albaníu 27. september. KSÍ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
KSÍ greindi frá því í dag að samið hefði verið við Spánverja um að leika vináttulandsleik á Spáni þann 29. mars. Ekki hefur verið ákveðið á nákvæmlega hvaða leikvangi verður spilað. Spánverjar eru í 7. sæti heimslista FIFA, hafa einu sinni orðið heimsmeistarar og þrisvar sinnum Evrópumeistarar. Þeir komust í undanúrslit á EM síðasta sumar en töpuðu fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Gerðu jafntefli síðast þegar þau mættust Spánn og Ísland hafa níu sinnum áður mæst og hefur Ísland unnið einn af þeim leikjum, 2-0 á Laugardalsvelli í undankeppni EM 1992. Liðin gerðu 1-1 jafntefli síðast þegar þau mættust, í undankeppni EM 2008, þar sem Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslands. Spánn komst hins vegar á mótið og varð Evrópumeistari. KSÍ vinnur að því að fá annan vináttulandsleik í mars, til að nýta sem best landsleikjagluggann á dagatali FIFA. Í janúar mætir Ísland liðum Úganda og Suður-Kóreu í fyrsta sinn, en þá mun Arnar Þór Viðarsson ekki geta valið leikmenn nema að félög þeirra leyfi það, og því verður landsliðshópurinn þá að mestu skipaður leikmönnum af Norðurlöndum sem þá eru ekki á miðju keppnistímabili með sínu liði. Á árinu 2022 er ekki leikið í undankeppni stórmóts heldur er þá heil leiktíð í Þjóðadeildinni og svo lokakeppni HM í Katar sem fram fer í lok ársins. Ísland spilar í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Ísrael í fyrsta leik 2. júní, því næst Albaníu 6. júní og svo Rússlandi 10. júní. Liðið mætir svo Ísrael aftur 13. júní, Rússlandi 24. september og Albaníu 27. september.
KSÍ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira