Að vera eða ekki vera... fullbólusettur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2021 07:37 Raunin gæti orðið sú að skilgreiningin á fullbólusettur mun breytast í takt við nýjar upplýsingar en það getur haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér. AP/Robert F. Bukaty Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki víðsvegar í Bandaríkjunum glímt við spurninguna í nokkurn tíma, að minnsta kosti frá því að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram á sjónarsviðið og mikilvægi þriðja skammtsins lá fyrir. Í New York hyggjast yfirvöld ekki flokka íbúa fullbólusetta fyrr en þeir hafa fengið þriðja skammtinn og sömu sögu má segja um University of Oregon og fjárfestingabankann Goldman Sachs. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að hvetja Bandaríkjamenn til að þiggja svokallaðan örvunarskammt en hafa veigrað sér við því að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ þar sem hugtakið er orðið rótgróið og notað í ýmsu mikilvægu samhengi. Rochelle P. Walensky, framkvæmdastjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, segir málið í skoðun en spurningin sé ekki hvað fólk eigi að gera; það eigi klárlega að þiggja þriðja skammtinn. Einn skammtur, tveir, þrír... fjórir?AP/Charles Krupa Hvað gerist ef fjórða skammtsins verður þörf? „Ég held að núna sé tíminn,“ segir Georges C. Benjamin, framkvæmdastjóri American Public Health Association. Raunin sé sú að menn séu ekki fullbólusettir nema eftir þriðja skammtinn. Breytingin gæti hins vegar haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk sem áður taldi sig fullbólusett gæti til að mynda allt í einu uppgötvað að það getur ekki lengur komist inn á ákveðna staði þar sem krafa er gerð um að menn séu fullbólusettir, það er að menn hafi þegið örvunarskammt til viðbótar við fyrri skammtana tvo. Þá gæti breytingin grafið undan trausti til yfirvalda, ef fólki finnst sífellt verið að breyta viðmiðum. Larry Levitt, framkvæmdastjóri heilbrigðissamtakanna KFF, segir að þrátt fyrir að ákvörðunin myndi byggja á vísindalegum grunni gæti hún haft verulegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Einnig er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvað gerist svo ef í ljós kemur að fleiri örvunarskammta er þörf en yfirvöld í Ísrael og á Kúbu leggja nú þegar drög að fjórðu umferð bólusetninga. Samkvæmt núgildandi skilgreiningu bandarísku sóttvarnastofnunarinnar eru 62 prósent Bandaríkjamanna fullbólusettir en aðeins þriðjungur þeirra hefur þegið örvunarskammtinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki víðsvegar í Bandaríkjunum glímt við spurninguna í nokkurn tíma, að minnsta kosti frá því að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram á sjónarsviðið og mikilvægi þriðja skammtsins lá fyrir. Í New York hyggjast yfirvöld ekki flokka íbúa fullbólusetta fyrr en þeir hafa fengið þriðja skammtinn og sömu sögu má segja um University of Oregon og fjárfestingabankann Goldman Sachs. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að hvetja Bandaríkjamenn til að þiggja svokallaðan örvunarskammt en hafa veigrað sér við því að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ þar sem hugtakið er orðið rótgróið og notað í ýmsu mikilvægu samhengi. Rochelle P. Walensky, framkvæmdastjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, segir málið í skoðun en spurningin sé ekki hvað fólk eigi að gera; það eigi klárlega að þiggja þriðja skammtinn. Einn skammtur, tveir, þrír... fjórir?AP/Charles Krupa Hvað gerist ef fjórða skammtsins verður þörf? „Ég held að núna sé tíminn,“ segir Georges C. Benjamin, framkvæmdastjóri American Public Health Association. Raunin sé sú að menn séu ekki fullbólusettir nema eftir þriðja skammtinn. Breytingin gæti hins vegar haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk sem áður taldi sig fullbólusett gæti til að mynda allt í einu uppgötvað að það getur ekki lengur komist inn á ákveðna staði þar sem krafa er gerð um að menn séu fullbólusettir, það er að menn hafi þegið örvunarskammt til viðbótar við fyrri skammtana tvo. Þá gæti breytingin grafið undan trausti til yfirvalda, ef fólki finnst sífellt verið að breyta viðmiðum. Larry Levitt, framkvæmdastjóri heilbrigðissamtakanna KFF, segir að þrátt fyrir að ákvörðunin myndi byggja á vísindalegum grunni gæti hún haft verulegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Einnig er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvað gerist svo ef í ljós kemur að fleiri örvunarskammta er þörf en yfirvöld í Ísrael og á Kúbu leggja nú þegar drög að fjórðu umferð bólusetninga. Samkvæmt núgildandi skilgreiningu bandarísku sóttvarnastofnunarinnar eru 62 prósent Bandaríkjamanna fullbólusettir en aðeins þriðjungur þeirra hefur þegið örvunarskammtinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira