Að vera eða ekki vera... fullbólusettur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2021 07:37 Raunin gæti orðið sú að skilgreiningin á fullbólusettur mun breytast í takt við nýjar upplýsingar en það getur haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér. AP/Robert F. Bukaty Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki víðsvegar í Bandaríkjunum glímt við spurninguna í nokkurn tíma, að minnsta kosti frá því að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram á sjónarsviðið og mikilvægi þriðja skammtsins lá fyrir. Í New York hyggjast yfirvöld ekki flokka íbúa fullbólusetta fyrr en þeir hafa fengið þriðja skammtinn og sömu sögu má segja um University of Oregon og fjárfestingabankann Goldman Sachs. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að hvetja Bandaríkjamenn til að þiggja svokallaðan örvunarskammt en hafa veigrað sér við því að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ þar sem hugtakið er orðið rótgróið og notað í ýmsu mikilvægu samhengi. Rochelle P. Walensky, framkvæmdastjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, segir málið í skoðun en spurningin sé ekki hvað fólk eigi að gera; það eigi klárlega að þiggja þriðja skammtinn. Einn skammtur, tveir, þrír... fjórir?AP/Charles Krupa Hvað gerist ef fjórða skammtsins verður þörf? „Ég held að núna sé tíminn,“ segir Georges C. Benjamin, framkvæmdastjóri American Public Health Association. Raunin sé sú að menn séu ekki fullbólusettir nema eftir þriðja skammtinn. Breytingin gæti hins vegar haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk sem áður taldi sig fullbólusett gæti til að mynda allt í einu uppgötvað að það getur ekki lengur komist inn á ákveðna staði þar sem krafa er gerð um að menn séu fullbólusettir, það er að menn hafi þegið örvunarskammt til viðbótar við fyrri skammtana tvo. Þá gæti breytingin grafið undan trausti til yfirvalda, ef fólki finnst sífellt verið að breyta viðmiðum. Larry Levitt, framkvæmdastjóri heilbrigðissamtakanna KFF, segir að þrátt fyrir að ákvörðunin myndi byggja á vísindalegum grunni gæti hún haft verulegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Einnig er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvað gerist svo ef í ljós kemur að fleiri örvunarskammta er þörf en yfirvöld í Ísrael og á Kúbu leggja nú þegar drög að fjórðu umferð bólusetninga. Samkvæmt núgildandi skilgreiningu bandarísku sóttvarnastofnunarinnar eru 62 prósent Bandaríkjamanna fullbólusettir en aðeins þriðjungur þeirra hefur þegið örvunarskammtinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki víðsvegar í Bandaríkjunum glímt við spurninguna í nokkurn tíma, að minnsta kosti frá því að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram á sjónarsviðið og mikilvægi þriðja skammtsins lá fyrir. Í New York hyggjast yfirvöld ekki flokka íbúa fullbólusetta fyrr en þeir hafa fengið þriðja skammtinn og sömu sögu má segja um University of Oregon og fjárfestingabankann Goldman Sachs. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að hvetja Bandaríkjamenn til að þiggja svokallaðan örvunarskammt en hafa veigrað sér við því að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ þar sem hugtakið er orðið rótgróið og notað í ýmsu mikilvægu samhengi. Rochelle P. Walensky, framkvæmdastjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, segir málið í skoðun en spurningin sé ekki hvað fólk eigi að gera; það eigi klárlega að þiggja þriðja skammtinn. Einn skammtur, tveir, þrír... fjórir?AP/Charles Krupa Hvað gerist ef fjórða skammtsins verður þörf? „Ég held að núna sé tíminn,“ segir Georges C. Benjamin, framkvæmdastjóri American Public Health Association. Raunin sé sú að menn séu ekki fullbólusettir nema eftir þriðja skammtinn. Breytingin gæti hins vegar haft verulegar afleiðingar í för með sér. Fólk sem áður taldi sig fullbólusett gæti til að mynda allt í einu uppgötvað að það getur ekki lengur komist inn á ákveðna staði þar sem krafa er gerð um að menn séu fullbólusettir, það er að menn hafi þegið örvunarskammt til viðbótar við fyrri skammtana tvo. Þá gæti breytingin grafið undan trausti til yfirvalda, ef fólki finnst sífellt verið að breyta viðmiðum. Larry Levitt, framkvæmdastjóri heilbrigðissamtakanna KFF, segir að þrátt fyrir að ákvörðunin myndi byggja á vísindalegum grunni gæti hún haft verulegar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar. Einnig er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvað gerist svo ef í ljós kemur að fleiri örvunarskammta er þörf en yfirvöld í Ísrael og á Kúbu leggja nú þegar drög að fjórðu umferð bólusetninga. Samkvæmt núgildandi skilgreiningu bandarísku sóttvarnastofnunarinnar eru 62 prósent Bandaríkjamanna fullbólusettir en aðeins þriðjungur þeirra hefur þegið örvunarskammtinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira