Varar Insigne við MLS: „Þetta er ekki alvöru fótbolti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 10:31 Sebastian Giovinco og Lorenzo Insigne á æfingu ítalska landsliðsins. getty/Claudio Villa Ítalski fótboltamaðurinn Sebastian Giovinco hefur varað landa sinn, Lorenzo Insigne, við því að fara til Bandaríkjanna. Hann segir að ekki sé spilaður alvöru fótbolti í MLS-deildinni þar í landi. Insigne, sem er lykilmaður í ítalska landsliðinu, á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Napoli og hefur verið sterklega orðaður við Toronto. Insigne, sem er þrítugur, er fyrirliði Napoli. Giovinco þekkir vel til hjá Toronto. Hann lék með liðinu á árunum 2015-19, varð MLS-meistari með því 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu þess. Þegar Giovinco var spurður út í möguleg félagaskipti Insignes til Toronto gaf hann fótboltanum í MLS-deildinni ekki háa einkunn þótt hann hafi kunnað vel við sig vestanhafs. „Þetta er ekki alvöru fótbolti, þetta er eitthvað annað. Þeir eru með góða innviði og ég myndi taka þessa ákvörðun aftur, sérstaklega fyrir þessi laun. Ég myndi mæla með þessu fyrir alla því við fjölskyldan viljum búa hérna. Þetta er gullfalleg borg,“ sagði Giovinco. Hann segir að eigendur Toronto vonist til að koma Insignes fái fólk til að mæta aftur á völlinn. „Undanfarin tvö ár hefur fólk hætt að mæta á völlinn. Þar hefur verið tómlegt um að litast. Þegar ég var að spila voru þrjátíu þúsund manns á leikjum. Ég fór á leik um daginn og þá voru í mesta lagi tvö þúsund manns á vellinum,“ sagði Giovinco. „Ég skil að eigendurnir vilji fá Insigne því það er fjölmennt ítalskt samfélag í Toronto.“ Giovinco varaði svo Insigne við að ef hann myndi fara til Bandaríkjanna myndi það veikja stöðu hans í landsliðinu. Sjálfur lék Giovinco ekki landsleik eftir að hann byrjaði að spila í MLS-deildinni. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Insigne, sem er lykilmaður í ítalska landsliðinu, á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Napoli og hefur verið sterklega orðaður við Toronto. Insigne, sem er þrítugur, er fyrirliði Napoli. Giovinco þekkir vel til hjá Toronto. Hann lék með liðinu á árunum 2015-19, varð MLS-meistari með því 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu þess. Þegar Giovinco var spurður út í möguleg félagaskipti Insignes til Toronto gaf hann fótboltanum í MLS-deildinni ekki háa einkunn þótt hann hafi kunnað vel við sig vestanhafs. „Þetta er ekki alvöru fótbolti, þetta er eitthvað annað. Þeir eru með góða innviði og ég myndi taka þessa ákvörðun aftur, sérstaklega fyrir þessi laun. Ég myndi mæla með þessu fyrir alla því við fjölskyldan viljum búa hérna. Þetta er gullfalleg borg,“ sagði Giovinco. Hann segir að eigendur Toronto vonist til að koma Insignes fái fólk til að mæta aftur á völlinn. „Undanfarin tvö ár hefur fólk hætt að mæta á völlinn. Þar hefur verið tómlegt um að litast. Þegar ég var að spila voru þrjátíu þúsund manns á leikjum. Ég fór á leik um daginn og þá voru í mesta lagi tvö þúsund manns á vellinum,“ sagði Giovinco. „Ég skil að eigendurnir vilji fá Insigne því það er fjölmennt ítalskt samfélag í Toronto.“ Giovinco varaði svo Insigne við að ef hann myndi fara til Bandaríkjanna myndi það veikja stöðu hans í landsliðinu. Sjálfur lék Giovinco ekki landsleik eftir að hann byrjaði að spila í MLS-deildinni.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira