Varar Insigne við MLS: „Þetta er ekki alvöru fótbolti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 10:31 Sebastian Giovinco og Lorenzo Insigne á æfingu ítalska landsliðsins. getty/Claudio Villa Ítalski fótboltamaðurinn Sebastian Giovinco hefur varað landa sinn, Lorenzo Insigne, við því að fara til Bandaríkjanna. Hann segir að ekki sé spilaður alvöru fótbolti í MLS-deildinni þar í landi. Insigne, sem er lykilmaður í ítalska landsliðinu, á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Napoli og hefur verið sterklega orðaður við Toronto. Insigne, sem er þrítugur, er fyrirliði Napoli. Giovinco þekkir vel til hjá Toronto. Hann lék með liðinu á árunum 2015-19, varð MLS-meistari með því 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu þess. Þegar Giovinco var spurður út í möguleg félagaskipti Insignes til Toronto gaf hann fótboltanum í MLS-deildinni ekki háa einkunn þótt hann hafi kunnað vel við sig vestanhafs. „Þetta er ekki alvöru fótbolti, þetta er eitthvað annað. Þeir eru með góða innviði og ég myndi taka þessa ákvörðun aftur, sérstaklega fyrir þessi laun. Ég myndi mæla með þessu fyrir alla því við fjölskyldan viljum búa hérna. Þetta er gullfalleg borg,“ sagði Giovinco. Hann segir að eigendur Toronto vonist til að koma Insignes fái fólk til að mæta aftur á völlinn. „Undanfarin tvö ár hefur fólk hætt að mæta á völlinn. Þar hefur verið tómlegt um að litast. Þegar ég var að spila voru þrjátíu þúsund manns á leikjum. Ég fór á leik um daginn og þá voru í mesta lagi tvö þúsund manns á vellinum,“ sagði Giovinco. „Ég skil að eigendurnir vilji fá Insigne því það er fjölmennt ítalskt samfélag í Toronto.“ Giovinco varaði svo Insigne við að ef hann myndi fara til Bandaríkjanna myndi það veikja stöðu hans í landsliðinu. Sjálfur lék Giovinco ekki landsleik eftir að hann byrjaði að spila í MLS-deildinni. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Insigne, sem er lykilmaður í ítalska landsliðinu, á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Napoli og hefur verið sterklega orðaður við Toronto. Insigne, sem er þrítugur, er fyrirliði Napoli. Giovinco þekkir vel til hjá Toronto. Hann lék með liðinu á árunum 2015-19, varð MLS-meistari með því 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu þess. Þegar Giovinco var spurður út í möguleg félagaskipti Insignes til Toronto gaf hann fótboltanum í MLS-deildinni ekki háa einkunn þótt hann hafi kunnað vel við sig vestanhafs. „Þetta er ekki alvöru fótbolti, þetta er eitthvað annað. Þeir eru með góða innviði og ég myndi taka þessa ákvörðun aftur, sérstaklega fyrir þessi laun. Ég myndi mæla með þessu fyrir alla því við fjölskyldan viljum búa hérna. Þetta er gullfalleg borg,“ sagði Giovinco. Hann segir að eigendur Toronto vonist til að koma Insignes fái fólk til að mæta aftur á völlinn. „Undanfarin tvö ár hefur fólk hætt að mæta á völlinn. Þar hefur verið tómlegt um að litast. Þegar ég var að spila voru þrjátíu þúsund manns á leikjum. Ég fór á leik um daginn og þá voru í mesta lagi tvö þúsund manns á vellinum,“ sagði Giovinco. „Ég skil að eigendurnir vilji fá Insigne því það er fjölmennt ítalskt samfélag í Toronto.“ Giovinco varaði svo Insigne við að ef hann myndi fara til Bandaríkjanna myndi það veikja stöðu hans í landsliðinu. Sjálfur lék Giovinco ekki landsleik eftir að hann byrjaði að spila í MLS-deildinni.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira