Innlent

839 greindust innan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Um 27 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldursins.
Um 27 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldursins. Vísir/Vilhelm

839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember.

386 af þeim 838 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 454 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent.

Þetta kemur fram á síðunni covid.is. 6.368 eru nú í einangrun vegna Covid-19, samanborið við 5.534 í gær.. 7.768 eru nú í sóttkví, en voru 7.710 í gær. 499 eru nú í skimunarsóttkví.

21 sjúklingur liggur nú inni á sjúkrahúsi vegna COVID-19, en sami fjöldi og í gær. Sex eru á gjörgæslu, sami fjöldi og í gær.

87 greindust á landamærunum í gær – 86 virk smit í fyrri landamæraskimun og eitt í seinni landamæraskimun.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 1.708,8, en var 1.526,6 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 138,0, samanborið við 118,1 í gær.

Alls hafa 27.059 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 37 andlát verið rakin til COVID-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

Alls voru tekin 3.973 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá var 1.202 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 1.061í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×