Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2021 11:24 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir hægt að treysta fyrirtækjum varðandi vinnusóttkví enda hafi þau mörg hver gripið til eigin sóttvarnaráðstafana. Það sé ekki fyrirtækjum í haga að margir starfsmenn smitist. Stöð 2/Egill Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi byglju kórónuveirufaraldursins hafa komið mun ver við starfsemi fyrirtækja en fyrri bylgjur vegna þess hversu margir væru að smitast þessar vikurnar. Þá væru gríðarlega mörg fyrirtæki að missa fólk í sóttkví. „Og reksturinn víða á tæpasta vaði hvað mönnunina varðar,“ segir Ólafur. Félag atvinnurekenda hafi því kallað eftir því að reglur um einangrun og sóttkví verði endurskoðaðar í ljósi tveggja þátta sem væru öðru vísi en fyrr í faraldrinum. „Annars vegar virðist þetta ómíkron afbrigði vera mun vægara og í öðru lagi er bólusetningarstaðan allt önnur.“ Fólk með lítil eða engin einkenni væri skikkað í tíu daga sóttkví nánast án undantekninga því erfitt væri vegna mikils álags fyrir fólk að ná sambandi við göngudeildina. Þau fyrirtæki sem ekki geti sent fólk í heimavinnu væru í mestum vanda. Dæmi væru um að fyrirtæki hafi ekki komið vörum til viðskiptavina vegna sóttkvíar starfsmanna. „Í framleiðslu, með stór vöruhús, öflug dreifingarkerfi og svo framvegis,“ segir Ólafur. Það mætti treysta fyrirtækjunum sjálfum til að vakta stöðuna því þau hafi mörg hver sjálf gripið til mjög öflugra sóttvarnaráðstafana með uppskiptingu vakta og hólfaskiptingum starfsmana. Það mætti því víkka svo kallaða vinnusóttkví eins og nefnt hafi verið af talsmönnum Almannavarna. „Það auðvitað átta sig allir á afleiðingunum fyrir sinn rekstur ef það kemur upp útbreitt smit. Eða ef mjög margir hafa verið í snertingu við einhvern smitaðan og þurfa þess vegna að fara í sóttkví. Það er óhætt að segja að menn hafi verið ábyrgir og hugmyndaríkir í að útfæra kerfi sem lágmarka áhrifin á fyrirtækin. Þegar þetta er orðið svona gríðarlega útbreitt verður það æ erfiðara,“ segir Ólafur Stephensen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi byglju kórónuveirufaraldursins hafa komið mun ver við starfsemi fyrirtækja en fyrri bylgjur vegna þess hversu margir væru að smitast þessar vikurnar. Þá væru gríðarlega mörg fyrirtæki að missa fólk í sóttkví. „Og reksturinn víða á tæpasta vaði hvað mönnunina varðar,“ segir Ólafur. Félag atvinnurekenda hafi því kallað eftir því að reglur um einangrun og sóttkví verði endurskoðaðar í ljósi tveggja þátta sem væru öðru vísi en fyrr í faraldrinum. „Annars vegar virðist þetta ómíkron afbrigði vera mun vægara og í öðru lagi er bólusetningarstaðan allt önnur.“ Fólk með lítil eða engin einkenni væri skikkað í tíu daga sóttkví nánast án undantekninga því erfitt væri vegna mikils álags fyrir fólk að ná sambandi við göngudeildina. Þau fyrirtæki sem ekki geti sent fólk í heimavinnu væru í mestum vanda. Dæmi væru um að fyrirtæki hafi ekki komið vörum til viðskiptavina vegna sóttkvíar starfsmanna. „Í framleiðslu, með stór vöruhús, öflug dreifingarkerfi og svo framvegis,“ segir Ólafur. Það mætti treysta fyrirtækjunum sjálfum til að vakta stöðuna því þau hafi mörg hver sjálf gripið til mjög öflugra sóttvarnaráðstafana með uppskiptingu vakta og hólfaskiptingum starfsmana. Það mætti því víkka svo kallaða vinnusóttkví eins og nefnt hafi verið af talsmönnum Almannavarna. „Það auðvitað átta sig allir á afleiðingunum fyrir sinn rekstur ef það kemur upp útbreitt smit. Eða ef mjög margir hafa verið í snertingu við einhvern smitaðan og þurfa þess vegna að fara í sóttkví. Það er óhætt að segja að menn hafi verið ábyrgir og hugmyndaríkir í að útfæra kerfi sem lágmarka áhrifin á fyrirtækin. Þegar þetta er orðið svona gríðarlega útbreitt verður það æ erfiðara,“ segir Ólafur Stephensen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40
Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09