Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir nú til skoðunar að stytta tímabil einangrunar fyrir einkennalausa.

Metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær og tæplega níutíu á landamærunum. 

Þá tökum við stöðuna á ástandinu á Landspítalanum og ræðum við formann félags atvinnurekenda sem segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun verr niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra.

Einnig kíkjum við á áratmótaveðrið og líkurnar á mengun af völdum flugelda þegar skoteldaglaðir landsmenn sprengja burt gamla árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×