Reglur um vinnusóttkví rýmkaðar á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2021 22:34 Halldór Benjamín, sem er framkvæmdastjóri SA, segir að ef ekki hefði verið brugðist við beiðni samtakanna hefði verið dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um vinnusóttkví taka gildi á hádegi á morgun, gamlársdag. Sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar um hvenær er heimilt að beita vinnusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að samtökin og aðilar þeirra hafi kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda, svo hægt væri að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu, í ljósi víðtækrar dreifingar Covid-smita í samfélaginu og árifa sóttvarnaaðgerða á starfsemi fyrirtækja. Því ákalli hafi nú verið svarað, með breyttum reglum. „Sóttvarnir geta ekki og mega ekki lama samfélagið og gangverk verðmætasköpunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafi brugðist hratt við beiðni SA um breyttar reglur. „Ella væri dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast,“ segir Halldór. Notist sparlega Vinnusóttkví má aðeins beita fyrir lykilstarfsmenn sem eru í sóttkví, og aðeins ef ekki er hægt að vinna verkefnin án þeirra viðkomu á staðnum. Það á aðeins við ef mögulegt er að uppfylla nauðsynlega sóttvarnaráðstafanir samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þannig getur starfsfólk í beinni þjónustu við viðskiptavini, til að mynda í verslunum eða á veitingastöðum, ekki verið í vinnusóttkví. Atvinnurekendum og einstaklingum er sjálfum gert að útfæra framkvæmd vinnusóttkvíar á hverjum stað, og koma almannavarnir og sóttvarnalæknir ekki að framkvæmd eða gerð sérstakra leiðbeininga nema í undantekningartilfellum. Vinnuveitendur eiga þá að halda skrá yfir starfsmenn sína í vinnusóttkví og senda á þar til gert netfang, vinnusottkvi@logreglan.is. „Vinnusóttkví er varhugaverð ráðstöfun sem ætti að nota sparlega og eingöngu ef brýn þörf er fyrir framlag starfsmanns sem er í sóttkví vegna nálægðar við COVID-19 smitaðan einstakling. Einstaklingar í vinnusóttkví geta smitað aðra og þar með sett starfsemi í hættu ef fleiri starfsmenn smitast. Aldrei er heimilt að starfa utan heimilis í einangrun. Vinnusóttkví er ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að inna af hendi þau brýnu verkefni á þeim stöðum þar sem viðhafðar eru fullnægjandi sóttvarnir innan sóttkvíar,“ segir þá á vef Samtaka atvinnulífsins. Nánar má lesa um nýjar reglur um vinnusóttkví hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að samtökin og aðilar þeirra hafi kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda, svo hægt væri að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu, í ljósi víðtækrar dreifingar Covid-smita í samfélaginu og árifa sóttvarnaaðgerða á starfsemi fyrirtækja. Því ákalli hafi nú verið svarað, með breyttum reglum. „Sóttvarnir geta ekki og mega ekki lama samfélagið og gangverk verðmætasköpunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafi brugðist hratt við beiðni SA um breyttar reglur. „Ella væri dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast,“ segir Halldór. Notist sparlega Vinnusóttkví má aðeins beita fyrir lykilstarfsmenn sem eru í sóttkví, og aðeins ef ekki er hægt að vinna verkefnin án þeirra viðkomu á staðnum. Það á aðeins við ef mögulegt er að uppfylla nauðsynlega sóttvarnaráðstafanir samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þannig getur starfsfólk í beinni þjónustu við viðskiptavini, til að mynda í verslunum eða á veitingastöðum, ekki verið í vinnusóttkví. Atvinnurekendum og einstaklingum er sjálfum gert að útfæra framkvæmd vinnusóttkvíar á hverjum stað, og koma almannavarnir og sóttvarnalæknir ekki að framkvæmd eða gerð sérstakra leiðbeininga nema í undantekningartilfellum. Vinnuveitendur eiga þá að halda skrá yfir starfsmenn sína í vinnusóttkví og senda á þar til gert netfang, vinnusottkvi@logreglan.is. „Vinnusóttkví er varhugaverð ráðstöfun sem ætti að nota sparlega og eingöngu ef brýn þörf er fyrir framlag starfsmanns sem er í sóttkví vegna nálægðar við COVID-19 smitaðan einstakling. Einstaklingar í vinnusóttkví geta smitað aðra og þar með sett starfsemi í hættu ef fleiri starfsmenn smitast. Aldrei er heimilt að starfa utan heimilis í einangrun. Vinnusóttkví er ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að inna af hendi þau brýnu verkefni á þeim stöðum þar sem viðhafðar eru fullnægjandi sóttvarnir innan sóttkvíar,“ segir þá á vef Samtaka atvinnulífsins. Nánar má lesa um nýjar reglur um vinnusóttkví hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira