Þúsundir á öndunarvél Aðalgeir Ástvaldsson skrifar 1. janúar 2022 15:00 Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Frá því takmarkanir voru settar á að nýju, þann 12. nóvember og hertar enn frekar þann 21. desember, hefur fyrirtækjum í veitingarekstri verið hent á öndunarvélar og enginn kemur til aðstoðar. Þeim hefur verið gert að standa undir föstum kostnaði, hrávöru- og starfsmannakostnaði sem búið var að ráða inn fyrir jólavertíðina. Auk þess kostnaðar og tekjutaps sem hægt er að rekja beint til sóttvarnaraðgerða. Eins og frægt er orðið hefur jólavertíðin verið slegin úr höndum veitingamanna, annað árið í röð, sem að öllu jöfnu er sá tími sem meginþorri fyrirtækja sækir bróðurpart tekna sinna til að takast á við fyrsta og almennt séð erfiðasta ársfjórðung í veitingarekstri. Því verður að segjast að útlitið er vægast sagt svart þar sem sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa takmarkað hefðbundin rekstur og möguleika til tekjuöflunar alveg frá upphafi aðgerða en veitingageirinn hefur mátt þola eina mestu skerðingu á starfsemi sinni frá upphafi en án allra sértækra úrræða. Úrræði sem lögð hafa verið fram hafa því miður ekki virkað eins og til var ætlast fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Viðmiðunarreglur og skilyrði styrkveitinga standa þar helst í vegi, til að mynda viðmið um tekjutap. Þörf er á hnitmiðuðum og sértækum úrræðum til að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni, aðdráttarafl og ímynd veitingageirans. Úr því sem komið er verður að teljast lífsnauðsynlegt fyrir greinina að fá beina aðstoð til að standa ofangreind högg hertra sóttvarnaraðgerða og komandi hækkana launa, hrávöru og opinbera gjalda af sér. Þegar einkarekin fyrirtæki eru takmörkuð af hálfu stjórnvalda með þessum hætti hefur það vissulega bein áhrif á tekjuöflun og verður því að teljast með öllu óásættanlegt að úrræði séu ekki kynnt samhliða takmörkunum. Sérstaklega þar sem við lifum ekki lengur á fordæmalausum tímum vegna Covid-19 og ætti því ekki að koma neinum í opna skjöldu þau áhrif sem takmarkanir hafa þar sem ítrekað hefur verið gripið til þeirra síðastliðin ár. Slíkt starfsumhverfi er hreinlega ekki boðlegt þar sem hvorki tími né viðunandi starfsaðstæður hafa gefist til að eiga inni fyrir áðurgreindum hækkunum og aukakostnaði vegna sóttvarnaraðgerða. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð stjórnvalda og efnahags- og fjármálaráðuneytis eftir fundi með SVEIT í byrjun desember hefur enn ekki verið komið á móts við fyrirtækin okkar með beinum hætti. Rekstraraðilar eru skiljanlega orðnir óþreyjufullir og bíða í örvæntingu eftir úrræðum til aðstoðar. Óútreiknanlegt starfsumhverfi og óvissan sem fylgir slíkum markaðsaðstæðum hefur ekki bara neikvæð áhrif á rekstraraðila heldur einnig rúmlega 10.000 starfsmenn greinarinnar. SVEIT krest þess að ríkisstjórnin virði mikilvægi greinarinnar og takist á við þann alvarlega vanda sem blasir við í greininni þar sem yfir 10.000 starfsmenn eru við störf í rúmlega 1.000 fyrirtækjum. Það sjá allir sem vilja að gríðarlegir hagsmunir eru undir og engan tíma má missa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Frá því takmarkanir voru settar á að nýju, þann 12. nóvember og hertar enn frekar þann 21. desember, hefur fyrirtækjum í veitingarekstri verið hent á öndunarvélar og enginn kemur til aðstoðar. Þeim hefur verið gert að standa undir föstum kostnaði, hrávöru- og starfsmannakostnaði sem búið var að ráða inn fyrir jólavertíðina. Auk þess kostnaðar og tekjutaps sem hægt er að rekja beint til sóttvarnaraðgerða. Eins og frægt er orðið hefur jólavertíðin verið slegin úr höndum veitingamanna, annað árið í röð, sem að öllu jöfnu er sá tími sem meginþorri fyrirtækja sækir bróðurpart tekna sinna til að takast á við fyrsta og almennt séð erfiðasta ársfjórðung í veitingarekstri. Því verður að segjast að útlitið er vægast sagt svart þar sem sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa takmarkað hefðbundin rekstur og möguleika til tekjuöflunar alveg frá upphafi aðgerða en veitingageirinn hefur mátt þola eina mestu skerðingu á starfsemi sinni frá upphafi en án allra sértækra úrræða. Úrræði sem lögð hafa verið fram hafa því miður ekki virkað eins og til var ætlast fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Viðmiðunarreglur og skilyrði styrkveitinga standa þar helst í vegi, til að mynda viðmið um tekjutap. Þörf er á hnitmiðuðum og sértækum úrræðum til að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni, aðdráttarafl og ímynd veitingageirans. Úr því sem komið er verður að teljast lífsnauðsynlegt fyrir greinina að fá beina aðstoð til að standa ofangreind högg hertra sóttvarnaraðgerða og komandi hækkana launa, hrávöru og opinbera gjalda af sér. Þegar einkarekin fyrirtæki eru takmörkuð af hálfu stjórnvalda með þessum hætti hefur það vissulega bein áhrif á tekjuöflun og verður því að teljast með öllu óásættanlegt að úrræði séu ekki kynnt samhliða takmörkunum. Sérstaklega þar sem við lifum ekki lengur á fordæmalausum tímum vegna Covid-19 og ætti því ekki að koma neinum í opna skjöldu þau áhrif sem takmarkanir hafa þar sem ítrekað hefur verið gripið til þeirra síðastliðin ár. Slíkt starfsumhverfi er hreinlega ekki boðlegt þar sem hvorki tími né viðunandi starfsaðstæður hafa gefist til að eiga inni fyrir áðurgreindum hækkunum og aukakostnaði vegna sóttvarnaraðgerða. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð stjórnvalda og efnahags- og fjármálaráðuneytis eftir fundi með SVEIT í byrjun desember hefur enn ekki verið komið á móts við fyrirtækin okkar með beinum hætti. Rekstraraðilar eru skiljanlega orðnir óþreyjufullir og bíða í örvæntingu eftir úrræðum til aðstoðar. Óútreiknanlegt starfsumhverfi og óvissan sem fylgir slíkum markaðsaðstæðum hefur ekki bara neikvæð áhrif á rekstraraðila heldur einnig rúmlega 10.000 starfsmenn greinarinnar. SVEIT krest þess að ríkisstjórnin virði mikilvægi greinarinnar og takist á við þann alvarlega vanda sem blasir við í greininni þar sem yfir 10.000 starfsmenn eru við störf í rúmlega 1.000 fyrirtækjum. Það sjá allir sem vilja að gríðarlegir hagsmunir eru undir og engan tíma má missa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun