„Með Covid-19“ en ekki lengur „vegna Covid-19“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 15:15 25 liggja inni á Landspítala með Covid-19. Vísir/Vilhelm Landspítalinn uppfærði í dag orðalag sitt í daglegum tilkynningum um stöðuna á spítalanum. Áður kom þar fram hve margir sjúklingar lægju inni „vegna“ Covid-19 en í dag var orðalaginu breytt í „með“ Covid-19. Tvö börn liggja inni á barnadeild Landspítalans með Covid-19. „Ástæðan var athugasemd sem barst og það var ákveðið að innistæða væri fyrir því sem á var bent,“ segir Jón Baldvin Halldórsson vefritstjóri Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa hefur sömuleiðis fengið ábendingar vegna orðalagsins sem flestir fjölmiðlar landsins hafa notað undanfarnar vikur. Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar. Þannig komu upp Covid-19 smit á hjartadeild á dögunum meðal fólks sem lá inni af öðrum ástæðum en Covid-19. Slíkt fólk þarf að meðhöndla með öðrum og erfiðari hætti en ósmitaða sjúklinga. Þá þarf að vista á öðrum deildum og starfsmenn að klæðast göllum til að smitast ekki af veirunni. „Það er ekki rétt að allir þessir sjúklingar eru inniliggjandi „vegna“ covid-19. Einhverjir eru inniliggjandi af öðrum ástæðum en greindust í skimun inni á spítalanum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans. „Við höfum reyndar notað margvíslegt orðalag en nú gerum við þetta svona vegna þess að ekki liggja allir inni vegna Covid þó þeir þurfi að vera í Covid einangrun. Einhverjir greinast inniliggjandi sem eru hér vegna annars en ekki er vitað hvort þeir verði Covid veikir í legunni eða hvort Covid spilar inn í núverandi veikindi. Aðrir leggjast klárlega inn út af öðru en ekki er alltaf skýrt hvort Covid spilar þar inn í.“ Tvö börn á barnadeild Nú liggja 25 einstaklingar með COVID á Landspítala - þeir eru á ýmsum deildum en á smitsjúkdómadeild eru 9 í einangrun, á gjörgæsludeildum liggja 7, þar af 5 í öndunarvél. Fram hefur komið að sex af sjö á gjörgæslu séu óbólusettir. Tvö börn liggja á barnadeild. Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru nú 7.198, þar af 1.657 börn. Gulir eru 299, einn rauður. Yfir áramótin komu milli 50 og 60 manns til skoðunar og meðferðar í COVID göngudeild. Komum þangað fjölgar nú ört að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans. 181 starfsmaður í einangrun Mikill fjöldi starfsmanna Landspítala er fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar. 181 er í einangrun, 129 í sóttkví og af þeim eru 43 við störf í vinnusóttkví. Starfsfólk sem losnar úr einangrun og er einkennalaust má snúa til starfa eftir útskrift úr COVID göngudeild og fylgja reglum um svokallaða sóttkví C í 7 daga. Ef fólk er enn með einkenni eftir 7 daga þá skal það vera í einangrun þar til 10 dagar eru liðnir frá greiningu. Ekki er nauðsynlegt að sækja um sóttkví C vegna endurkomu til vinnu eftir COVID til farsóttanefndar en mikilvægt að tilkynna til starfsmannahjúkrunar. Eru starfsmenn beðnir um að leita ráða hjá farsóttanefnd í vafamálum. „Sjúklingar sem hafa fengið COVID-19 en leggjast inn vegna annars eftir að 7 daga einangrun er lokið skulu vera í einangrun á spítalanum þar til 10 dagar eru liðnir frá upphaflegri greiningu að því gefnu að þeir séu einkennalausir. Áfram gildir að yfirmenn geta kallað starfsfólk spítalans í sóttkví inn til starfa í vinnusóttkví B1 að því gefnu að það sé fullbólusett og einkennalaust. Fylgja skal leiðbeiningum um framkvæmd vinnusóttkvíar B1 í hvívetna,“ segir á vef Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
„Ástæðan var athugasemd sem barst og það var ákveðið að innistæða væri fyrir því sem á var bent,“ segir Jón Baldvin Halldórsson vefritstjóri Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa hefur sömuleiðis fengið ábendingar vegna orðalagsins sem flestir fjölmiðlar landsins hafa notað undanfarnar vikur. Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar. Þannig komu upp Covid-19 smit á hjartadeild á dögunum meðal fólks sem lá inni af öðrum ástæðum en Covid-19. Slíkt fólk þarf að meðhöndla með öðrum og erfiðari hætti en ósmitaða sjúklinga. Þá þarf að vista á öðrum deildum og starfsmenn að klæðast göllum til að smitast ekki af veirunni. „Það er ekki rétt að allir þessir sjúklingar eru inniliggjandi „vegna“ covid-19. Einhverjir eru inniliggjandi af öðrum ástæðum en greindust í skimun inni á spítalanum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans. „Við höfum reyndar notað margvíslegt orðalag en nú gerum við þetta svona vegna þess að ekki liggja allir inni vegna Covid þó þeir þurfi að vera í Covid einangrun. Einhverjir greinast inniliggjandi sem eru hér vegna annars en ekki er vitað hvort þeir verði Covid veikir í legunni eða hvort Covid spilar inn í núverandi veikindi. Aðrir leggjast klárlega inn út af öðru en ekki er alltaf skýrt hvort Covid spilar þar inn í.“ Tvö börn á barnadeild Nú liggja 25 einstaklingar með COVID á Landspítala - þeir eru á ýmsum deildum en á smitsjúkdómadeild eru 9 í einangrun, á gjörgæsludeildum liggja 7, þar af 5 í öndunarvél. Fram hefur komið að sex af sjö á gjörgæslu séu óbólusettir. Tvö börn liggja á barnadeild. Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru nú 7.198, þar af 1.657 börn. Gulir eru 299, einn rauður. Yfir áramótin komu milli 50 og 60 manns til skoðunar og meðferðar í COVID göngudeild. Komum þangað fjölgar nú ört að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans. 181 starfsmaður í einangrun Mikill fjöldi starfsmanna Landspítala er fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar. 181 er í einangrun, 129 í sóttkví og af þeim eru 43 við störf í vinnusóttkví. Starfsfólk sem losnar úr einangrun og er einkennalaust má snúa til starfa eftir útskrift úr COVID göngudeild og fylgja reglum um svokallaða sóttkví C í 7 daga. Ef fólk er enn með einkenni eftir 7 daga þá skal það vera í einangrun þar til 10 dagar eru liðnir frá greiningu. Ekki er nauðsynlegt að sækja um sóttkví C vegna endurkomu til vinnu eftir COVID til farsóttanefndar en mikilvægt að tilkynna til starfsmannahjúkrunar. Eru starfsmenn beðnir um að leita ráða hjá farsóttanefnd í vafamálum. „Sjúklingar sem hafa fengið COVID-19 en leggjast inn vegna annars eftir að 7 daga einangrun er lokið skulu vera í einangrun á spítalanum þar til 10 dagar eru liðnir frá upphaflegri greiningu að því gefnu að þeir séu einkennalausir. Áfram gildir að yfirmenn geta kallað starfsfólk spítalans í sóttkví inn til starfa í vinnusóttkví B1 að því gefnu að það sé fullbólusett og einkennalaust. Fylgja skal leiðbeiningum um framkvæmd vinnusóttkvíar B1 í hvívetna,“ segir á vef Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels