Áhugaverð staða er á Alþingi þar sem mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar vill slaka á takmörkunum vegna vægari veikinda af völdum ómíkron-afbrigðisins. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks skýrir sjónarmið meirihluta flokksins.
Óvíst er hvort Isavia afhendi Reykjavíkurborg flugvallarsvæði í vor til uppbyggingar nýs íbúðahverfis í Skerjafirði án frekari rannsókna.
Þá heyrum við í landsmönnum um nýja árið en fjölmargir landsmenn strengja sér heit á nýju ári. Sumir ætla að vera betri vinir vina sinna en ekki síður betri við sjálfan sig.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.