Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Vésteinn Örn Pétursson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2022 20:09 Magnús er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. Í dag var 431 starfsmaður í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi borgarinnar fjarverandi vegna sóttkvíar eða einangrunar en þetta er 7,3 prósent starfsfólksins. Þá er viðbúið að mörg börn verði fjarverandi þegar kennsla hefst á morgun. 1.657 börn eru nú með veiruna og liggja tvö börn inni á barnadeild Landspítalans. Þá greindust 795 með veiruna innanlands í dag en rúmur helmingur var utan sóttkvíar og því ljóst að veiran er víða í samfélaginu. Magnús Þór Jónsson, verðandi formaður Kennarasambands Íslands og núverandi formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir ljóst að ástandið komi með mjög mismunandi hætti við mismunandi skóla. „Af því sem ég sá, alveg frá núll prósentum upp í 40 prósent hjá ákveðnum skólum. Það er auðvitað eitthvað sem við þurfum að horfa til,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ljóst væri að útfærsla skólahalds í skólum þar sem lítill sem engra áhrifa gætir á starfsliðið verði frábrugðin þeirri þar sem áhrifin eru meiri. Hann segir skóla þá mislangt á veg komna hvað varðar undirbúning á fjarkennslu og öðrum úrræðum sem grípa gæti þurft til ef mönnun leyfir ekki fullt skólahald. „Bara út frá tækjabúnaði og öðrum aðstæðum. Í dag var verið að undirbúa og þar hefur undirbúningurinn náttúrulega tekið mið af því hverjir voru í húsinu. Þar sem vantar marga kennara þá hefur kannski verið erfitt að undirbúa, því auðvitað eru kennarar líka lasnir af Covid og í einangrun,“ segir Magnús. „Þannig að þetta er mjög ólíkt, og ég held að það séu bara skilaboðin inn í samfélagið. Að þetta verður ólíkt og við verðum bara öll að anda ofan í maga og horfa til þess hvað hver skóli ræður við að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. 3. janúar 2022 13:36 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Í dag var 431 starfsmaður í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi borgarinnar fjarverandi vegna sóttkvíar eða einangrunar en þetta er 7,3 prósent starfsfólksins. Þá er viðbúið að mörg börn verði fjarverandi þegar kennsla hefst á morgun. 1.657 börn eru nú með veiruna og liggja tvö börn inni á barnadeild Landspítalans. Þá greindust 795 með veiruna innanlands í dag en rúmur helmingur var utan sóttkvíar og því ljóst að veiran er víða í samfélaginu. Magnús Þór Jónsson, verðandi formaður Kennarasambands Íslands og núverandi formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir ljóst að ástandið komi með mjög mismunandi hætti við mismunandi skóla. „Af því sem ég sá, alveg frá núll prósentum upp í 40 prósent hjá ákveðnum skólum. Það er auðvitað eitthvað sem við þurfum að horfa til,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ljóst væri að útfærsla skólahalds í skólum þar sem lítill sem engra áhrifa gætir á starfsliðið verði frábrugðin þeirri þar sem áhrifin eru meiri. Hann segir skóla þá mislangt á veg komna hvað varðar undirbúning á fjarkennslu og öðrum úrræðum sem grípa gæti þurft til ef mönnun leyfir ekki fullt skólahald. „Bara út frá tækjabúnaði og öðrum aðstæðum. Í dag var verið að undirbúa og þar hefur undirbúningurinn náttúrulega tekið mið af því hverjir voru í húsinu. Þar sem vantar marga kennara þá hefur kannski verið erfitt að undirbúa, því auðvitað eru kennarar líka lasnir af Covid og í einangrun,“ segir Magnús. „Þannig að þetta er mjög ólíkt, og ég held að það séu bara skilaboðin inn í samfélagið. Að þetta verður ólíkt og við verðum bara öll að anda ofan í maga og horfa til þess hvað hver skóli ræður við að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. 3. janúar 2022 13:36 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31
Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. 3. janúar 2022 13:36