Högg að fá fréttir um sig byggðar á misskilningi lögreglu Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 11:08 Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, harmar fréttaflutning um að heimilislaus maður hafi verið látinn sofa úti í kuldanum eftir að hafa verið vísað úr gistiskýli á vegum borgarinnar. Sú sé ekki raunin. Vísir Framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir fréttaflutning um að starfsmenn gistiskýlis hafi látið heimilislausan mann sofa úti í kuldanum mikið högg fyrir starfsfólkið. Það hafi enda verið að gera allt rétt, ólíkt því sem lögregla gaf í skyn í dagbók sinni í morgun. Þetta sé misskilningur af hálfu lögreglunnar. Það vakti nokkra athygli í fjölmiðlum í morgun þegar frásögn birtist í dagbók lögreglu um átákanlegar ógöngur heimilislauss manns. Þar sagði um atvik sem varð klukkan tvö í nótt: „Óskað eftir aðstoð lögreglu að hóteli í hverfi 101 þar sem starfsfólk var í vandræðum með ofurölvi mann. Maðurinn gistir venjulega í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar en hefur verið í straffi þar síðustu daga og gistir núna á götunni í -7 gráðu frosti. Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu lögreglu.“ Sigþrúður Erla Arnardóttir hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir það ekki svo að maðurinn sé sendur út í kuldann án þess að tryggt sé að hann fái gistingu annars staðar. „Þegar eitthvað kemur upp á eins og ofbeldi gagnvart starfsfólki eða á milli gesta, höfum við haft samband við lögreglu og við vísum ekki gestum út nema þegar við vitum að viðkomandi geti þá fengið aðstöðu hjá lögreglu eða í öðru neyðarskýli,“ segir Sigþrúður. Þegar hafi verið búið að tilkynna lögreglu um að maðurinn gæti ekki verið í gistiskýlinu og því þyrfti hann gistingu hjá lögreglu. Sá sem hafi síðan skrifað dagbókarfærsluna virðist ekki hafa haft upplýsingar um þetta. „Þarna er eitthvað sem lögreglan þarf bara að skoða því það er greinilegt að það eru mismunandi skilaboð sem eru að fara þarna á milli,“ segir Sigþrúður. Af ýmsum sökum kemur það fyrir að skjólstæðingar eru sendir burt í ákveðinn tíma til að róa sig en þeir eiga svo yfirleitt afturkvæmt eftir viðtal. Þegar það er ekki svo er það unnið í samstarfi við lögreglu. „Við erum að finna með starfsmannahópnum, hvað þeir taka því illa þegar svona fréttir koma þegar þeir telja sig hafa farið alveg rétt að og unnið þetta í samstarfi, þá er þetta mjög mikið högg fyrir starfsmannahópinn að fá svona fréttaflutning. Af því að þeim er annt um skjólstæðingana og gestina sem eru að koma inn í neyðarskýlið,“ segir Sigþrúður. Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í fjölmiðlum í morgun þegar frásögn birtist í dagbók lögreglu um átákanlegar ógöngur heimilislauss manns. Þar sagði um atvik sem varð klukkan tvö í nótt: „Óskað eftir aðstoð lögreglu að hóteli í hverfi 101 þar sem starfsfólk var í vandræðum með ofurölvi mann. Maðurinn gistir venjulega í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar en hefur verið í straffi þar síðustu daga og gistir núna á götunni í -7 gráðu frosti. Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu lögreglu.“ Sigþrúður Erla Arnardóttir hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir það ekki svo að maðurinn sé sendur út í kuldann án þess að tryggt sé að hann fái gistingu annars staðar. „Þegar eitthvað kemur upp á eins og ofbeldi gagnvart starfsfólki eða á milli gesta, höfum við haft samband við lögreglu og við vísum ekki gestum út nema þegar við vitum að viðkomandi geti þá fengið aðstöðu hjá lögreglu eða í öðru neyðarskýli,“ segir Sigþrúður. Þegar hafi verið búið að tilkynna lögreglu um að maðurinn gæti ekki verið í gistiskýlinu og því þyrfti hann gistingu hjá lögreglu. Sá sem hafi síðan skrifað dagbókarfærsluna virðist ekki hafa haft upplýsingar um þetta. „Þarna er eitthvað sem lögreglan þarf bara að skoða því það er greinilegt að það eru mismunandi skilaboð sem eru að fara þarna á milli,“ segir Sigþrúður. Af ýmsum sökum kemur það fyrir að skjólstæðingar eru sendir burt í ákveðinn tíma til að róa sig en þeir eiga svo yfirleitt afturkvæmt eftir viðtal. Þegar það er ekki svo er það unnið í samstarfi við lögreglu. „Við erum að finna með starfsmannahópnum, hvað þeir taka því illa þegar svona fréttir koma þegar þeir telja sig hafa farið alveg rétt að og unnið þetta í samstarfi, þá er þetta mjög mikið högg fyrir starfsmannahópinn að fá svona fréttaflutning. Af því að þeim er annt um skjólstæðingana og gestina sem eru að koma inn í neyðarskýlið,“ segir Sigþrúður.
Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37