Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2022 12:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa séð neinar tillögur um sóttvarnaaðgerðir hjá þeim þingmönnum sem eru á móti þeim. Vísir Wilhelm Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 177 greindust á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst áfram við miklum fjölda landamærasmita. „Þetta eru greinileg Íslendingar sem eru að koma heim eftir að hafa eytt hátíðardögum erlendis og það er mikið af smitum í þeim hópi. við megum eiga von á því áfram. við höfum ráðlagt fólki allan tíma að geyma utanlandsferðir, það er bara engin sem hlustar á það, “ segir Þórólfur. 28 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir aðallega óbólusetta veikjast alvarlega. Þetta er fyrst og fremst óbólusett fólk sem fer inn á gjörgæslu og þetta er delta- afbrigðið hjá þeim sem eru á gjörgæslu. Omíkron virðist ekki valda þessum alvarlegu veikindum en þó eru sjö á spítala vegna þess,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt væri að létta aðgerðum á þá sem eru bólusettir. Svarar Þórólfur. „Það er fyrst og fremst ákvörðun stjórnvalda. Við getum bara bent á það hverjir eru fyrst og fremst að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi. Það er greinilega óbólusett fólk sem er í þeim hópi,“ segir hann. Hann segir að um 10% þeirra sem hafa átt kost á bólusetningu hafi ekki mætt. Þórólfur hvetur fólk til að þiggja hana, „Við þurfum að ná í þetta fólk ef við viljum draga úr þessum alvarlegu veikindum inn á spítalanum og það er ástæðan fyrir aðgerðum okkar,“ segir hann. Í gær kom fram í fréttum okkar að 12 af 17 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þórólfur spur á móti til hvaða aðgerða þingmenn vilji þá grípa til. „Það eru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þessa skoðun núna. Ég vil þá hvetja þingmenn og aðra sem hafa þessa skoðun að koma með lausn á hvernig eigi að leysa málið þegar svo margir veikjast alvarlega að spítalinn yfirfyllist. Hvað leggja þeir til þá það er það sem málið snýst um. Ég hef ekki heyrt neinar bollaleggingar eða tillögur varðandi það,“ segir hann. Núverandi sóttvarnareglugerð gildir til 8. janúar og segist Þórólfur byrjaður að undirbúa næsta minnisblað. Hann vill þó ekki að venju gefa neitt upp fyrr en ráðherra hefur séð það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 177 greindust á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst áfram við miklum fjölda landamærasmita. „Þetta eru greinileg Íslendingar sem eru að koma heim eftir að hafa eytt hátíðardögum erlendis og það er mikið af smitum í þeim hópi. við megum eiga von á því áfram. við höfum ráðlagt fólki allan tíma að geyma utanlandsferðir, það er bara engin sem hlustar á það, “ segir Þórólfur. 28 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir aðallega óbólusetta veikjast alvarlega. Þetta er fyrst og fremst óbólusett fólk sem fer inn á gjörgæslu og þetta er delta- afbrigðið hjá þeim sem eru á gjörgæslu. Omíkron virðist ekki valda þessum alvarlegu veikindum en þó eru sjö á spítala vegna þess,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt væri að létta aðgerðum á þá sem eru bólusettir. Svarar Þórólfur. „Það er fyrst og fremst ákvörðun stjórnvalda. Við getum bara bent á það hverjir eru fyrst og fremst að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi. Það er greinilega óbólusett fólk sem er í þeim hópi,“ segir hann. Hann segir að um 10% þeirra sem hafa átt kost á bólusetningu hafi ekki mætt. Þórólfur hvetur fólk til að þiggja hana, „Við þurfum að ná í þetta fólk ef við viljum draga úr þessum alvarlegu veikindum inn á spítalanum og það er ástæðan fyrir aðgerðum okkar,“ segir hann. Í gær kom fram í fréttum okkar að 12 af 17 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þórólfur spur á móti til hvaða aðgerða þingmenn vilji þá grípa til. „Það eru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þessa skoðun núna. Ég vil þá hvetja þingmenn og aðra sem hafa þessa skoðun að koma með lausn á hvernig eigi að leysa málið þegar svo margir veikjast alvarlega að spítalinn yfirfyllist. Hvað leggja þeir til þá það er það sem málið snýst um. Ég hef ekki heyrt neinar bollaleggingar eða tillögur varðandi það,“ segir hann. Núverandi sóttvarnareglugerð gildir til 8. janúar og segist Þórólfur byrjaður að undirbúa næsta minnisblað. Hann vill þó ekki að venju gefa neitt upp fyrr en ráðherra hefur séð það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira