Afsökunarbeiðni Lukaku: „Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2022 23:00 Lukaku er fullur iðrunar. James Williamson/Getty Images Romelu Lukaku hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali sem tekið var fyrir nokkrum vikum síðan en birtist skömmu fyrir stórleik Chelsea og Liverpool um liðna helgi. Belgíski framherjinn var hvergi sjáanlegur er Chelsea og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Í aðdraganda leiksins var birt viðtal við Lukaku þar sem hann sagði að hann vildi snúa aftur til Inter Milan og að hann væri ósáttur með leikkerfið sem Thomas Tuchel – þjálfari Chelsea – væri að notast við. Tuchel brást við með því að taka Lukaku úr hóp í einum af stærri leikjum tímabilsins. Þjálfarinn staðfesti svo fyrr í dag að Lukaku hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og yrði í hópnum gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum deildarbikarsins. Þá hefur Lukaku beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar. Það gerði hann í gegnum samfélagsmiðla Chelsea. „Við stuðningsfólk vil ég segja: Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum. Ég skil að þið séuð ósátt. Nú er það undir mér komið að vinna traust ykkar til baka og sýna mitt besta á hverjum degi,“ sagði Lukaku í viðtali sem birt var á samfélagsmiðlum Chelsea fyrr í kvöld. „Ég vil einnig biðja þjálfarann, liðsfélagar og stjórn félagsins afsökunar. Ég vonast til að þetta sé nú að baki og ég geti gert mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna leiki,“ endaði Lukaku á að segja. A message from Romelu.— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 4, 2022 Lukaku hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Chelsea frá Inter í sumar. Alls hefur hann skorað fimm mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og tvö í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Belgíski framherjinn var hvergi sjáanlegur er Chelsea og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Í aðdraganda leiksins var birt viðtal við Lukaku þar sem hann sagði að hann vildi snúa aftur til Inter Milan og að hann væri ósáttur með leikkerfið sem Thomas Tuchel – þjálfari Chelsea – væri að notast við. Tuchel brást við með því að taka Lukaku úr hóp í einum af stærri leikjum tímabilsins. Þjálfarinn staðfesti svo fyrr í dag að Lukaku hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og yrði í hópnum gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum deildarbikarsins. Þá hefur Lukaku beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar. Það gerði hann í gegnum samfélagsmiðla Chelsea. „Við stuðningsfólk vil ég segja: Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum. Ég skil að þið séuð ósátt. Nú er það undir mér komið að vinna traust ykkar til baka og sýna mitt besta á hverjum degi,“ sagði Lukaku í viðtali sem birt var á samfélagsmiðlum Chelsea fyrr í kvöld. „Ég vil einnig biðja þjálfarann, liðsfélagar og stjórn félagsins afsökunar. Ég vonast til að þetta sé nú að baki og ég geti gert mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna leiki,“ endaði Lukaku á að segja. A message from Romelu.— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 4, 2022 Lukaku hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Chelsea frá Inter í sumar. Alls hefur hann skorað fimm mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og tvö í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira