Það keppir enginn í maraþonhlaupi með sementspoka á bakinu Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. janúar 2022 07:30 Eitt aðaleinkenni íslensks atvinnulífs og Íslendinga almennt er dugnaður og útsjónarsemi. Í aldanna rás hafa Íslendingar unnið baki brotnu og tekist að byggja upp gott samfélag þar sem fólk hefur það almennt nokkuð gott þó auðvitað séu hér hópar sem hafa verið skildir eftir. Þegar horft er á þróunina frá stríðslokum 1945 þá höfum við í raun farið frá því að vera eitt fátækasta ríki Evrópu í eitt það blómlegasta. Það mál líkja þessum árangri við það að keppa í maraþonhlaupi á HM í frjálsum íþróttum og vera eini keppandinn með sementspoka á bakinu en hafna samt í einu af efstu sætunum. Til að ná slíkum árangri þarf hlauparinn að æfa miklu meira en hinir til að ná þessum árangri, leggja tvöfalt meira á sig. Er ekki kominn tími til að losa okkur við sementspokann og uppskera laun erfiðis okkar? Ég trúi á jöfn tækifæri en þegar sumir þurfa að hlaupa með sementspoka á bakinu er um ójafna keppni að ræða. Flokkur fólksins hefur nú bent á eina af birtingarmyndum þessa ójafna kapphlaups. Bankarnir skila feitum hagnaði á sama tíma og verð hlutfjár í þeim rýkur upp á tímum djúprar efnahagslægðar. Skilaboðin eru þau að hækka beri bankaskattinn sem sumir halda fram að muni einungis leiða til hækkunar þjónustugjalda og vaxtamunar og þar með þyngja þennan blessaða sementspoka. Rót vandans liggur í áhættusömum örgjaldmiðli sem kostar almenning tugi milljarða á ári, gjaldmiðli sem hamlar samkeppni, gjaldmiðli sem þrífst ekki nema með höftum. Viðbrögðin eru samt alltaf þau sömu, að meðhöndla einkennin í stað þess að ráðast að rótum vandans. Á meðan burðumst við með æ þyngri sementspoka á bakinu í lífsgæðakapphlaupinu, úrvinda dugnaðarfólk. Er þetta ekki bara komið gott? Er ekki bara best að leggja sementspokanum og leyfa okkur að njóta raunverulegs ávinnings dugnaðar okkar og útsjónarsemi með alvöru gjaldmiðli? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt aðaleinkenni íslensks atvinnulífs og Íslendinga almennt er dugnaður og útsjónarsemi. Í aldanna rás hafa Íslendingar unnið baki brotnu og tekist að byggja upp gott samfélag þar sem fólk hefur það almennt nokkuð gott þó auðvitað séu hér hópar sem hafa verið skildir eftir. Þegar horft er á þróunina frá stríðslokum 1945 þá höfum við í raun farið frá því að vera eitt fátækasta ríki Evrópu í eitt það blómlegasta. Það mál líkja þessum árangri við það að keppa í maraþonhlaupi á HM í frjálsum íþróttum og vera eini keppandinn með sementspoka á bakinu en hafna samt í einu af efstu sætunum. Til að ná slíkum árangri þarf hlauparinn að æfa miklu meira en hinir til að ná þessum árangri, leggja tvöfalt meira á sig. Er ekki kominn tími til að losa okkur við sementspokann og uppskera laun erfiðis okkar? Ég trúi á jöfn tækifæri en þegar sumir þurfa að hlaupa með sementspoka á bakinu er um ójafna keppni að ræða. Flokkur fólksins hefur nú bent á eina af birtingarmyndum þessa ójafna kapphlaups. Bankarnir skila feitum hagnaði á sama tíma og verð hlutfjár í þeim rýkur upp á tímum djúprar efnahagslægðar. Skilaboðin eru þau að hækka beri bankaskattinn sem sumir halda fram að muni einungis leiða til hækkunar þjónustugjalda og vaxtamunar og þar með þyngja þennan blessaða sementspoka. Rót vandans liggur í áhættusömum örgjaldmiðli sem kostar almenning tugi milljarða á ári, gjaldmiðli sem hamlar samkeppni, gjaldmiðli sem þrífst ekki nema með höftum. Viðbrögðin eru samt alltaf þau sömu, að meðhöndla einkennin í stað þess að ráðast að rótum vandans. Á meðan burðumst við með æ þyngri sementspoka á bakinu í lífsgæðakapphlaupinu, úrvinda dugnaðarfólk. Er þetta ekki bara komið gott? Er ekki bara best að leggja sementspokanum og leyfa okkur að njóta raunverulegs ávinnings dugnaðar okkar og útsjónarsemi með alvöru gjaldmiðli? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun