Segir ósanngjarnt ef Fallon Sherrock fær sæti í úrvalsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 14:01 Fallon Sherrock tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton, 3-2, í 1. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. getty/Tom Dulat Skiptar skoðanir eru á því hvort Fallon Sherrock eigi að fá keppnisrétt í úrvalsdeildinni í pílukasti. Sherrock hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á mótum og komst meðal annars í 3. umferð á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Hún komst einnig í átta manna úrslit á Grand Slam of Darts síðasta haust. Þá er Sherrock gríðarlega vinsæl og líklega einn vinsælasti pílukastari heims. Hún tapaði hins vegar í 1. umferð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og ekki eru allir sáttir með að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem tíu af bestu kepppendum heims leiða saman hesta sína. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir munu keppa í úrvalsdeildinni en talið er að forsvarsmenn hennar bíði eftir því hvort Sherrock muni tryggja sér sæti á PDC mótaröðinni. John Part, þrefaldur heimsmeistari og einn sérfræðinga Sky Sports um pílukast, er mótfallinn því að Sherrock fái sæti í úrvalsdeildinni. „Með núgildandi fyrirkomulagi er erfitt að velja hana. Hún er sannarlega fær um að spila. En ef ég væri hún eða einhver tengdur henni myndi ég sennilega ekki vilja að hún færi í úrvalsdeildinni. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt þetta er. Þetta hefur ekki góð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. Við höfum séð það hjá leikmönnum á borð við Kim Huybrechts, Mark Webster og Michael Smith,“ sagði Part. Hann er sannfærður um að það myndi auka áhuga á úrvalsdeildinni að bjóða Sherrock sæti í henni en ókostirnir séu líka til staðar og vegi sennilega þyngra. „Það yrði að mörgu leyti gott að hafa hana þarna en ég held að það væri ekki gott fyrir hana og er ekki viss um að það væri sanngjarnt fyrir aðra. Þú getur ekki gert þetta á kostnað einhvers sem á það fullkomlega skilið án þess að spyrja hvort þetta hafi eitthvað með athygli á mótinu að gera. Og það þarf ekki endilega að vera jákvæð athygli,“ sagði Part um Sherrock sem er í 90. sæti heimslistans. Pílukast Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Sherrock hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á mótum og komst meðal annars í 3. umferð á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Hún komst einnig í átta manna úrslit á Grand Slam of Darts síðasta haust. Þá er Sherrock gríðarlega vinsæl og líklega einn vinsælasti pílukastari heims. Hún tapaði hins vegar í 1. umferð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og ekki eru allir sáttir með að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem tíu af bestu kepppendum heims leiða saman hesta sína. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir munu keppa í úrvalsdeildinni en talið er að forsvarsmenn hennar bíði eftir því hvort Sherrock muni tryggja sér sæti á PDC mótaröðinni. John Part, þrefaldur heimsmeistari og einn sérfræðinga Sky Sports um pílukast, er mótfallinn því að Sherrock fái sæti í úrvalsdeildinni. „Með núgildandi fyrirkomulagi er erfitt að velja hana. Hún er sannarlega fær um að spila. En ef ég væri hún eða einhver tengdur henni myndi ég sennilega ekki vilja að hún færi í úrvalsdeildinni. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt þetta er. Þetta hefur ekki góð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. Við höfum séð það hjá leikmönnum á borð við Kim Huybrechts, Mark Webster og Michael Smith,“ sagði Part. Hann er sannfærður um að það myndi auka áhuga á úrvalsdeildinni að bjóða Sherrock sæti í henni en ókostirnir séu líka til staðar og vegi sennilega þyngra. „Það yrði að mörgu leyti gott að hafa hana þarna en ég held að það væri ekki gott fyrir hana og er ekki viss um að það væri sanngjarnt fyrir aðra. Þú getur ekki gert þetta á kostnað einhvers sem á það fullkomlega skilið án þess að spyrja hvort þetta hafi eitthvað með athygli á mótinu að gera. Og það þarf ekki endilega að vera jákvæð athygli,“ sagði Part um Sherrock sem er í 90. sæti heimslistans.
Pílukast Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira