Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2022 11:47 Bæði Sverrir Einar Eiríksson og Ingólfur Þórarinsson hafa höfðað mál gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. Málið sem tekið verður fyrir af héraðsdómi er mál Ingólfs, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Sindri er einn þeirra sex sem Ingó hefur kært vegna æruðmeiðandi ummæla á netinu. Ingó sendi Sindra kröfubréf í sumar vegna ummæla sem hann lét falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda frægs tónlistarmanns. Ingó kærði einnig tvo blaðamenn, Kristlínu Dís Ingilínardóttur á Fréttablaðinu og Erlu Dóru Magnúsdóttur á DV, sem drógu þá ályktun að Ingó hafi verið nafnlausi tónlistarmaðurinn sem um ræddi í myndbandi Öfga. Sindri var krafinn af Ingó um þrjár milljónir króna í miskabætur sem hann lét falla í athugasemdakerfi Vísis við grein um Ingó Veðurguð. Sindri hefur lýst því yfir að hann muni ekki greiða Ingó krónu með gati, hann verði að bæta sér upp auraleysið annars staðar. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingós, segir í samtali við fréttastofu að mál Ingós gegn Sindra sé það eina sem komið sé á dagskrá dómstóla. „Þetta snýst um það að hann gengur mjög langt og fullyrðir ýmislegt sem ekkert var fyrir. Þetta er komið í réttan farveg, þetta er til úrlausnar hjá dómstólum þar sem reka á ágreiningsmál,“ segir Auður. Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar auðkýfingurinn Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og forsvarsmaður Römpum upp Reykjavík, bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sex sem Ingó krafði um miskabætur. Ekki náðist í Harald við gerð þessarar fréttar. Fréttastofa reyndi að ná tali af Sigrúnu Jóhannsdóttur, lögmanni Sindra, en hún var þá við það að funda með Sindra vegna málsins. Það vakti athygli blaðamanns að annað mál gegn Sindra er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á föstudag, 7. janúar, en það er mál Sverris Einars Eiríkssonar, lögfræðings og eiganda Nýju vínbúðarinnar, gegn Sindra. Sindra og Sverri fóru í hár saman á Twitter í sumar þegar mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns var á allra vörum. Sverrir hafði þá átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið og meðal annars rökrætt það við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Sindri lét þá þessi ummæli falla um Sverri á Twitter: „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ og „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki upp á sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sverrir sendi Sindra í kjölfarið kröfubréf um þrjár milljónir króna í miskabætur og rúmlega 220 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þá hefur hann farið fram á að Sindri greiði miskabæturnar inn á reikning Samtaka um kvennaathvarf. Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vilhjálmur hættur með mál Ingós Veðurguðs Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fer ekki lengur með mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. 30. júlí 2021 07:33 Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. 17. júlí 2021 10:17 Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Málið sem tekið verður fyrir af héraðsdómi er mál Ingólfs, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Sindri er einn þeirra sex sem Ingó hefur kært vegna æruðmeiðandi ummæla á netinu. Ingó sendi Sindra kröfubréf í sumar vegna ummæla sem hann lét falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda frægs tónlistarmanns. Ingó kærði einnig tvo blaðamenn, Kristlínu Dís Ingilínardóttur á Fréttablaðinu og Erlu Dóru Magnúsdóttur á DV, sem drógu þá ályktun að Ingó hafi verið nafnlausi tónlistarmaðurinn sem um ræddi í myndbandi Öfga. Sindri var krafinn af Ingó um þrjár milljónir króna í miskabætur sem hann lét falla í athugasemdakerfi Vísis við grein um Ingó Veðurguð. Sindri hefur lýst því yfir að hann muni ekki greiða Ingó krónu með gati, hann verði að bæta sér upp auraleysið annars staðar. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingós, segir í samtali við fréttastofu að mál Ingós gegn Sindra sé það eina sem komið sé á dagskrá dómstóla. „Þetta snýst um það að hann gengur mjög langt og fullyrðir ýmislegt sem ekkert var fyrir. Þetta er komið í réttan farveg, þetta er til úrlausnar hjá dómstólum þar sem reka á ágreiningsmál,“ segir Auður. Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar auðkýfingurinn Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og forsvarsmaður Römpum upp Reykjavík, bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sex sem Ingó krafði um miskabætur. Ekki náðist í Harald við gerð þessarar fréttar. Fréttastofa reyndi að ná tali af Sigrúnu Jóhannsdóttur, lögmanni Sindra, en hún var þá við það að funda með Sindra vegna málsins. Það vakti athygli blaðamanns að annað mál gegn Sindra er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á föstudag, 7. janúar, en það er mál Sverris Einars Eiríkssonar, lögfræðings og eiganda Nýju vínbúðarinnar, gegn Sindra. Sindra og Sverri fóru í hár saman á Twitter í sumar þegar mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns var á allra vörum. Sverrir hafði þá átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið og meðal annars rökrætt það við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Sindri lét þá þessi ummæli falla um Sverri á Twitter: „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ og „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki upp á sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sverrir sendi Sindra í kjölfarið kröfubréf um þrjár milljónir króna í miskabætur og rúmlega 220 þúsund krónur í lögmannskostnað. Þá hefur hann farið fram á að Sindri greiði miskabæturnar inn á reikning Samtaka um kvennaathvarf.
Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vilhjálmur hættur með mál Ingós Veðurguðs Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fer ekki lengur með mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. 30. júlí 2021 07:33 Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. 17. júlí 2021 10:17 Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Vilhjálmur hættur með mál Ingós Veðurguðs Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fer ekki lengur með mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. 30. júlí 2021 07:33
Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. 17. júlí 2021 10:17
Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04