Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um það sem fram kom á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis nú fyrir hádegið.

Einnig segjum við frá framboðsmálum innan Eflingar en nú hafa tveir félagsmenn lýst yfir áhuga á því að leiða stéttarfélagið fjölmenna.

Við gerum líka upp „stóra myllumálið“ en gríðarlegur fjöldi fólks fylgdist í gær agndofa með tilraunum Sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar til að fella vindmyllu í Þykkvabænum.

Þá tökum við stöðuna á lægðinni sem stefnir að landinu en gular veðurviðvaranir taka víða gildi í kvöld vegna hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×