Frá þessu greinir Dagur í færslu sem hann birti á Facebook rétt í þessu.
Þar segir hann að nokkrir fjölmiðlar hafi haft samband við sig í dag, enda greindi hann frá því fyrir jól að hann myndi tilkynna um framtíð sína í pólitík eftir hátíðirnar. Segist hann þakklátur fyrir hversu margir hafi haft samband.
„Ég vona að það mæti skilningi að ég muni ekki segja frá niðurstöðu minni fyrr en sóttkví lýkur sem verður vonandi um helgina eða strax eftir helgi.“