„Þá skall þetta bara á okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 12:30 Dagur Sigurðsson og hans menn verða ekki með á Asíumótinu sem væntanlega hefur í för með sér að Japan verði ekki með á HM á næsta ári. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, slapp við kórónuveirusmit en tólf úr leikmannahópi og starfsliði hans hafa greinst með smit eftir æfingamót í Póllandi á milli jóla og nýárs. Japanska handknattleikssambandið ákvað að hætta við þátttöku á Asíumótinu sem á að hefjast í Sádi Arabíu 18. janúar, eftir að hópsmitið kom upp. Japan mætti liði Erlings Richardssonar, Hollandi, sem og Túnis og heimamönnum á mótinu í Póllandi, þar sem hinir smituðu bíða nú í einangrun. „Það er svo sem ekkert hægt að setja út á smitvarnir þarna og það voru allir testaðir þegar þeir komu til Póllands en svo smitaðist einn í okkar liði. Það var náttúrulega mikill samgangur, menn saman í búningsklefanum, á æfingum og í mat, og tveir og tveir saman í herbergi, og eftir þetta fyrsta smit þá skall þetta bara á okkur,“ segir Dagur. Samkvæmt nýjustu tölum eru 12 smitaðir í japanska hópnum, sem klára þurfa tíu daga einangrun í Póllandi. Aðrir voru sendir heim, þar á meðal Dagur sem slapp við smit og er kominn til Íslands. HM hugsanlega fórnað en „ekkert annað í stöðunni“ Dagur kveðst ekki ósáttur við ákvörðun japanska sambandsins: „Sambandið tók þessa ákvörðun en það var í raun ekkert annað í stöðunni. Þetta lagðist þannig á hópinn, án þess að ég fari út í hvaða leikmenn smituðust eða í hvaða leikstöðum, og heilsa þeirra þarf að vera í forgangi.“ Asíumótið á meðal annars að skera úr um hvaða fimm lið úr Asíu komast á heimsmeistaramótið á næsta ári. Þar með er enn meiri fórnarkostnaður fólginn í því að hætta við þátttöku á mótinu en Dagur efast um að öll nótt sé úti. „Við verðum bara að sjá til með það. Þetta er allt í óvissu eins og er, eins og með Afríkumótið og svo virðist Evrópumótið orðið keppni í að ná að setja saman lið,“ segir Dagur en þátttökuþjóðirnar á EM keppast nú um að aflýsa vináttulandsleikjum í aðdraganda EM, vegna kórónuveirusmita. EM á að hefjast næsta fimmtudag. Handbolti Tengdar fréttir Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30 Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16 „Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31 Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira
Japanska handknattleikssambandið ákvað að hætta við þátttöku á Asíumótinu sem á að hefjast í Sádi Arabíu 18. janúar, eftir að hópsmitið kom upp. Japan mætti liði Erlings Richardssonar, Hollandi, sem og Túnis og heimamönnum á mótinu í Póllandi, þar sem hinir smituðu bíða nú í einangrun. „Það er svo sem ekkert hægt að setja út á smitvarnir þarna og það voru allir testaðir þegar þeir komu til Póllands en svo smitaðist einn í okkar liði. Það var náttúrulega mikill samgangur, menn saman í búningsklefanum, á æfingum og í mat, og tveir og tveir saman í herbergi, og eftir þetta fyrsta smit þá skall þetta bara á okkur,“ segir Dagur. Samkvæmt nýjustu tölum eru 12 smitaðir í japanska hópnum, sem klára þurfa tíu daga einangrun í Póllandi. Aðrir voru sendir heim, þar á meðal Dagur sem slapp við smit og er kominn til Íslands. HM hugsanlega fórnað en „ekkert annað í stöðunni“ Dagur kveðst ekki ósáttur við ákvörðun japanska sambandsins: „Sambandið tók þessa ákvörðun en það var í raun ekkert annað í stöðunni. Þetta lagðist þannig á hópinn, án þess að ég fari út í hvaða leikmenn smituðust eða í hvaða leikstöðum, og heilsa þeirra þarf að vera í forgangi.“ Asíumótið á meðal annars að skera úr um hvaða fimm lið úr Asíu komast á heimsmeistaramótið á næsta ári. Þar með er enn meiri fórnarkostnaður fólginn í því að hætta við þátttöku á mótinu en Dagur efast um að öll nótt sé úti. „Við verðum bara að sjá til með það. Þetta er allt í óvissu eins og er, eins og með Afríkumótið og svo virðist Evrópumótið orðið keppni í að ná að setja saman lið,“ segir Dagur en þátttökuþjóðirnar á EM keppast nú um að aflýsa vináttulandsleikjum í aðdraganda EM, vegna kórónuveirusmita. EM á að hefjast næsta fimmtudag.
Handbolti Tengdar fréttir Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30 Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16 „Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31 Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira
Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30
Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16
„Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31
Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41