Hættum að plástra brotna sál Bjarki Eiríksson skrifar 6. janúar 2022 11:01 Kæra ríkisstjórn Ég heiti Bjarki, er faðir og eiginmaður á 38. aldursári og í mörg ár hef ég glímt við þunglyndi. Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur. Af og til virðist hann hverfa í nokkra mánuði, jafnvel ár, en annars passar hann sig á að vera reglulega í sambandi og minna á sig. Þessi farþegi borgar ekkert fyrir farið en ég hef hins vegar oft fengið að greiða dýru gjaldi fyrir hann. Þegar drengirnir mínir fæddust þróaði ég með mér fæðingarþunglyndi. Fyrir tæplega þremur árum, rétt fyrir þrítugasta og fimmta afmælisdaginn minn, fékk ég hjartaáfall og í kjölfarið féll ég ofan í hyldjúpan pytt streitu og þunglyndis. Ekki var á það bætandi að rétt fyrir jólin 2020 missti ég vinnuna mína til tæpra sex ára vegna Covid. Lengi reyndi ég að glíma við afleiðingarnar einn, á hörkunni, og auðvitað gekk það ekki. Það var ekki fyrr en að ég komst loksins að hjá sálfræðingi að ég fór að sjá á mér mun til hins betra og líða betur. Það er þó ekki hlaupið að því að komast að hjá góðum sálfræðing, biðlistar eru nokkuð langir, og því síður að geta haldið áfram í meðferð hjá slíkum því hver tími kostar um 20.000 krónur. Það vita þau sem þekkja, að glíma við þunglyndi er maraþon, ekki spretthlaup! Á nýliðnu ári hljóp kostnaður sálfræðimeðferðar minnar á hundruðum þúsunda króna. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur sýnt fyrirhyggju og hef því haft í smá sjóð að sækja til að leyfa mér þennan “munað” en nú gengur hratt á höfuðstólinn. Það eru hinsvegar ekki allir í jafn góðri stöðu og ég. Í júní 2020 voru samþykkt lög, sem þingmenn Viðreisnar lögðu fram á Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, sem tryggja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fjármagna lögin ekki á liðnu fjárlagaári og það sama er uppi á teningnum skv. núverandi fjárlögum, þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi fólks sé á atvinnuleysisskrá og sálarheill þúsunda einstaklinga í húfi. Það er ekki boðlegt að fólk neyðist til að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna þess að ríkisstjórn þjóðarinnar virðist ekki meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta en ætti ekki að flokkast sem munaður! Á meðan Covid heimsfaraldurinn hefur geisað hefur gífurlegum fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið án þess þó að ásættanlegu hlutfalli þeirra fjármuna hafi verið varið í geðheilbrigðismál fullorðinna. Frá því að faraldurinn gekk á land á Íslandi hafa 39 látið lífið af völdum Covid. En á sama tíma hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf. Því ættu að vera eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda að gefa geðheilbrigði meiri gaum. Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að láta sig málið varða og beita sér í þessu mikilvæga máli því eins og Stefán Ingvar Vigfússon orðaði svo vel í bakþönkum Fréttablaðsins fyrir skömmu: „Það er ákvörðun. Það er meðvituð ákvörðun stjórnvalda að halda sálfræðiþjónustu frá hinum efnaminni. Á meðan hún er ekki niðurgreidd þá eru það forréttindi að vera andlega heilbrigð. Og allt tal um bjartari tíma sem ganga senn í garð beinast einungis að þeim efnameiri.” Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og fjármagn verði tryggt til þess að hjálpa fólki, sér í lagi efnaminna fólki, sem glímir við geðræn vandamál. Brotna sál er jafn mikilvægt að lækna og brotinn fót. Höfundur er áhugamaður um geðheilbrigðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarki Eiríksson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra ríkisstjórn Ég heiti Bjarki, er faðir og eiginmaður á 38. aldursári og í mörg ár hef ég glímt við þunglyndi. Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur. Af og til virðist hann hverfa í nokkra mánuði, jafnvel ár, en annars passar hann sig á að vera reglulega í sambandi og minna á sig. Þessi farþegi borgar ekkert fyrir farið en ég hef hins vegar oft fengið að greiða dýru gjaldi fyrir hann. Þegar drengirnir mínir fæddust þróaði ég með mér fæðingarþunglyndi. Fyrir tæplega þremur árum, rétt fyrir þrítugasta og fimmta afmælisdaginn minn, fékk ég hjartaáfall og í kjölfarið féll ég ofan í hyldjúpan pytt streitu og þunglyndis. Ekki var á það bætandi að rétt fyrir jólin 2020 missti ég vinnuna mína til tæpra sex ára vegna Covid. Lengi reyndi ég að glíma við afleiðingarnar einn, á hörkunni, og auðvitað gekk það ekki. Það var ekki fyrr en að ég komst loksins að hjá sálfræðingi að ég fór að sjá á mér mun til hins betra og líða betur. Það er þó ekki hlaupið að því að komast að hjá góðum sálfræðing, biðlistar eru nokkuð langir, og því síður að geta haldið áfram í meðferð hjá slíkum því hver tími kostar um 20.000 krónur. Það vita þau sem þekkja, að glíma við þunglyndi er maraþon, ekki spretthlaup! Á nýliðnu ári hljóp kostnaður sálfræðimeðferðar minnar á hundruðum þúsunda króna. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur sýnt fyrirhyggju og hef því haft í smá sjóð að sækja til að leyfa mér þennan “munað” en nú gengur hratt á höfuðstólinn. Það eru hinsvegar ekki allir í jafn góðri stöðu og ég. Í júní 2020 voru samþykkt lög, sem þingmenn Viðreisnar lögðu fram á Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, sem tryggja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fjármagna lögin ekki á liðnu fjárlagaári og það sama er uppi á teningnum skv. núverandi fjárlögum, þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi fólks sé á atvinnuleysisskrá og sálarheill þúsunda einstaklinga í húfi. Það er ekki boðlegt að fólk neyðist til að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna þess að ríkisstjórn þjóðarinnar virðist ekki meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta en ætti ekki að flokkast sem munaður! Á meðan Covid heimsfaraldurinn hefur geisað hefur gífurlegum fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið án þess þó að ásættanlegu hlutfalli þeirra fjármuna hafi verið varið í geðheilbrigðismál fullorðinna. Frá því að faraldurinn gekk á land á Íslandi hafa 39 látið lífið af völdum Covid. En á sama tíma hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf. Því ættu að vera eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda að gefa geðheilbrigði meiri gaum. Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að láta sig málið varða og beita sér í þessu mikilvæga máli því eins og Stefán Ingvar Vigfússon orðaði svo vel í bakþönkum Fréttablaðsins fyrir skömmu: „Það er ákvörðun. Það er meðvituð ákvörðun stjórnvalda að halda sálfræðiþjónustu frá hinum efnaminni. Á meðan hún er ekki niðurgreidd þá eru það forréttindi að vera andlega heilbrigð. Og allt tal um bjartari tíma sem ganga senn í garð beinast einungis að þeim efnameiri.” Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og fjármagn verði tryggt til þess að hjálpa fólki, sér í lagi efnaminna fólki, sem glímir við geðræn vandamál. Brotna sál er jafn mikilvægt að lækna og brotinn fót. Höfundur er áhugamaður um geðheilbrigðismál.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun