360 börn voru bólusett á Selfossi í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. janúar 2022 12:30 Heilbrigðisstofnun Suðurlands vilhelm gunnarsson Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. Heilbrigðisstofnanir um land allt undirbúa nú bólusetningu barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að hefja leika á mánudaginn. Upphaflega stóð til að börnin yrðu bólusett í skólum en í gær var tekin ákvörðun um að færa framkvæmdina inn í Laugardalshöll vegna manneklu hjá heilsugæslunni. Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. En þau eru tíu og ellefu ára. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi segir að dagurinn hafi gengið mjög vel. „Þetta var um 60% mæting sem mér finnst bara mjög gott. Gott fyrirkomulag hjá okkur.“ Hvar eru börnin bólusett? „Þau eru bólusett í einum skóla hér á Selfossi sem við fengum til afnota eftir skólatíma. Byrjum klukkan fjögur þegar skóla var lokið og allir starfsmenn farnir og vorum til átta í gærkvöldi að bólusetja.“ Börn búsett í Árnessýslu verða bólusett á Selfossi í ljósi samstarfsverkefnis. Í næstu viku verða sjö, átta og níu ára börn bólusett á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisstofnun Austurlands liggur ekki fyrir hvar börn verði bólusett í næstu viku en unnið er að framkvæmdinni. Þá er einnig unnið að útfærslu á Norðurlandi. Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. „Menn eru að skoða tvær leiðir annars vegar að bólusetja í skólum eða á hefðbundnum bólusetningarstöðum sem við höfum notað og það getur verið misjafnt eftir svæðum hvaða leið verður farið. Það fer eftir því hvað hentar og hverjar aðstæður eru á hverjum stað.“ Ekki náðist í forsvarsmenn heilbrigðisstofnunar Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að hefja leika á mánudaginn. Upphaflega stóð til að börnin yrðu bólusett í skólum en í gær var tekin ákvörðun um að færa framkvæmdina inn í Laugardalshöll vegna manneklu hjá heilsugæslunni. Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. En þau eru tíu og ellefu ára. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi segir að dagurinn hafi gengið mjög vel. „Þetta var um 60% mæting sem mér finnst bara mjög gott. Gott fyrirkomulag hjá okkur.“ Hvar eru börnin bólusett? „Þau eru bólusett í einum skóla hér á Selfossi sem við fengum til afnota eftir skólatíma. Byrjum klukkan fjögur þegar skóla var lokið og allir starfsmenn farnir og vorum til átta í gærkvöldi að bólusetja.“ Börn búsett í Árnessýslu verða bólusett á Selfossi í ljósi samstarfsverkefnis. Í næstu viku verða sjö, átta og níu ára börn bólusett á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisstofnun Austurlands liggur ekki fyrir hvar börn verði bólusett í næstu viku en unnið er að framkvæmdinni. Þá er einnig unnið að útfærslu á Norðurlandi. Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. „Menn eru að skoða tvær leiðir annars vegar að bólusetja í skólum eða á hefðbundnum bólusetningarstöðum sem við höfum notað og það getur verið misjafnt eftir svæðum hvaða leið verður farið. Það fer eftir því hvað hentar og hverjar aðstæður eru á hverjum stað.“ Ekki náðist í forsvarsmenn heilbrigðisstofnunar Vesturlands við vinnslu fréttarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13
Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30
Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58