Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. janúar 2022 13:51 Frá Landspítalanum. Vísir/Einar Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Eins og staðan er í dag eru 32 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, 28 eru með virkt smit í einangrun á meðan fjórir eru lausir úr einangrun en teljast ekki útskriftarhæfir. Sautján eru bólusettir en fimmtán óbólusettir. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Fimm af sjö á gjörgæslu eru óbólusettir. Níu sjúklingar eru með ómíkron afbrigði veirunnar og sautján eru með delta en upplýsingar um veiruafbrigði vantar hjá sex sjúklingum. Að minnsta kosti einn sjúklingur sem nú er á gjörgæslu er með ómíkron. 8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, og þar af 2.050 börn. Þrír eru flokkaðir sem „rauðir“ þar sem innlögn þykir líkleg og svo eru 183 flokkaðir sem „gulir“ þar sem innlögn þykir möguleg. Aðrir eru einkennalitlir, einkennalausir eða bíða mats. Alls greindust 1063 smitaðir af veirunni í gær en um það bil 90 prósent þeirra sem eru að greinast þessa dagana eru með ómíkron afbrigði veirunnar. Áfram er þó stöðugur fjöldi að greinast með delta afbrigðið og virðast þeir vera að veikjast frekar. Enn er of snemmt að segja til um hversu stór hluti þeirra sem greinast með ómíkron afbrigðið þurfi á spítalainnlögn að halda en út frá upplýsingum erlendis frá er spáð að um 0,7 prósent þeirra sem greinast þurfi að leggjast inn. Samkvæmt nýjasta spálíkani Landspítala má gera ráð fyrir að innlögnum á gjörgæslu fjölgi á næstu dögum en vonir eru bundnar við að bjartsýnasta spáin gangi eftir. Þannig yrðu níu á gjörgæslu þann 13. janúar en svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 23 verða inniliggjandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54 32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Eins og staðan er í dag eru 32 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, 28 eru með virkt smit í einangrun á meðan fjórir eru lausir úr einangrun en teljast ekki útskriftarhæfir. Sautján eru bólusettir en fimmtán óbólusettir. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Fimm af sjö á gjörgæslu eru óbólusettir. Níu sjúklingar eru með ómíkron afbrigði veirunnar og sautján eru með delta en upplýsingar um veiruafbrigði vantar hjá sex sjúklingum. Að minnsta kosti einn sjúklingur sem nú er á gjörgæslu er með ómíkron. 8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, og þar af 2.050 börn. Þrír eru flokkaðir sem „rauðir“ þar sem innlögn þykir líkleg og svo eru 183 flokkaðir sem „gulir“ þar sem innlögn þykir möguleg. Aðrir eru einkennalitlir, einkennalausir eða bíða mats. Alls greindust 1063 smitaðir af veirunni í gær en um það bil 90 prósent þeirra sem eru að greinast þessa dagana eru með ómíkron afbrigði veirunnar. Áfram er þó stöðugur fjöldi að greinast með delta afbrigðið og virðast þeir vera að veikjast frekar. Enn er of snemmt að segja til um hversu stór hluti þeirra sem greinast með ómíkron afbrigðið þurfi á spítalainnlögn að halda en út frá upplýsingum erlendis frá er spáð að um 0,7 prósent þeirra sem greinast þurfi að leggjast inn. Samkvæmt nýjasta spálíkani Landspítala má gera ráð fyrir að innlögnum á gjörgæslu fjölgi á næstu dögum en vonir eru bundnar við að bjartsýnasta spáin gangi eftir. Þannig yrðu níu á gjörgæslu þann 13. janúar en svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 23 verða inniliggjandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54 32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54
32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45