Aftur með veiruna eftir að hafa smitast á Everest Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 21:00 Óhætt er að segja að það fari betur um Heimi í einangruninni nú en það gerði á Everest. Myndina til vinstri tók Heimir í fjallinu í maí, þegar hann var orðinn smitaður, en myndin til hægri er tekin í huggulegheitum á Íslandi - á jafnsléttu, eða því sem næst. Samsett Heimir Fannar Hallgrímsson, lögfræðingur og fasteignasali sem kleif Everest með félaga sínum í fyrra, er kominn með kórónuveiruna – sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Heimir er smitaður í annað sinn. Hann var í hlíðum Everest þegar hann sýktist í fyrra skiptið og aðstæður í einangruninni nú þess vegna nokkuð frábrugðnar því sem áður var. „Þetta eru klárlega miklu betri aðstæður núna,“ segir Heimir léttur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann kveðst einkennalítill, enda þegar búinn að fá veiruna auk þess sem hann er tvíbólusettur. Fengu einkenni áður en toppnum var náð Heimir og Sigurður B. Sveinsson klifu tind Everest í maí síðastliðnum til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Þeir byrjuðu að finna fyrir Covid-einkennum strax í búðum þrjú og fjögur, áður en þeir komu á toppinn. Það var svo ekki fyrr en þeir komust niður í grunnbúðir að þeir fengu sýkinguna staðfesta með prófi, eftir talsverðar hrakfarir á niðurleiðinni. „Maður veit náttúrlega ekkert almennilega, því þetta eru svo klikkaðar aðstæður í fjallinu. Við höfðum í raun ekki hugmynd um hvort væri, maður hafði ekki samanburðinn af þetta háu fjalli. Ég var algjörlega búinn á því á niðurleiðinni en erfitt að segja hvort það var út af Covidinu. En Siggi var mjög veikur þegar við vorum komnir niður í búðir tvö,“ rifjar Heimir upp. Miklu ferskari en síðast Einangrunin er öllu þægilegri í þetta sinn en Heimir er nýkominn heim til Íslands frá Barcelona á Spáni og telur líklegt að hann hafi smitast þar. Margir í vinahóp sem hann var með úti eru einnig smitaðir. „Ef maður getur fengið þetta á Everest þá getur varla verið mikið mál að fá þetta í milljónastórborg,“ segir hann og hlær. Hann sé með leiðinlegan hósta í þetta sinn en annars hress. „Ég er með bragðskyn og lyktarskyn og er bara að reyna að þrífa heima hjá mér. Annars bara ferskur og miklu ferskari en síðast,“ segir Heimir. Líklegt verður að teljast að Heimir hafi nælt sér í hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði veirunnar úti í Barcelona en það er víða orðið ráðandi meðal nýsmitaðra í Evrópu og öðrum heimsálfum. Dæmi eru um það síðustu vikur að fólk sem áður greindist með veiruna fái hana aftur; til að mynda Kolfinna Frigg Sigurðardóttir, sem greindist með ómíkron í desember mánuði eftir að hún lauk einangrun vegna fyrstu sýkingar. Þegar viðtalið við Kolfinnu var birt höfðu aðeins um tuttugu til þrjátíu manns greinst tvisvar með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Tengdar fréttir Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. 6. janúar 2022 13:51 Íslendingar að koma heim eftir hátíðirnar skýri metfjölda smitaðra Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis. 6. janúar 2022 13:01 Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
„Þetta eru klárlega miklu betri aðstæður núna,“ segir Heimir léttur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann kveðst einkennalítill, enda þegar búinn að fá veiruna auk þess sem hann er tvíbólusettur. Fengu einkenni áður en toppnum var náð Heimir og Sigurður B. Sveinsson klifu tind Everest í maí síðastliðnum til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Þeir byrjuðu að finna fyrir Covid-einkennum strax í búðum þrjú og fjögur, áður en þeir komu á toppinn. Það var svo ekki fyrr en þeir komust niður í grunnbúðir að þeir fengu sýkinguna staðfesta með prófi, eftir talsverðar hrakfarir á niðurleiðinni. „Maður veit náttúrlega ekkert almennilega, því þetta eru svo klikkaðar aðstæður í fjallinu. Við höfðum í raun ekki hugmynd um hvort væri, maður hafði ekki samanburðinn af þetta háu fjalli. Ég var algjörlega búinn á því á niðurleiðinni en erfitt að segja hvort það var út af Covidinu. En Siggi var mjög veikur þegar við vorum komnir niður í búðir tvö,“ rifjar Heimir upp. Miklu ferskari en síðast Einangrunin er öllu þægilegri í þetta sinn en Heimir er nýkominn heim til Íslands frá Barcelona á Spáni og telur líklegt að hann hafi smitast þar. Margir í vinahóp sem hann var með úti eru einnig smitaðir. „Ef maður getur fengið þetta á Everest þá getur varla verið mikið mál að fá þetta í milljónastórborg,“ segir hann og hlær. Hann sé með leiðinlegan hósta í þetta sinn en annars hress. „Ég er með bragðskyn og lyktarskyn og er bara að reyna að þrífa heima hjá mér. Annars bara ferskur og miklu ferskari en síðast,“ segir Heimir. Líklegt verður að teljast að Heimir hafi nælt sér í hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði veirunnar úti í Barcelona en það er víða orðið ráðandi meðal nýsmitaðra í Evrópu og öðrum heimsálfum. Dæmi eru um það síðustu vikur að fólk sem áður greindist með veiruna fái hana aftur; til að mynda Kolfinna Frigg Sigurðardóttir, sem greindist með ómíkron í desember mánuði eftir að hún lauk einangrun vegna fyrstu sýkingar. Þegar viðtalið við Kolfinnu var birt höfðu aðeins um tuttugu til þrjátíu manns greinst tvisvar með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Tengdar fréttir Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. 6. janúar 2022 13:51 Íslendingar að koma heim eftir hátíðirnar skýri metfjölda smitaðra Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis. 6. janúar 2022 13:01 Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. 6. janúar 2022 13:51
Íslendingar að koma heim eftir hátíðirnar skýri metfjölda smitaðra Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis. 6. janúar 2022 13:01
Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03