Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Grindavík 82-80 | Fyrsti sigur Þórsara kom í fyrsta leik ársins Árni Gísli Magnússon skrifar 6. janúar 2022 22:30 Þór frá Akureyri vann langþráðan sigur í kvöld. Vísir/Bára Þór Akureyri vann sinn fyrsta sigur í Subway-deild karla í körfubolta þegar þeir fengu Grindavík í heimsókn í Höllina á Akureyri í kvöld. Þórsarar fyrir leikinn í neðsta sæti án stiga en Grindvíkingar í þriðja sæti með 14 stig, fjórum stigum frá toppliði Keflavíkur. Grindvíkingar byrjuðu betur og voru komnir 4-12 yfir eftir fjögurra mínútna leik. Þórsarar virtust ekki mæta nægilega gíraðir til leiks og voru að tapa nokkrum auðveldum fráköstum í upphafi sem hefur einmitt verið mikið vandamál hjá þeim í vetur. Þegar líða fór á leikhlutann kom meiri stöðugleiki í sóknarleikinn hjá Þór og settu þeir m.a. niður þrjá þrista í röð sem varð til þess að gestirnir leiddu aðeins með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 19-20. Annar leikhluti var hnífjafn og skiptust liðin á að jafna og þá fór nokkuð af þristum niður, þó sérstaklega hjá Þórsurum sem voru með átta þrista í fyrri hálfleik gegn fjórum hjá Grindavík. Ivan Aurrecoechea, fyrrum leikmaður Þórs, var ekki að finna sig í fyrri hálfleik og skoraði einungis 4 stig en Matthews og Ólafur Ólafsson báru sóknarleik liðsins uppi að mestu leyti í fyrri hálfleik. Dúi Þór og Reggie Keely fóru að hitna hjá Þór í öðrum leikhluta og voru að hitta virkilega vel. Staðan í hálfleik 40-37. Þórsurum í vil. Þórsarar hafa oft átt góðan fyrri hálfleik en dottið svo mikið niður í þeim seinni og þurftu þeir því að hafa hausinn vel skrúfaðan á til þess að reyna krækja í sinn fyrsta sigur. Þriðji leikhluti var hnífjafn og einkenndist af mikilli baráttu og flottum sóknarleik á köflum ásamt því að Þórsarar fóru að hirða helling af fráköstum sem er óvanalegt. Staðan jöfn fyrir loka leikhlutann, 61-61. Gestirnir komust yfir, 65-68, þegar 7 mínútur lifðu leiks þegar Ivan Aurrecoechea setti niðiur sjaldséðan þrist. Eftir það kveiknaði heldur betur á Þórsurum sem komust 77-70 yfir en Bouna leikmaður Þórs ákvað allt í einu að setja niður tvo tvista og einn þrist á rúmlega mínútu eftir að hafa ekki skorað allan leikinn. Lokamínútúrnar voru svo spennuþrungnar. Þegar rúm mínúta var eftir var staðan 79-78 fyrir Þór og Dúi Þór, sem hafði klúðrað nokkrum vítaskotum fyrr í leiknum, fer á vítalínuna og setur hvorugt skotið niður en nær á ótrúlegan hátt frákastinu sjálfur og Bouna skorar í kjölfarið og staðan 81-78. Grindavíkingar fara þá í sókn með 32 sekúndur eftir af leiknum og setja niður tvö stig og vinna síðan innkast í kjölfarið þegar Þór ætlar að hefja sókn. Grindavík var þarna ekki komið í bónus og Þórsarar brjóta og Grindvíkingar þá komnir í bónus og víti dæmt ef brotið yrði á þeim. Þeir kasta boltanum inn og upp hefst rosaleg barátta undir körfunni með Aurrecoechea fremstan í flokki en einhvernveginn ná Þórsarar með alvöru baráttu boltanum og er það Dúi sem fær tvö vítaskot. Hann setur fyrra skotið niður en ekki það seinna og skot Grindavíkur yfir allan völlinn geigar um leið og klukkan gellur og tveggja stiga sigur Þórsara staðreynd. Lokatölur 82-80. Af hverju vann Þór? Þeir spiluðu bara sinn langbesta leik í vetur og uppskáru eftir því. Vörnin var flott á tíðum og sóknarleikurinn jafnvel enn betri þar sem menn voru að hitta virkilega vel og þá sérstaklega Dúi og Reggie. Bæði lið enduðu með 39 fráköst í kvöld og er það stór partur af sigrinum hjá Þór að lenda loksins ekki undir í fráköstum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Þór er auðvelt að nefna Dúa Þór sem stjórnaði sóknarleiknum virkilega vel í dag og endar með 20 stig. Reggi Keely var sjóðandi heitur og endaði með 22 stig og spilaði flotta vörn en það gerðu fleiri eins og t.d. Ragnar og Kolbeinn sem skiluðu svo sannarlega sínu í kvöld. Hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson stigahæstur með 20 stig og var þeirra besti maður. Ivan Aurrecoechea óx eftir því sem leið á leikinn og endaði með 18 stig eftir að hafa aðeins verið með 4 stig í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Grindavík að eiga við Dúa Þór í dag og þegar þeir lokuðu á hann var að finna félaga sína galopna sem skiluðu boltanum oftar en ekki ofan í körfuna. Eftir flotta byrjun í leiknum náðu Grindvíkingar aldrei sama dampi aftur. Hvað gerist næst? Þór fær granna sín úr Skagafirðinum, Tindastól, í heimsókn á mánudaginn kl. 19:00. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á milli jóla og nýárs en var frestað vegna covid-smits í herbúðum Tindastóls. Leikurinn er því hluti af 11. umferð deildarinnar. Í 12. umferð ferðast Þórsarar svo til Njarðvíkur og mæta þar heimamönnum í leik sem fer fram kl. 18:15 þann 20. janúar í Ljónagryfjunni. Sama kvöld kemur Valur í heimsókn til Grindavíkur í leik sem fer fram kl. 20:15 í HS-Orku Höllinni. Daníel: Það þarf hugarfarsbreytingu Daníel Guðni var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.Vísir/Bára „Þórsararnir spiluðu vel í kvöld og við mjög illa,” sagði Daníel Guðni, þjálfari Grindavíkur, strax eftir tap síns liðs gegn Þór Akureyri. Hann segir hugarfarið í sínu liði ekki hafa verið til fyrirmyndar í kvöld. „Bara hvernig við mætum í leikinn, hugarfarið, við skorum úr fyrstu þremur sóknunum okkar og þá höldum við að þetta sé einhver þægilegur göngutúr í garðinum en annað kom á daginn og þegar menn eru ekki tilbúnir í þetta þá tapa þeir leikjum í þessari deild.” Hvað fór úrskeiðis í dag? „Það þarf hugarfarsbreytingu, við förum alltaf og spilum gegn liðum og erum á sama leveli og þeir og þar af leiðandi erum við oft í svona jöfnum leikjum og það er bara mjög krefjandi að vinna með það en við ætlum að gera það núna. Við vorum að reyna gera ágætlega hluti hérna varnarlega sem voru alveg út úr kú og bara eins lélegt og þetta gat orðið. “Við spilum mjög illa í seinni hálfleik og bara lélegur bolti hjá okkur”, sagði Daníel að lokum og virkaði virkilega ósáttur við framlag síns liðs í dag. Dúi: Gífurlega mikill léttir Dúi Þór í leik með Stjörnunni á seinasta tímabili.vísir/vilhelm Dúi Þór Jónsson, leikamaður Þórs, átti frábæran leik í dag og skoraði 20 stig. Honum var virkilega létt að fyrsti sigurinn hafi loksins komið. „Jú, þetta er mikill léttir, auðvitað tekur á að tapa 10 leikjum í röð. Mikill léttir og nú erum við komnir á bragðið og þurfum að tína stig hér og þar og svo teljum við upp úr pokanum þegar uppi er staðið.” Dúi var með 20 stig í dag og Reggie Keely 22 stig en Dúi vildi þá hrósa varnarleiknum sérstaklega. „Það voru allir mjög góðir í dag og við sýndum það líka varnarlega, mér fannst við varnarlega spila sem lið og ég held að það hafið skópið þennan sigur, við vorum drullugóðir varnarlega sem ein heild.” Dúi fór á vítalínuna þegar fjórar sekúndur voru eftir og staðan 81-80 fyrir Þór. Hann var nýbúinn að klúðra tveimur vítaskotum og hafði einnig klúðrað nokkrum fyrr í leiknum. Hann setti fyrra skotið niður en ekki það seinna. Boltinn endaði þá í höndunum á Ólafi Ólafssyni sem skaut rétt fyrir aftan miðjun en hitti ekki. Var hann stressaður þegar hann fór á vítalínuna í blálokin? „Nei nei, þetta var bara komið í hausinn á mér, ég var alveg skíthræddur þegar Óli fékk boltan, ég hef alveg séð hann setja svona skot niður rétt fyrir framan miðju en sem betur fer klikkaði hann á þessu.” „Þetta er gífurlega mikill léttir en við erum ennþá í 12. sæti, við þurfum að halda áfram og ná í sigra hér og þar og svo sjáum við bara til í lokin hvort að það nægir eða ekki. Við viljum reyna halda okkur uppi og vonandi fáum við áhorfendur líka og þetta fer á fullt aftur”, bætti hinn skælbrosandi Dúi við. Subway-deild karla Þór Akureyri UMF Grindavík
Þór Akureyri vann sinn fyrsta sigur í Subway-deild karla í körfubolta þegar þeir fengu Grindavík í heimsókn í Höllina á Akureyri í kvöld. Þórsarar fyrir leikinn í neðsta sæti án stiga en Grindvíkingar í þriðja sæti með 14 stig, fjórum stigum frá toppliði Keflavíkur. Grindvíkingar byrjuðu betur og voru komnir 4-12 yfir eftir fjögurra mínútna leik. Þórsarar virtust ekki mæta nægilega gíraðir til leiks og voru að tapa nokkrum auðveldum fráköstum í upphafi sem hefur einmitt verið mikið vandamál hjá þeim í vetur. Þegar líða fór á leikhlutann kom meiri stöðugleiki í sóknarleikinn hjá Þór og settu þeir m.a. niður þrjá þrista í röð sem varð til þess að gestirnir leiddu aðeins með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 19-20. Annar leikhluti var hnífjafn og skiptust liðin á að jafna og þá fór nokkuð af þristum niður, þó sérstaklega hjá Þórsurum sem voru með átta þrista í fyrri hálfleik gegn fjórum hjá Grindavík. Ivan Aurrecoechea, fyrrum leikmaður Þórs, var ekki að finna sig í fyrri hálfleik og skoraði einungis 4 stig en Matthews og Ólafur Ólafsson báru sóknarleik liðsins uppi að mestu leyti í fyrri hálfleik. Dúi Þór og Reggie Keely fóru að hitna hjá Þór í öðrum leikhluta og voru að hitta virkilega vel. Staðan í hálfleik 40-37. Þórsurum í vil. Þórsarar hafa oft átt góðan fyrri hálfleik en dottið svo mikið niður í þeim seinni og þurftu þeir því að hafa hausinn vel skrúfaðan á til þess að reyna krækja í sinn fyrsta sigur. Þriðji leikhluti var hnífjafn og einkenndist af mikilli baráttu og flottum sóknarleik á köflum ásamt því að Þórsarar fóru að hirða helling af fráköstum sem er óvanalegt. Staðan jöfn fyrir loka leikhlutann, 61-61. Gestirnir komust yfir, 65-68, þegar 7 mínútur lifðu leiks þegar Ivan Aurrecoechea setti niðiur sjaldséðan þrist. Eftir það kveiknaði heldur betur á Þórsurum sem komust 77-70 yfir en Bouna leikmaður Þórs ákvað allt í einu að setja niður tvo tvista og einn þrist á rúmlega mínútu eftir að hafa ekki skorað allan leikinn. Lokamínútúrnar voru svo spennuþrungnar. Þegar rúm mínúta var eftir var staðan 79-78 fyrir Þór og Dúi Þór, sem hafði klúðrað nokkrum vítaskotum fyrr í leiknum, fer á vítalínuna og setur hvorugt skotið niður en nær á ótrúlegan hátt frákastinu sjálfur og Bouna skorar í kjölfarið og staðan 81-78. Grindavíkingar fara þá í sókn með 32 sekúndur eftir af leiknum og setja niður tvö stig og vinna síðan innkast í kjölfarið þegar Þór ætlar að hefja sókn. Grindavík var þarna ekki komið í bónus og Þórsarar brjóta og Grindvíkingar þá komnir í bónus og víti dæmt ef brotið yrði á þeim. Þeir kasta boltanum inn og upp hefst rosaleg barátta undir körfunni með Aurrecoechea fremstan í flokki en einhvernveginn ná Þórsarar með alvöru baráttu boltanum og er það Dúi sem fær tvö vítaskot. Hann setur fyrra skotið niður en ekki það seinna og skot Grindavíkur yfir allan völlinn geigar um leið og klukkan gellur og tveggja stiga sigur Þórsara staðreynd. Lokatölur 82-80. Af hverju vann Þór? Þeir spiluðu bara sinn langbesta leik í vetur og uppskáru eftir því. Vörnin var flott á tíðum og sóknarleikurinn jafnvel enn betri þar sem menn voru að hitta virkilega vel og þá sérstaklega Dúi og Reggie. Bæði lið enduðu með 39 fráköst í kvöld og er það stór partur af sigrinum hjá Þór að lenda loksins ekki undir í fráköstum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Þór er auðvelt að nefna Dúa Þór sem stjórnaði sóknarleiknum virkilega vel í dag og endar með 20 stig. Reggi Keely var sjóðandi heitur og endaði með 22 stig og spilaði flotta vörn en það gerðu fleiri eins og t.d. Ragnar og Kolbeinn sem skiluðu svo sannarlega sínu í kvöld. Hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson stigahæstur með 20 stig og var þeirra besti maður. Ivan Aurrecoechea óx eftir því sem leið á leikinn og endaði með 18 stig eftir að hafa aðeins verið með 4 stig í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Grindavík að eiga við Dúa Þór í dag og þegar þeir lokuðu á hann var að finna félaga sína galopna sem skiluðu boltanum oftar en ekki ofan í körfuna. Eftir flotta byrjun í leiknum náðu Grindvíkingar aldrei sama dampi aftur. Hvað gerist næst? Þór fær granna sín úr Skagafirðinum, Tindastól, í heimsókn á mánudaginn kl. 19:00. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á milli jóla og nýárs en var frestað vegna covid-smits í herbúðum Tindastóls. Leikurinn er því hluti af 11. umferð deildarinnar. Í 12. umferð ferðast Þórsarar svo til Njarðvíkur og mæta þar heimamönnum í leik sem fer fram kl. 18:15 þann 20. janúar í Ljónagryfjunni. Sama kvöld kemur Valur í heimsókn til Grindavíkur í leik sem fer fram kl. 20:15 í HS-Orku Höllinni. Daníel: Það þarf hugarfarsbreytingu Daníel Guðni var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.Vísir/Bára „Þórsararnir spiluðu vel í kvöld og við mjög illa,” sagði Daníel Guðni, þjálfari Grindavíkur, strax eftir tap síns liðs gegn Þór Akureyri. Hann segir hugarfarið í sínu liði ekki hafa verið til fyrirmyndar í kvöld. „Bara hvernig við mætum í leikinn, hugarfarið, við skorum úr fyrstu þremur sóknunum okkar og þá höldum við að þetta sé einhver þægilegur göngutúr í garðinum en annað kom á daginn og þegar menn eru ekki tilbúnir í þetta þá tapa þeir leikjum í þessari deild.” Hvað fór úrskeiðis í dag? „Það þarf hugarfarsbreytingu, við förum alltaf og spilum gegn liðum og erum á sama leveli og þeir og þar af leiðandi erum við oft í svona jöfnum leikjum og það er bara mjög krefjandi að vinna með það en við ætlum að gera það núna. Við vorum að reyna gera ágætlega hluti hérna varnarlega sem voru alveg út úr kú og bara eins lélegt og þetta gat orðið. “Við spilum mjög illa í seinni hálfleik og bara lélegur bolti hjá okkur”, sagði Daníel að lokum og virkaði virkilega ósáttur við framlag síns liðs í dag. Dúi: Gífurlega mikill léttir Dúi Þór í leik með Stjörnunni á seinasta tímabili.vísir/vilhelm Dúi Þór Jónsson, leikamaður Þórs, átti frábæran leik í dag og skoraði 20 stig. Honum var virkilega létt að fyrsti sigurinn hafi loksins komið. „Jú, þetta er mikill léttir, auðvitað tekur á að tapa 10 leikjum í röð. Mikill léttir og nú erum við komnir á bragðið og þurfum að tína stig hér og þar og svo teljum við upp úr pokanum þegar uppi er staðið.” Dúi var með 20 stig í dag og Reggie Keely 22 stig en Dúi vildi þá hrósa varnarleiknum sérstaklega. „Það voru allir mjög góðir í dag og við sýndum það líka varnarlega, mér fannst við varnarlega spila sem lið og ég held að það hafið skópið þennan sigur, við vorum drullugóðir varnarlega sem ein heild.” Dúi fór á vítalínuna þegar fjórar sekúndur voru eftir og staðan 81-80 fyrir Þór. Hann var nýbúinn að klúðra tveimur vítaskotum og hafði einnig klúðrað nokkrum fyrr í leiknum. Hann setti fyrra skotið niður en ekki það seinna. Boltinn endaði þá í höndunum á Ólafi Ólafssyni sem skaut rétt fyrir aftan miðjun en hitti ekki. Var hann stressaður þegar hann fór á vítalínuna í blálokin? „Nei nei, þetta var bara komið í hausinn á mér, ég var alveg skíthræddur þegar Óli fékk boltan, ég hef alveg séð hann setja svona skot niður rétt fyrir framan miðju en sem betur fer klikkaði hann á þessu.” „Þetta er gífurlega mikill léttir en við erum ennþá í 12. sæti, við þurfum að halda áfram og ná í sigra hér og þar og svo sjáum við bara til í lokin hvort að það nægir eða ekki. Við viljum reyna halda okkur uppi og vonandi fáum við áhorfendur líka og þetta fer á fullt aftur”, bætti hinn skælbrosandi Dúi við.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti