Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2022 06:53 Áslaug Arna sagðist sem dómsmálaráðherra trúa þolendum en er sökuð með „lækinu“ um að taka afstöðu með meintum geranda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. Þá vekur athygli að Logi virðist hafa hafa lokað fyrir athugasemdir eða takmarkað hverjir geta tjáð sig um færsluna. Athugasemdir sem áður voru komnar í þráðinn vörðuðu meðal annars læk ráðherra. Áhugavert að @logibergmann loki á komment við status þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu - strax og fólk fer að spyrja @aslaugarna hvað hún meini með afstöðu sinni við statusinn. Er það svona sem þöggunarmenning virkar? pic.twitter.com/5r208g0R5P— Andrés Ingi (@andresingi) January 6, 2022 Þegar Áslaug Arna var dómsmálaráðherra sagði hún oftsinnis í viðtölum við fjölmiðla að taka þyrfti á kynferðisbrotum og koma til móts við þolendur. Hún sagði meðal annars í viðtali við fréttastofu í maí í fyrra: „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi bylting er komin til að vera og sem betur fer. Einhverjum kannski var búið að finnast nóg komið af umræðu um #MeToo en þetta er bara komið til að vera og við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur. Það er skylda okkar sem erum kjörin á þing að berjast fyrir betra samfélagi og það á líka við um að líta ekki undan ofbeldi eða áreitni og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi þolenda.“ Þá sagði hún að veita þyrfti þolendum skjól. „Og tryggja að kerfið geri það af fagmennsku, hlýju og tillitssemi.“ Áslaug Arna, sem í dag er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom einnig fram í myndskeiði þar sem þekktir einstaklingar stigu fram og sögðust trúa þolendum. Í umræddri færslu neitar Logi að hafa brotið gegn konu sem hefur ásakað hann um kynferðisbrot en viðurkennir að „hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks“. Umrædd kona, Vítalía Lazareva, greindi frá því í samtalsþætti Eddu Falak á dögunum að ástmaður hennar, sem heimildir fréttastofu herma að sé Arnar Grant, hefði boðið manni kynferðislegan greiða frá Vítalíu gegn því að þegja yfir ástarsambandi þeirra. Umræddur maður er sagður vera Logi, sem viðurkennir að hafa farið inn á hótelherbergið þar sem Vítalía og ástmaðurinn voru saman en neitar að hafa brotið gegn Vítalíu. „Ég horfi framan í [ástmanninn] þegar vinur hans er að fara niður á mig og ég á að vera að fara niður á hann. Ég horfi í augun á honum, ég er farin að gráta og segi honum að ég vil þetta ekki. Hann segir við mig að þetta verði allt í lagi því hann er með mér,“ sagði Vítalía um atvikið á hótelherberginu. Athygli vekur að í Facebook-færslu Loga neitar hann því ekki að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn á hótelherberginu en hann segist ekki munu tjá sig meira um málið. Að vinurinn hafi bara mætt “random” með lykil þegar þau voru í kynlífsathöfnum og hafi akkúrat verið til i að þiggja munnmök fyrir að þegja fyrir góðan vin sinn? Þessi atburðarás var ekki tilviljun, hún var plönuð.— Edda Falak (@eddafalak) January 5, 2022 Meðal annarra sem hafa „lækað“ færslu Loga eru Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður, Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, Friðjón R. Friðjónsson almannatengill og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þá vekur athygli að Logi virðist hafa hafa lokað fyrir athugasemdir eða takmarkað hverjir geta tjáð sig um færsluna. Athugasemdir sem áður voru komnar í þráðinn vörðuðu meðal annars læk ráðherra. Áhugavert að @logibergmann loki á komment við status þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu - strax og fólk fer að spyrja @aslaugarna hvað hún meini með afstöðu sinni við statusinn. Er það svona sem þöggunarmenning virkar? pic.twitter.com/5r208g0R5P— Andrés Ingi (@andresingi) January 6, 2022 Þegar Áslaug Arna var dómsmálaráðherra sagði hún oftsinnis í viðtölum við fjölmiðla að taka þyrfti á kynferðisbrotum og koma til móts við þolendur. Hún sagði meðal annars í viðtali við fréttastofu í maí í fyrra: „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi bylting er komin til að vera og sem betur fer. Einhverjum kannski var búið að finnast nóg komið af umræðu um #MeToo en þetta er bara komið til að vera og við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur. Það er skylda okkar sem erum kjörin á þing að berjast fyrir betra samfélagi og það á líka við um að líta ekki undan ofbeldi eða áreitni og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi þolenda.“ Þá sagði hún að veita þyrfti þolendum skjól. „Og tryggja að kerfið geri það af fagmennsku, hlýju og tillitssemi.“ Áslaug Arna, sem í dag er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom einnig fram í myndskeiði þar sem þekktir einstaklingar stigu fram og sögðust trúa þolendum. Í umræddri færslu neitar Logi að hafa brotið gegn konu sem hefur ásakað hann um kynferðisbrot en viðurkennir að „hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks“. Umrædd kona, Vítalía Lazareva, greindi frá því í samtalsþætti Eddu Falak á dögunum að ástmaður hennar, sem heimildir fréttastofu herma að sé Arnar Grant, hefði boðið manni kynferðislegan greiða frá Vítalíu gegn því að þegja yfir ástarsambandi þeirra. Umræddur maður er sagður vera Logi, sem viðurkennir að hafa farið inn á hótelherbergið þar sem Vítalía og ástmaðurinn voru saman en neitar að hafa brotið gegn Vítalíu. „Ég horfi framan í [ástmanninn] þegar vinur hans er að fara niður á mig og ég á að vera að fara niður á hann. Ég horfi í augun á honum, ég er farin að gráta og segi honum að ég vil þetta ekki. Hann segir við mig að þetta verði allt í lagi því hann er með mér,“ sagði Vítalía um atvikið á hótelherberginu. Athygli vekur að í Facebook-færslu Loga neitar hann því ekki að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn á hótelherberginu en hann segist ekki munu tjá sig meira um málið. Að vinurinn hafi bara mætt “random” með lykil þegar þau voru í kynlífsathöfnum og hafi akkúrat verið til i að þiggja munnmök fyrir að þegja fyrir góðan vin sinn? Þessi atburðarás var ekki tilviljun, hún var plönuð.— Edda Falak (@eddafalak) January 5, 2022 Meðal annarra sem hafa „lækað“ færslu Loga eru Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður, Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, Friðjón R. Friðjónsson almannatengill og Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30
Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18