Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 12:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” segir Víðir. Hins vegar sé verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara, en líkt og staðan er nú er fólk í einangrun þar til það fær tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. Sömuleiðis hefur borið á því að fólki gengur illa að ná inn hjá Heilsuveru og Covid.is og stundum tekur það einhverja daga að fá svör við fyrirspurnum sem þangað berast. „Álagið á þessa samskiptamiðla hefur margfaldast á mjög stuttum tíma. Þeir sem við erum í samstarfi við, eins og Heilsuvera, Læknavaktin og Covidspjallið, þar hafa beiðnir um upplýsingar nánast tvöfaldast á einni viku. Til dæmis á Læknavaktinni fóru þær úr 800 í 1500 á sólarhring og eiginlega meira hjá Heilsuveru og á Covidspjallinu. Við erum búin að bæta í mannskap alls staðar til þess að reyna að mæta þessu en það hefur bara ekki dugað alveg til,” segir Víðir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæsu höfuðborgarsvæðisins tekur undir þetta og segir að á undanförnu ári hafi fyrirspurnir til Heilsuveru tífaldast. „Það er gríðarlegt álag, á Mínar síður á Heilsuveru og á netspjallið, en þar er svarað allan daginn og langt fram á kvöld,” segir hún og bætir við að verið sé að samþætta samskiptamiðla til að bæta þjónustuna. 1242 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 inniliggjandi á Landspítala með Covid19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Víðir hefur miklar áhyggjur af spítalanum. „Staðan þar er orðin mjög erfið og sennilega sjaldan í faraldrinum verið jafn erfið og hún er, farið úr því að vera 23 inniliggjandi í 38 á örfáum dögum, og það leggjast inn fimm til sex nýir á hverjum degi, en sem betur fer útskrifast einhverjir á móti. En við heyrum að þetta hefur gríðarleg áhrif,” segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” segir Víðir. Hins vegar sé verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara, en líkt og staðan er nú er fólk í einangrun þar til það fær tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. Sömuleiðis hefur borið á því að fólki gengur illa að ná inn hjá Heilsuveru og Covid.is og stundum tekur það einhverja daga að fá svör við fyrirspurnum sem þangað berast. „Álagið á þessa samskiptamiðla hefur margfaldast á mjög stuttum tíma. Þeir sem við erum í samstarfi við, eins og Heilsuvera, Læknavaktin og Covidspjallið, þar hafa beiðnir um upplýsingar nánast tvöfaldast á einni viku. Til dæmis á Læknavaktinni fóru þær úr 800 í 1500 á sólarhring og eiginlega meira hjá Heilsuveru og á Covidspjallinu. Við erum búin að bæta í mannskap alls staðar til þess að reyna að mæta þessu en það hefur bara ekki dugað alveg til,” segir Víðir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæsu höfuðborgarsvæðisins tekur undir þetta og segir að á undanförnu ári hafi fyrirspurnir til Heilsuveru tífaldast. „Það er gríðarlegt álag, á Mínar síður á Heilsuveru og á netspjallið, en þar er svarað allan daginn og langt fram á kvöld,” segir hún og bætir við að verið sé að samþætta samskiptamiðla til að bæta þjónustuna. 1242 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 inniliggjandi á Landspítala með Covid19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Víðir hefur miklar áhyggjur af spítalanum. „Staðan þar er orðin mjög erfið og sennilega sjaldan í faraldrinum verið jafn erfið og hún er, farið úr því að vera 23 inniliggjandi í 38 á örfáum dögum, og það leggjast inn fimm til sex nýir á hverjum degi, en sem betur fer útskrifast einhverjir á móti. En við heyrum að þetta hefur gríðarleg áhrif,” segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira