Loka í þrjár vikur til að aðstoða Landspítalann: „Þetta er bara dauðans alvara“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 18:56 Klíníkin í Ármúla starfrækir fjórar skurðstofur. Vísir/Hanna Ákveðið hefur verið að loka Klíníkinni næstu þrjár vikurnar á meðan tæplega tuttugu starfsmenn fyrirtækisins hlaupa undir bagga með starfsfólki Landspítalans. Framkvæmdastjóri Klíníkinnar segir að aflýsa þurfi um 206 aðgerðum vegna þessa en að starfsliðið hafi talið mikilvægt að svara kallinu í ljósi þess mikla álags sem faraldurinn hafi lagt á spítalann. Hluti starfsmanna byrjar að sinna Covid-sjúklingum strax í fyrramálið. Mbl.is greindi fyrst frá. Klíníkin hefur áður skert starfsemi sína til að aðstoða spítalann en þetta er í fyrsta sinn sem skurðstofustarfseminni er alfarið lokað. Í ágúst lokuðu stjórnendur tveimur skurðstofum af fjórum til að losa starfsfólk og þá hefur fyrirtækið tekið að sér aðgerðir fyrir Landspítalann til að grynnka á biðlistum. Ekkert annað í stöðunni „Þetta er miklu alvarlega mál núna svo það var ekkert annað í stöðunni en að loka alveg fyrirtækinu og að það færu allir niður eftir,“ segir Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Landspítalinn greindi frá því í morgun að 38 sjúklingar væru þar ýmist með eða vegna Covid-19. Átta eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. Klíníkin mun áfram greiða starfsfólki sínu laun en Sjúkratryggingar Íslands bæta fyrirtækinu fjárhagslegt tjón vegna lokunarinnar. Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.Klíníkin „Við vorum búin að vera í reglulegum samskiptum við spítalann þegar ómíkron fór að láta á sér kræla. Við vissum hvert stefndi en svo fengum við erindi frá heilbrigðisráðuneytinu á miðvikudaginn um að við lögðum allt frá okkur og færum þarna niður eftir,“ segir Sigurður. Í kjölfarið hafi hugmyndin verið borin undir starfsmenn sem voru allir reiðubúnir að fara. Núverandi bylgja geti drekkt Landspítalanum „Þetta verður eiginlega stóra prófið fyrir heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta verði miklu þyngra heldur en áður svo það var ekkert annað í stöðinni en að taka vel í þetta. Við förum bara þarna inn og gerum það sem við getum.“ „Hinn hópurinn sem þarf að fá smá kredit eru þeir sjúklingar sem láta þetta yfir sig ganga. Þessar tafir verða mikið rask fyrir þennan hóp,“ bætir Sigurður við. Hann hvetur nú fólk eindregið til að gæta að sóttvörnum, láta bólusetja sig fyrir alla muni og þiggja örvunarskammt. „Þetta er ekkert grín núna. Þetta er bara dauðans alvara og það er alveg möguleiki að spítalinn fari á kaf ef verstu spár ganga eftir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Klíníkinnar segir að aflýsa þurfi um 206 aðgerðum vegna þessa en að starfsliðið hafi talið mikilvægt að svara kallinu í ljósi þess mikla álags sem faraldurinn hafi lagt á spítalann. Hluti starfsmanna byrjar að sinna Covid-sjúklingum strax í fyrramálið. Mbl.is greindi fyrst frá. Klíníkin hefur áður skert starfsemi sína til að aðstoða spítalann en þetta er í fyrsta sinn sem skurðstofustarfseminni er alfarið lokað. Í ágúst lokuðu stjórnendur tveimur skurðstofum af fjórum til að losa starfsfólk og þá hefur fyrirtækið tekið að sér aðgerðir fyrir Landspítalann til að grynnka á biðlistum. Ekkert annað í stöðunni „Þetta er miklu alvarlega mál núna svo það var ekkert annað í stöðunni en að loka alveg fyrirtækinu og að það færu allir niður eftir,“ segir Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Landspítalinn greindi frá því í morgun að 38 sjúklingar væru þar ýmist með eða vegna Covid-19. Átta eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. Klíníkin mun áfram greiða starfsfólki sínu laun en Sjúkratryggingar Íslands bæta fyrirtækinu fjárhagslegt tjón vegna lokunarinnar. Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.Klíníkin „Við vorum búin að vera í reglulegum samskiptum við spítalann þegar ómíkron fór að láta á sér kræla. Við vissum hvert stefndi en svo fengum við erindi frá heilbrigðisráðuneytinu á miðvikudaginn um að við lögðum allt frá okkur og færum þarna niður eftir,“ segir Sigurður. Í kjölfarið hafi hugmyndin verið borin undir starfsmenn sem voru allir reiðubúnir að fara. Núverandi bylgja geti drekkt Landspítalanum „Þetta verður eiginlega stóra prófið fyrir heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta verði miklu þyngra heldur en áður svo það var ekkert annað í stöðinni en að taka vel í þetta. Við förum bara þarna inn og gerum það sem við getum.“ „Hinn hópurinn sem þarf að fá smá kredit eru þeir sjúklingar sem láta þetta yfir sig ganga. Þessar tafir verða mikið rask fyrir þennan hóp,“ bætir Sigurður við. Hann hvetur nú fólk eindregið til að gæta að sóttvörnum, láta bólusetja sig fyrir alla muni og þiggja örvunarskammt. „Þetta er ekkert grín núna. Þetta er bara dauðans alvara og það er alveg möguleiki að spítalinn fari á kaf ef verstu spár ganga eftir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira