Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Miklum stormi er spáð á nær öllu landinu í kvöld. Björgunarsveitir eru enn og aftur í viðbragðsstöðu eftir sögulega lægð í vikunni. Farið verður yfir stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu 12.

Tveir létust á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Heilbrigðisráðherra býst við minnisblaði um næstu aðgerðir í dag eða á morgun.

Ungir sjálfstæðismenn eru ósáttir við bréf sem varaþingmaður flokksins sendi skólastjórnendum um bólusetningu barna.

Ein besta handknattleikskona landsins, Lovísa Thompson sneri aftur á völlinn í gær í elleftu umferð Olís deildar kvenna.

Þetta og fleira verður í hádegisfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×