„Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2022 12:12 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra væntir þess að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um næstu aðgerðir innanlands seinni partinn í dag eða á morgun. Hann segir ljóst að farið sé að hrikta í stoðum og starfsemi samfélagsins og að aukinn samgangur auki líkur á enn frekari útbreiðslu Núgildandi aðgerðir falla úr gildi á miðvikudag en þær kveða meðal annars á um tuttugu manna samkomutakmarkanir. Þær tóku gildi á Þorláksmessu en engu að síður hefur útbreiðsla kórónuveirunnar aldrei verið meiri en nú eru um tuttugu þúsund manns í einangrun eða sóttkví. 915 greindust með Covid19 innanlands í gær og 198 á landamærunum. Tveir létust af völdum Covid19 í gær. „Þegar við erum komin með hátt í 20 þúsund manns þá fer að hrikta í stoðum og starfsemi í víða í samfélaginu. Þannig að þetta er svolítið farið að bíta í skottið á sér. Við héldum nokkra samráðsfundi með ráðherrum og fólki víða að, meðal annars úr atvinnulífinu, og það varð eitthvað að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Sprengisandi í morgun. Willum vísaði þar til breytinga sem gerðar voru í vikunni; styttingu á sóttkví og að heimila fólki að útskrifa sig sjálft úr einangrun. Ljóst sé þó að takmarkanir í samfélaginu séu nauðsynlegar. „Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla. Og þá fyllast þessi helstu tæki okkar. Nú er bara staðan þessi og þá reynum við að bregðast við, en með mati okkar bestu sérfræðinga sem við höfum þegið ráð frá allan tímann og góð ráð.“ Minnisblaðið fer fyrir ríkisstjórn á þriðjudag en Willum telur ástæðu til að fela þinginu aukið hlutverk í þessum efnum. „Við höfum ekki farið með þetta í þingið nema í sérstakri umræðu og skýrslugjöf en ég held að fram veginn hljótum við að horfa til þess að þingið fái aukið hlutverk og vægi í þessa umræðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Núgildandi aðgerðir falla úr gildi á miðvikudag en þær kveða meðal annars á um tuttugu manna samkomutakmarkanir. Þær tóku gildi á Þorláksmessu en engu að síður hefur útbreiðsla kórónuveirunnar aldrei verið meiri en nú eru um tuttugu þúsund manns í einangrun eða sóttkví. 915 greindust með Covid19 innanlands í gær og 198 á landamærunum. Tveir létust af völdum Covid19 í gær. „Þegar við erum komin með hátt í 20 þúsund manns þá fer að hrikta í stoðum og starfsemi í víða í samfélaginu. Þannig að þetta er svolítið farið að bíta í skottið á sér. Við héldum nokkra samráðsfundi með ráðherrum og fólki víða að, meðal annars úr atvinnulífinu, og það varð eitthvað að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Sprengisandi í morgun. Willum vísaði þar til breytinga sem gerðar voru í vikunni; styttingu á sóttkví og að heimila fólki að útskrifa sig sjálft úr einangrun. Ljóst sé þó að takmarkanir í samfélaginu séu nauðsynlegar. „Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla. Og þá fyllast þessi helstu tæki okkar. Nú er bara staðan þessi og þá reynum við að bregðast við, en með mati okkar bestu sérfræðinga sem við höfum þegið ráð frá allan tímann og góð ráð.“ Minnisblaðið fer fyrir ríkisstjórn á þriðjudag en Willum telur ástæðu til að fela þinginu aukið hlutverk í þessum efnum. „Við höfum ekki farið með þetta í þingið nema í sérstakri umræðu og skýrslugjöf en ég held að fram veginn hljótum við að horfa til þess að þingið fái aukið hlutverk og vægi í þessa umræðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira