Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2022 23:16 Ari Edwald fór í tímabundið leyfi í kjölfar umræðu um meinta þátttöku hans í kynferðisofbeldi. Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. Mbl.is greinir frá þessu og vísar í tölvupóst sem stjórn Íseyjar sendi félagsmönnum samvinnufélagsins Auðhumlu, sem á meirihluta í Ísey útflutningi og Mjólkursamsölunni. Greint var frá því fyrir helgi að Ari væri kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Óskaði hann sjálfur eftir því að fara í leyfi, að sögn stjórnarformanns. Umræddar ásakanir komu fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur þar sem Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, lýsti kynferðisofbeldi sem hún sagðist hafa verið beitt í sumarbústaðarferð í desember 2020. Vítalía tjáði sig fyrst um meint ofbeldi í röð færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún nefndi Ara í þessu samhengi ásamt þremur öðrum karlmönnum. Fréttu af málinu í haust „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi,“ sagði Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings, í samtali við fréttastofu á fimmtudag. Einar Einarsson, aðstoðarmaður Ara, hefur sinnt verkefnum hans á meðan hann var í leyfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Ari einnig stigið til hliðar sem formaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin taldi sér skylt að rifta ráðningarsamningnum Fram kemur í tölvupóstinum frá stjórn Íseyjar útflutnings, sem mbl.is hefur undir höndum, að ónákvæmar upplýsingar hafi borist í lok október um meinta þátttöku Ara í „ósæmilegri kynferðislegri háttsemi gagnvart ungri konu í lok árs 2020.“ Stjórn félagsins hafi þá fundað oft um málið sem var enn til meðferðar þegar Vítalía steig fram í viðtali við Eddu Falak. „Þær ásakanir sem nú eru komnar fram á hendur framkvæmdastjóra eru með þeim hætti að stjórn félagsins taldi sér skylt, að vel athuguðu máli, að segja upp ráðningarsamningnum við hann, með áskilnaði til riftunar síðar ef tilefni gefst til, með hliðsjón af hagsmunum félagsins, starfsfólks og viðskiptamönnum þess, og ekki síður meintum þolanda,“ segir í póstinum sem vísað er til í frétt mbl.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 „Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Mbl.is greinir frá þessu og vísar í tölvupóst sem stjórn Íseyjar sendi félagsmönnum samvinnufélagsins Auðhumlu, sem á meirihluta í Ísey útflutningi og Mjólkursamsölunni. Greint var frá því fyrir helgi að Ari væri kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Óskaði hann sjálfur eftir því að fara í leyfi, að sögn stjórnarformanns. Umræddar ásakanir komu fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur þar sem Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, lýsti kynferðisofbeldi sem hún sagðist hafa verið beitt í sumarbústaðarferð í desember 2020. Vítalía tjáði sig fyrst um meint ofbeldi í röð færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún nefndi Ara í þessu samhengi ásamt þremur öðrum karlmönnum. Fréttu af málinu í haust „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi,“ sagði Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings, í samtali við fréttastofu á fimmtudag. Einar Einarsson, aðstoðarmaður Ara, hefur sinnt verkefnum hans á meðan hann var í leyfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Ari einnig stigið til hliðar sem formaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin taldi sér skylt að rifta ráðningarsamningnum Fram kemur í tölvupóstinum frá stjórn Íseyjar útflutnings, sem mbl.is hefur undir höndum, að ónákvæmar upplýsingar hafi borist í lok október um meinta þátttöku Ara í „ósæmilegri kynferðislegri háttsemi gagnvart ungri konu í lok árs 2020.“ Stjórn félagsins hafi þá fundað oft um málið sem var enn til meðferðar þegar Vítalía steig fram í viðtali við Eddu Falak. „Þær ásakanir sem nú eru komnar fram á hendur framkvæmdastjóra eru með þeim hætti að stjórn félagsins taldi sér skylt, að vel athuguðu máli, að segja upp ráðningarsamningnum við hann, með áskilnaði til riftunar síðar ef tilefni gefst til, með hliðsjón af hagsmunum félagsins, starfsfólks og viðskiptamönnum þess, og ekki síður meintum þolanda,“ segir í póstinum sem vísað er til í frétt mbl.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 „Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50
„Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30